Segir að bankarnir ofrukki neytendur 18. janúar 2015 19:01 Lögfræðingur Neytendasamtakanna segir að viðskiptabankarnir þrír séu að ofrukka almenning með hvers konar þjónustugjöldum. Bankarnir rukka neytendur meðal annars um færslu- og seðilgjöld og fyrir að fá upplýsingar símleiðis um stöðu reiknings. Gjöldin bitna helst á eldri borgurum segir lögfræðingurinn. Þjónustugjöld sem viðskiptavinir bankanna greiða eru margvísleg og snerta nær allar tegundir þjónustu. Þannig kostar hver færsla á debetkorti 16 til 18 krónur. Korthafa eru líka rukkaðir um ársgjald, 375 krónur upp í 750 krónur. Að fá reikningsyfirlit og greiðsluseðla senda heim eða í netbanka kostar líka sitt eða á bilinu 45 til 595 krónur og þá rukka bankar einnig fyrir að gefa upplýsingar um stöðu reiknings í gegnum síma. Fólk er ekki rukkað sérstaklega fyrir að taka út pening með debetkorti í hraðbanka nema það sé í viðskiptum við annan banka. Fyrir þá þjónustu leggur Íslandsbanki 125 krónur á hvetja úttekt, Arionbanki 155 og Landsbankinn að minnsta kosti 150 krónur. Fyrir að nota hraðbanka erlendis taka bankarnir 2 til 2,75 prósent af úttekt. Fyrir að nota kortin í verslunum erlendis greiða viðskiptavinir eitt prósent af hverri færslu. Þjónusta gjaldkera er heldur ekki ókeypis. Þannig kostar það 125 krónur í Íslandsbanka að millifæra hjá gjaldkera yfir á reikning í öðrum banka. Landsbankinn rukkar hundrað krónur fyrir þessa þjónustu og Arionbanki 120 krónur. Arionbanki hyggst hækka þessa upphæð upp í 225 krónur þann 1. mars næstkomandi. Neytendasamtökunum bárust hátt í þrjú hundruð kvartanir á síðasta ári útaf þjónustu fjármálafyrirtækja en í mörgum tilvikum var fólk að lýsa yfir óánægju sinni með þjónustugjöldin.Yfir hverju er fólk helst að kvarta? „Til dæmis upplestur í gegnum síma, þegar þú færð upplýsingar hjá þjónustufulltrúa í gegnum síma. Öll þessi atriði sem mörg okkar gera bara í gegnum heimabankann. Millifæra yfir á aðila í öðrum bönkum, borga reikninga annað slíkt. Þessi gjaldtaka bitnar kannski helst á aðilum sem hafa lélegt tölvulæsi, eldri borgurum og öðrum slíkum. Jafnframt er verið að fækka útibúum þannig að aðgengi þessara aðila hefur minnkað,“ segir Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögmaður Neytendasamtakanna. Hildigunnur telur að bankarnir séu að ofrukka neytendur. „Okkur finnst að þessi þjónusta eins og að borga reikninga, millifæra hvort sem maður gerir það í eigin banka eða öðrum og jafnvel að fá færslur lesnar upp í gegnum síma, að þetta eigi að vera ókeypis. Þetta sé bara þjónusta sem viðskiptavinir banka eru að greiða með vaxtamun, með þjónustugjöldum sem leggjast á reikninga, á greiðslukort og annað sem bankinn er að taka til sín. Við teljum að afkoma bankanna gefi ekki til kynna að það þurfi að leggja á svona aukagjöld,“ segir Hildigunnur. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Lögfræðingur Neytendasamtakanna segir að viðskiptabankarnir þrír séu að ofrukka almenning með hvers konar þjónustugjöldum. Bankarnir rukka neytendur meðal annars um færslu- og seðilgjöld og fyrir að fá upplýsingar símleiðis um stöðu reiknings. Gjöldin bitna helst á eldri borgurum segir lögfræðingurinn. Þjónustugjöld sem viðskiptavinir bankanna greiða eru margvísleg og snerta nær allar tegundir þjónustu. Þannig kostar hver færsla á debetkorti 16 til 18 krónur. Korthafa eru líka rukkaðir um ársgjald, 375 krónur upp í 750 krónur. Að fá reikningsyfirlit og greiðsluseðla senda heim eða í netbanka kostar líka sitt eða á bilinu 45 til 595 krónur og þá rukka bankar einnig fyrir að gefa upplýsingar um stöðu reiknings í gegnum síma. Fólk er ekki rukkað sérstaklega fyrir að taka út pening með debetkorti í hraðbanka nema það sé í viðskiptum við annan banka. Fyrir þá þjónustu leggur Íslandsbanki 125 krónur á hvetja úttekt, Arionbanki 155 og Landsbankinn að minnsta kosti 150 krónur. Fyrir að nota hraðbanka erlendis taka bankarnir 2 til 2,75 prósent af úttekt. Fyrir að nota kortin í verslunum erlendis greiða viðskiptavinir eitt prósent af hverri færslu. Þjónusta gjaldkera er heldur ekki ókeypis. Þannig kostar það 125 krónur í Íslandsbanka að millifæra hjá gjaldkera yfir á reikning í öðrum banka. Landsbankinn rukkar hundrað krónur fyrir þessa þjónustu og Arionbanki 120 krónur. Arionbanki hyggst hækka þessa upphæð upp í 225 krónur þann 1. mars næstkomandi. Neytendasamtökunum bárust hátt í þrjú hundruð kvartanir á síðasta ári útaf þjónustu fjármálafyrirtækja en í mörgum tilvikum var fólk að lýsa yfir óánægju sinni með þjónustugjöldin.Yfir hverju er fólk helst að kvarta? „Til dæmis upplestur í gegnum síma, þegar þú færð upplýsingar hjá þjónustufulltrúa í gegnum síma. Öll þessi atriði sem mörg okkar gera bara í gegnum heimabankann. Millifæra yfir á aðila í öðrum bönkum, borga reikninga annað slíkt. Þessi gjaldtaka bitnar kannski helst á aðilum sem hafa lélegt tölvulæsi, eldri borgurum og öðrum slíkum. Jafnframt er verið að fækka útibúum þannig að aðgengi þessara aðila hefur minnkað,“ segir Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögmaður Neytendasamtakanna. Hildigunnur telur að bankarnir séu að ofrukka neytendur. „Okkur finnst að þessi þjónusta eins og að borga reikninga, millifæra hvort sem maður gerir það í eigin banka eða öðrum og jafnvel að fá færslur lesnar upp í gegnum síma, að þetta eigi að vera ókeypis. Þetta sé bara þjónusta sem viðskiptavinir banka eru að greiða með vaxtamun, með þjónustugjöldum sem leggjast á reikninga, á greiðslukort og annað sem bankinn er að taka til sín. Við teljum að afkoma bankanna gefi ekki til kynna að það þurfi að leggja á svona aukagjöld,“ segir Hildigunnur.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira