Shaquille O'Neal verður tekinn inn í frægðarhöll Orlando Magic. Félagið tilkynnti þetta í gær en Shaq verður heiðraður 27. þessa mánaðar þegar Orlando tekur á móti Detroit Pistons í NBA-deildinni.
Orlando valdi Shaq með fyrsta valrétti í nýliðavalinu árið 1992. Miðherjinn lék með liðinu til ársins 1996 þegar hann gekk til liðs við Los Angeles Lakers þar sem hann vann þrjá meistaratitla.
Shaq var valinn nýliði ársins á sínu fyrsta tímabili hjá Orlando og leiddi liðið í úrslit NBA vorið 1995. Þar mátti Orlando sín lítils gegn Houston Rockets og tapaði 4-0.
Shaq skoraði 27,2 stig að meðaltali í leik á tíma sínum hjá Orlando, tók 12,5 fráköst, gaf 2,4 stoðsendingar og varði 2,8 skot.
Hann er sá þriðji sem er tekinn inn í frægðarhöll Orlando, á eftir Pat Williams, öðrum af tveimur stofnendum félagsins, og Nick Anderson, sem var sá fyrsti sem Orlando valdi í nýliðavalinu.
Shaq tekinn inn í frægðarhöll Orlando Magic
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“
Íslenski boltinn



Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits
Enski boltinn


ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík
Íslenski boltinn