Irving setti flautuþrist og skoraði 57 stig í sigri á Spurs | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. mars 2015 07:00 Kyrie Irving og LeBron James fagna í nótt. vísir/epa Kyrie Irving, leikstjórnandi Cleveland Cavaliers fór hamförum í nótt þegar hans menn lögðu NBA-meistara San Antonio Spurs á útivelli, 128-125, eftir framlengingu. Irving skoraði 57 stig í leiknum sem er persónulegt met hjá honum. Hann hitti úr 20 af 32 skotum sínum fyrir utan og öllum sjö þriggja stiga skotunum sínum. Hreint ótrúleg frammistaða. Fyrir utan að skora eins og brjálæðingur tryggði hann sínum mönnum framlenginguna með ótrúlegu þriggja stiga skoti um leið og leiktíminn rann út. Staðan eftir 48 mínútna leik, 110-110. Flautukarfa Irvings tryggir framlengingu: Cleveland hafði sigurinn með naumindum á endanum og heldur áfram að vinna körfuboltaleiki, en liðið hefur verið á miklum skriði að undanförnu. Það hefur unnið 23 af síðustu 28 leikjum sínum. LeBron James skoraði 31 stig fyrir Cleveland og tók 7 fráköst en aðrir skoruðu mun minna. Kevin Love skoraði ekki nema 8 stig og tók 5 fráköst. Hjá San Antonio var Tony Parker í stuði með 31 stig og þeir Danny Green og Kawhi Leonard skoruðu 24 stig hvor. Höfðinginn Tim Duncan átti flottan leik og bauð upp á myndarlega tvennu með 18 stigum og 11 fráköstum auk þess sem hann gaf 8 stoðsendingar. Cleveland er áfram í öðru sæti austursins með með 42 sigra og 25 töp. Það er enn níu og hálfum leik á eftir toppliði Atlanta sem verður ekki snert úr þessu. Spurs er í sjötta sæti vesturdeildarinnar. Irving fer á kostum og skorar 57 stig: Nóttin var ekkert sérstaklega góð fyrir bestu liðin í vestrinu því liðin í öðru og fjórða sæti, Memphis og Houston, töpuðu bæði. Memphis hafði reyndar ekki mikinn áhuga á að vinna Washington Wizards og hvíldi Marc Gasol, Zach Randolph, Mike Conley og Tony Allen. Washington vann auðveldan 20 stiga heimasigur, 107-87, þar sem Marcin Gortat skoraði 21 stig og John Wall 21 stig. Wall tók að auki 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Houston tapaði óvænt fyrir Utah Jazz á útivelli, 109-91, þar sem Gordon Hayward fór mikinn fyrir heimamenn og skoraði 29 stig. Miðherjinn Rudy Gobert var í ham undir körfunni og skoraði 19 stig og tók 22 fráköst.Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Milwaukee Bucks 109-103 Washington Wizards - Memphis Grizzlies 107-87 Utah Jazz - Houston Rockets 109-91 San Antonio Spurs - Cleveland Cavaliers 125-128 Los Angeles Lakers - New York Knicks 94-101Staðan í deildinni.Tim Duncan hreinsar til með iðnaðartroðslu: NBA Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira
Kyrie Irving, leikstjórnandi Cleveland Cavaliers fór hamförum í nótt þegar hans menn lögðu NBA-meistara San Antonio Spurs á útivelli, 128-125, eftir framlengingu. Irving skoraði 57 stig í leiknum sem er persónulegt met hjá honum. Hann hitti úr 20 af 32 skotum sínum fyrir utan og öllum sjö þriggja stiga skotunum sínum. Hreint ótrúleg frammistaða. Fyrir utan að skora eins og brjálæðingur tryggði hann sínum mönnum framlenginguna með ótrúlegu þriggja stiga skoti um leið og leiktíminn rann út. Staðan eftir 48 mínútna leik, 110-110. Flautukarfa Irvings tryggir framlengingu: Cleveland hafði sigurinn með naumindum á endanum og heldur áfram að vinna körfuboltaleiki, en liðið hefur verið á miklum skriði að undanförnu. Það hefur unnið 23 af síðustu 28 leikjum sínum. LeBron James skoraði 31 stig fyrir Cleveland og tók 7 fráköst en aðrir skoruðu mun minna. Kevin Love skoraði ekki nema 8 stig og tók 5 fráköst. Hjá San Antonio var Tony Parker í stuði með 31 stig og þeir Danny Green og Kawhi Leonard skoruðu 24 stig hvor. Höfðinginn Tim Duncan átti flottan leik og bauð upp á myndarlega tvennu með 18 stigum og 11 fráköstum auk þess sem hann gaf 8 stoðsendingar. Cleveland er áfram í öðru sæti austursins með með 42 sigra og 25 töp. Það er enn níu og hálfum leik á eftir toppliði Atlanta sem verður ekki snert úr þessu. Spurs er í sjötta sæti vesturdeildarinnar. Irving fer á kostum og skorar 57 stig: Nóttin var ekkert sérstaklega góð fyrir bestu liðin í vestrinu því liðin í öðru og fjórða sæti, Memphis og Houston, töpuðu bæði. Memphis hafði reyndar ekki mikinn áhuga á að vinna Washington Wizards og hvíldi Marc Gasol, Zach Randolph, Mike Conley og Tony Allen. Washington vann auðveldan 20 stiga heimasigur, 107-87, þar sem Marcin Gortat skoraði 21 stig og John Wall 21 stig. Wall tók að auki 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Houston tapaði óvænt fyrir Utah Jazz á útivelli, 109-91, þar sem Gordon Hayward fór mikinn fyrir heimamenn og skoraði 29 stig. Miðherjinn Rudy Gobert var í ham undir körfunni og skoraði 19 stig og tók 22 fráköst.Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Milwaukee Bucks 109-103 Washington Wizards - Memphis Grizzlies 107-87 Utah Jazz - Houston Rockets 109-91 San Antonio Spurs - Cleveland Cavaliers 125-128 Los Angeles Lakers - New York Knicks 94-101Staðan í deildinni.Tim Duncan hreinsar til með iðnaðartroðslu:
NBA Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira