Umboðssvik í RÚV? Skjóðan skrifar 23. desember 2015 09:30 Ríkisstjórnarmeirihlutinn á Alþingi ákvað nú fyrir jólin að láta lækkun útvarpsgjalds standa. Skiljanlega voru stjórnendur RÚV ósáttir við þessa ákvörðun og gerðu hvað þeir gátu til að afstýra henni. Greinilega nutu þeir nokkurs stuðnings úti í samfélaginu. Öllum þykir okkur dálítið vænt um RÚV, sem nú í vikunni fagnaði 85 ára afmæli, en fyrsta útsending Ríkisútvarpsins var einmitt 21. desember 1930. Þeim fer fækkandi sem muna tilveruna án RÚV. Þeir sem komnir eru á miðjan aldur og yfir muna þá tíma er enginn íslenskur ljósvakamiðill starfaði á Íslandi nema RÚV. Kaninn heyrðist á suðvesturhorninu og lengi vel var hægt að horfa á Kanasjónvarpið. Svo var lokað fyrir Kanann og ekki leið á löngu þar til einkaaðilar fengu að reka hljóðvarp og sjónvarp. Þó að nú séu liðnir meira en þrír áratugir frá því að einkaaðilar fengu leyfi til að reka ljósvakamiðla hefur enn ekki verið komið skikki á samkeppnismál á ljósvakamarkaði. RÚV hefur mikið samkeppnisforskot á einkarekna miðla þar sem það fær sérstakt gjald frá öllum skattgreiðendum auk þess sem það fær að keppa á auglýsingamarkaði. Stjórnendur og unnendur RÚV kvarta undan því að Alþingi hafi skert útvarpsgjaldið og hafa nokkuð til síns máls. Vitanlega er eitthvað bogið við að vera með sérstakt gjald sem merkt er RÚV en láta það ekki allt renna til RÚV. Stjórnendur RÚV geta hins vegar ekki vikið sér undan ábyrgð sinni. Skattgreiðendur eiga kröfu á að stjórnendur RÚV gæti þess að halda rekstri í jafnvægi og stilla útgjöld af á móti tekjum. Tveimur sólarhringum áður en fjárlög voru samþykkt mættu stjórnendur RÚV á fund til fjárlaganefndar og greindu frá því aðspurðir að engar niðurskurðaraðgerðir væru á borðinu þrátt fyrir að lengi hefði legið fyrir að boðuð lækkun útvarpsgjald kynni að hafa 500 milljóna tekjusamdrátt í för með sér. Hluthafar í almenningshlutafélagi væru snöggir að kalla eftir hluthafafundi til að skipta um stjórn og stjórnendur ef þeir kæmust að því að það ætti að keyra félagið í stórfelldan taprekstur og kalla svo eftir auknu hlutafé frá hluthöfum til að dekka tapið. Þetta er það sem stjórnendur RÚV gera. Þeir skera ekki niður kostnað þó að stórfelldur tekjusamdráttur sé fyrirsjáanlegur. Reikningurinn fyrir tapinu verður einfaldlega sendur til hluthafanna, sem eru íslenskir skattgreiðendur. Í ljósi refsidóma, sem fallið hafa í hrunmálum að undanförnu, mætti færa rök fyrir því að stjórnendur RÚV gerist sekir um umboðssvik með því að reyna ekki að laga útgjöld að tekjum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Ríkisstjórnarmeirihlutinn á Alþingi ákvað nú fyrir jólin að láta lækkun útvarpsgjalds standa. Skiljanlega voru stjórnendur RÚV ósáttir við þessa ákvörðun og gerðu hvað þeir gátu til að afstýra henni. Greinilega nutu þeir nokkurs stuðnings úti í samfélaginu. Öllum þykir okkur dálítið vænt um RÚV, sem nú í vikunni fagnaði 85 ára afmæli, en fyrsta útsending Ríkisútvarpsins var einmitt 21. desember 1930. Þeim fer fækkandi sem muna tilveruna án RÚV. Þeir sem komnir eru á miðjan aldur og yfir muna þá tíma er enginn íslenskur ljósvakamiðill starfaði á Íslandi nema RÚV. Kaninn heyrðist á suðvesturhorninu og lengi vel var hægt að horfa á Kanasjónvarpið. Svo var lokað fyrir Kanann og ekki leið á löngu þar til einkaaðilar fengu að reka hljóðvarp og sjónvarp. Þó að nú séu liðnir meira en þrír áratugir frá því að einkaaðilar fengu leyfi til að reka ljósvakamiðla hefur enn ekki verið komið skikki á samkeppnismál á ljósvakamarkaði. RÚV hefur mikið samkeppnisforskot á einkarekna miðla þar sem það fær sérstakt gjald frá öllum skattgreiðendum auk þess sem það fær að keppa á auglýsingamarkaði. Stjórnendur og unnendur RÚV kvarta undan því að Alþingi hafi skert útvarpsgjaldið og hafa nokkuð til síns máls. Vitanlega er eitthvað bogið við að vera með sérstakt gjald sem merkt er RÚV en láta það ekki allt renna til RÚV. Stjórnendur RÚV geta hins vegar ekki vikið sér undan ábyrgð sinni. Skattgreiðendur eiga kröfu á að stjórnendur RÚV gæti þess að halda rekstri í jafnvægi og stilla útgjöld af á móti tekjum. Tveimur sólarhringum áður en fjárlög voru samþykkt mættu stjórnendur RÚV á fund til fjárlaganefndar og greindu frá því aðspurðir að engar niðurskurðaraðgerðir væru á borðinu þrátt fyrir að lengi hefði legið fyrir að boðuð lækkun útvarpsgjald kynni að hafa 500 milljóna tekjusamdrátt í för með sér. Hluthafar í almenningshlutafélagi væru snöggir að kalla eftir hluthafafundi til að skipta um stjórn og stjórnendur ef þeir kæmust að því að það ætti að keyra félagið í stórfelldan taprekstur og kalla svo eftir auknu hlutafé frá hluthöfum til að dekka tapið. Þetta er það sem stjórnendur RÚV gera. Þeir skera ekki niður kostnað þó að stórfelldur tekjusamdráttur sé fyrirsjáanlegur. Reikningurinn fyrir tapinu verður einfaldlega sendur til hluthafanna, sem eru íslenskir skattgreiðendur. Í ljósi refsidóma, sem fallið hafa í hrunmálum að undanförnu, mætti færa rök fyrir því að stjórnendur RÚV gerist sekir um umboðssvik með því að reyna ekki að laga útgjöld að tekjum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira