Irving setti flautuþrist og skoraði 57 stig í sigri á Spurs | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. mars 2015 07:00 Kyrie Irving og LeBron James fagna í nótt. vísir/epa Kyrie Irving, leikstjórnandi Cleveland Cavaliers fór hamförum í nótt þegar hans menn lögðu NBA-meistara San Antonio Spurs á útivelli, 128-125, eftir framlengingu. Irving skoraði 57 stig í leiknum sem er persónulegt met hjá honum. Hann hitti úr 20 af 32 skotum sínum fyrir utan og öllum sjö þriggja stiga skotunum sínum. Hreint ótrúleg frammistaða. Fyrir utan að skora eins og brjálæðingur tryggði hann sínum mönnum framlenginguna með ótrúlegu þriggja stiga skoti um leið og leiktíminn rann út. Staðan eftir 48 mínútna leik, 110-110. Flautukarfa Irvings tryggir framlengingu: Cleveland hafði sigurinn með naumindum á endanum og heldur áfram að vinna körfuboltaleiki, en liðið hefur verið á miklum skriði að undanförnu. Það hefur unnið 23 af síðustu 28 leikjum sínum. LeBron James skoraði 31 stig fyrir Cleveland og tók 7 fráköst en aðrir skoruðu mun minna. Kevin Love skoraði ekki nema 8 stig og tók 5 fráköst. Hjá San Antonio var Tony Parker í stuði með 31 stig og þeir Danny Green og Kawhi Leonard skoruðu 24 stig hvor. Höfðinginn Tim Duncan átti flottan leik og bauð upp á myndarlega tvennu með 18 stigum og 11 fráköstum auk þess sem hann gaf 8 stoðsendingar. Cleveland er áfram í öðru sæti austursins með með 42 sigra og 25 töp. Það er enn níu og hálfum leik á eftir toppliði Atlanta sem verður ekki snert úr þessu. Spurs er í sjötta sæti vesturdeildarinnar. Irving fer á kostum og skorar 57 stig: Nóttin var ekkert sérstaklega góð fyrir bestu liðin í vestrinu því liðin í öðru og fjórða sæti, Memphis og Houston, töpuðu bæði. Memphis hafði reyndar ekki mikinn áhuga á að vinna Washington Wizards og hvíldi Marc Gasol, Zach Randolph, Mike Conley og Tony Allen. Washington vann auðveldan 20 stiga heimasigur, 107-87, þar sem Marcin Gortat skoraði 21 stig og John Wall 21 stig. Wall tók að auki 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Houston tapaði óvænt fyrir Utah Jazz á útivelli, 109-91, þar sem Gordon Hayward fór mikinn fyrir heimamenn og skoraði 29 stig. Miðherjinn Rudy Gobert var í ham undir körfunni og skoraði 19 stig og tók 22 fráköst.Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Milwaukee Bucks 109-103 Washington Wizards - Memphis Grizzlies 107-87 Utah Jazz - Houston Rockets 109-91 San Antonio Spurs - Cleveland Cavaliers 125-128 Los Angeles Lakers - New York Knicks 94-101Staðan í deildinni.Tim Duncan hreinsar til með iðnaðartroðslu: NBA Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira
Kyrie Irving, leikstjórnandi Cleveland Cavaliers fór hamförum í nótt þegar hans menn lögðu NBA-meistara San Antonio Spurs á útivelli, 128-125, eftir framlengingu. Irving skoraði 57 stig í leiknum sem er persónulegt met hjá honum. Hann hitti úr 20 af 32 skotum sínum fyrir utan og öllum sjö þriggja stiga skotunum sínum. Hreint ótrúleg frammistaða. Fyrir utan að skora eins og brjálæðingur tryggði hann sínum mönnum framlenginguna með ótrúlegu þriggja stiga skoti um leið og leiktíminn rann út. Staðan eftir 48 mínútna leik, 110-110. Flautukarfa Irvings tryggir framlengingu: Cleveland hafði sigurinn með naumindum á endanum og heldur áfram að vinna körfuboltaleiki, en liðið hefur verið á miklum skriði að undanförnu. Það hefur unnið 23 af síðustu 28 leikjum sínum. LeBron James skoraði 31 stig fyrir Cleveland og tók 7 fráköst en aðrir skoruðu mun minna. Kevin Love skoraði ekki nema 8 stig og tók 5 fráköst. Hjá San Antonio var Tony Parker í stuði með 31 stig og þeir Danny Green og Kawhi Leonard skoruðu 24 stig hvor. Höfðinginn Tim Duncan átti flottan leik og bauð upp á myndarlega tvennu með 18 stigum og 11 fráköstum auk þess sem hann gaf 8 stoðsendingar. Cleveland er áfram í öðru sæti austursins með með 42 sigra og 25 töp. Það er enn níu og hálfum leik á eftir toppliði Atlanta sem verður ekki snert úr þessu. Spurs er í sjötta sæti vesturdeildarinnar. Irving fer á kostum og skorar 57 stig: Nóttin var ekkert sérstaklega góð fyrir bestu liðin í vestrinu því liðin í öðru og fjórða sæti, Memphis og Houston, töpuðu bæði. Memphis hafði reyndar ekki mikinn áhuga á að vinna Washington Wizards og hvíldi Marc Gasol, Zach Randolph, Mike Conley og Tony Allen. Washington vann auðveldan 20 stiga heimasigur, 107-87, þar sem Marcin Gortat skoraði 21 stig og John Wall 21 stig. Wall tók að auki 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Houston tapaði óvænt fyrir Utah Jazz á útivelli, 109-91, þar sem Gordon Hayward fór mikinn fyrir heimamenn og skoraði 29 stig. Miðherjinn Rudy Gobert var í ham undir körfunni og skoraði 19 stig og tók 22 fráköst.Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Milwaukee Bucks 109-103 Washington Wizards - Memphis Grizzlies 107-87 Utah Jazz - Houston Rockets 109-91 San Antonio Spurs - Cleveland Cavaliers 125-128 Los Angeles Lakers - New York Knicks 94-101Staðan í deildinni.Tim Duncan hreinsar til með iðnaðartroðslu:
NBA Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira