JetBlue og Icelandair deila með sér flugnúmerum Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. febrúar 2015 13:38 Birkir Hólm Guðnason framkvæmdastjóri Icelandair Group og Tracy Lynn Bink, framkvæmdastjóri samstarfs- og samvinnu við flugfélög hjá JetBlue, handsala samkomulag félaganna. Með þeim eru Robert C. Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og Ragneiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála. Fréttablaðið/GVA Icelandair og bandaríska flugfélagið JetBlue hafa gert með sér samkomulag um sameiginleg flugnúmer og sótt um heimild til slíks „codeshare“ samstars til yfirvalda samgöngumála í Bandaríkjunum, bæði samgönguráðuneytis (DOT) og flugmálastofnunar (FAA). Með samstarfinu er viðskiptavinum flugfélaganna sagt gert auðveldara að ferðast á flugleiðum félaganna með áherslu á tengipunkta í Boston og New York í Bandaríkjunum og Keflavíkurflugvöll hér. Skrifað var undir samkomulagið á Icelandair Mid-Atlantic kaupstefnunni í Laugardalshöll laust eftir klukkan tvö í dag og tilkynning um samstarfið send út í kjölfarið. Félögin eru bæði skráð i kauphallir Nasdaq Icelandair Group á Íslandi og JetBlue í New York í Bandaríkjunum. Sala á ferðum undir nýju fyrirkomulagi getur svo hafist að fengnu leyfi stjórnvalda vestra. Samkvæmt upplýsingum frá JetBlue, er ekki óvanalegt að það ferli taki um einn og hálfan mánuð. Í tilkynningu félaganna kemur fram að samningurinn sé framhald af farsælu samstarfi sem staðið hafi frá árinu 2011 og að þau hlakki til frekara samstarfs sem samningurinn um sameiginleg flugnúmer hafi í för með sér. „Við erum stöðugt að leita leiða til þess að vaxa og þróa samstarf við bestu flugfélög heims. Icelandair er frábær samstarfsaðili með spennandi og vaxandi leiðakerfi milli Norður-Ameríku, Íslands og Evrópu og gefur viðskiptavinum okkar ný tækifæri,“ er í tilkynningu félaganna haft eftir Robin Hayes, forstjóra JetBlue. Þá er haft eftir Birki Hólm Guðnasyni, framkvæmdastjóra Icelandair, að félagið haldi á árinu áfram að styrkja net flugleiða hjá sér, með fleiri tengimögleikum, aukinni tíðni flugferða og fleiri áfangastöðum. Aukin samvinna við JetBlue sé áfangi á þeirri vegferð. „Við höfum átt mjög farsælt samstarf við JetBlue í nokkur ár og höfum nú ákveðið að styrkja það enn frekar með hagsmuni beggja í huga,“ segir hann í tilkynningu félaganna. Gangi fyrirætlanir félaganna eftir verður „B6“ flugkóða JetBlue bætt við níu leiðir Icelandair milli Bandaríkjanna og Keflavíkur og átta flugleiðir til Norðurlanda og fleiri Evrópulanda. Áfangastaðirnir sem um ræðir eru: [AMS] Amsterdam í Hollandi [ANC] Anchorage í Alaska [BHX] Birmingham í Bretlandi [BOS] Boston í Massachusetts í Bandaríkjunum [DEN] Denver í Colorado í Bandaríkjunum [GLA] Glasgow í Skotlandi [HEL] Helsinki í Finnlandi [CPH] Kaupmannahöfn í Danmörku[MAN] Manchester í Bretlandi[MSP] Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum[EWR] Newark í New Jersey í Bandaríkjunum[JFK] New York-borg í Bandaríkjunum[MCO] Orlando í Flórída í Bandaríkjunum (síðar á þessu ári)[OSL] Ósló í Noregi[SEA] Seattle í Washingtonríki í Bandaríkjunum[ARN] Stokkhólmur í Svíþjóð[IAD] Washingtonborg í BandaríkjunumAirbus A320 farþegaþota frá JetBlue. Icelandair og JetBlue bjóða svipaða þjónustu um borð í vélum sínum, þar á meðal skjái í sætisbökum fyrir farþega. JetBlue notast hins vegar við Airbus þotur í flugflota sínum á meðan Icelandair er með samning við Boeing.Mynd/AirbusÞá verður „FI“ kóða Icelandair bætt við flug JetBlue til að heimila tengiflug út fyrir grunnáfangastaðina í Boston og New York (JFK-flugvelli). Þar er um að ræða áfangastaðina:[AUS] Austin, Texas[BWI] Baltimore, Maryland (BWI)[ORD] Chicago, Illinois (ORD)[DTW] Detroit, Michigan (DTW)[FLL] Fort Lauderdale-Hollywood, Flórída (FLL)[LAX] Los Angeles (LAX)[MCO] Orlando, Flórída (MCO)[EWR] Newark, New Jersey (EWR)[PHL] Philadelphia, Pennsylvanía (PHL) [PIT] Pittsburgh, Pennsylvanía (PIT)[RDU] Raleigh-Durham, Norður-Karólína (RDU)[SFO] San Francisco, Kalifornía (SFO)[TPA] Tampa, Flórída (TPA)[DCA & IAD] Washington D.C. Tengdar fréttir Sjá tækifæri í ferðum til Íslands Codeshare-samningur Icelandair Group og JetBlue í Bandaríkjunum, sem kynntur var í gær, er sá fjórði sinnar tegundar hjá JetBlue. Icelandair hefur gert viðlíka samninga við SAS og Finnair. JetBlue hefur lagt áherslu á orlofs- og skemmtiferðir 7. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Icelandair og bandaríska flugfélagið JetBlue hafa gert með sér samkomulag um sameiginleg flugnúmer og sótt um heimild til slíks „codeshare“ samstars til yfirvalda samgöngumála í Bandaríkjunum, bæði samgönguráðuneytis (DOT) og flugmálastofnunar (FAA). Með samstarfinu er viðskiptavinum flugfélaganna sagt gert auðveldara að ferðast á flugleiðum félaganna með áherslu á tengipunkta í Boston og New York í Bandaríkjunum og Keflavíkurflugvöll hér. Skrifað var undir samkomulagið á Icelandair Mid-Atlantic kaupstefnunni í Laugardalshöll laust eftir klukkan tvö í dag og tilkynning um samstarfið send út í kjölfarið. Félögin eru bæði skráð i kauphallir Nasdaq Icelandair Group á Íslandi og JetBlue í New York í Bandaríkjunum. Sala á ferðum undir nýju fyrirkomulagi getur svo hafist að fengnu leyfi stjórnvalda vestra. Samkvæmt upplýsingum frá JetBlue, er ekki óvanalegt að það ferli taki um einn og hálfan mánuð. Í tilkynningu félaganna kemur fram að samningurinn sé framhald af farsælu samstarfi sem staðið hafi frá árinu 2011 og að þau hlakki til frekara samstarfs sem samningurinn um sameiginleg flugnúmer hafi í för með sér. „Við erum stöðugt að leita leiða til þess að vaxa og þróa samstarf við bestu flugfélög heims. Icelandair er frábær samstarfsaðili með spennandi og vaxandi leiðakerfi milli Norður-Ameríku, Íslands og Evrópu og gefur viðskiptavinum okkar ný tækifæri,“ er í tilkynningu félaganna haft eftir Robin Hayes, forstjóra JetBlue. Þá er haft eftir Birki Hólm Guðnasyni, framkvæmdastjóra Icelandair, að félagið haldi á árinu áfram að styrkja net flugleiða hjá sér, með fleiri tengimögleikum, aukinni tíðni flugferða og fleiri áfangastöðum. Aukin samvinna við JetBlue sé áfangi á þeirri vegferð. „Við höfum átt mjög farsælt samstarf við JetBlue í nokkur ár og höfum nú ákveðið að styrkja það enn frekar með hagsmuni beggja í huga,“ segir hann í tilkynningu félaganna. Gangi fyrirætlanir félaganna eftir verður „B6“ flugkóða JetBlue bætt við níu leiðir Icelandair milli Bandaríkjanna og Keflavíkur og átta flugleiðir til Norðurlanda og fleiri Evrópulanda. Áfangastaðirnir sem um ræðir eru: [AMS] Amsterdam í Hollandi [ANC] Anchorage í Alaska [BHX] Birmingham í Bretlandi [BOS] Boston í Massachusetts í Bandaríkjunum [DEN] Denver í Colorado í Bandaríkjunum [GLA] Glasgow í Skotlandi [HEL] Helsinki í Finnlandi [CPH] Kaupmannahöfn í Danmörku[MAN] Manchester í Bretlandi[MSP] Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum[EWR] Newark í New Jersey í Bandaríkjunum[JFK] New York-borg í Bandaríkjunum[MCO] Orlando í Flórída í Bandaríkjunum (síðar á þessu ári)[OSL] Ósló í Noregi[SEA] Seattle í Washingtonríki í Bandaríkjunum[ARN] Stokkhólmur í Svíþjóð[IAD] Washingtonborg í BandaríkjunumAirbus A320 farþegaþota frá JetBlue. Icelandair og JetBlue bjóða svipaða þjónustu um borð í vélum sínum, þar á meðal skjái í sætisbökum fyrir farþega. JetBlue notast hins vegar við Airbus þotur í flugflota sínum á meðan Icelandair er með samning við Boeing.Mynd/AirbusÞá verður „FI“ kóða Icelandair bætt við flug JetBlue til að heimila tengiflug út fyrir grunnáfangastaðina í Boston og New York (JFK-flugvelli). Þar er um að ræða áfangastaðina:[AUS] Austin, Texas[BWI] Baltimore, Maryland (BWI)[ORD] Chicago, Illinois (ORD)[DTW] Detroit, Michigan (DTW)[FLL] Fort Lauderdale-Hollywood, Flórída (FLL)[LAX] Los Angeles (LAX)[MCO] Orlando, Flórída (MCO)[EWR] Newark, New Jersey (EWR)[PHL] Philadelphia, Pennsylvanía (PHL) [PIT] Pittsburgh, Pennsylvanía (PIT)[RDU] Raleigh-Durham, Norður-Karólína (RDU)[SFO] San Francisco, Kalifornía (SFO)[TPA] Tampa, Flórída (TPA)[DCA & IAD] Washington D.C.
Tengdar fréttir Sjá tækifæri í ferðum til Íslands Codeshare-samningur Icelandair Group og JetBlue í Bandaríkjunum, sem kynntur var í gær, er sá fjórði sinnar tegundar hjá JetBlue. Icelandair hefur gert viðlíka samninga við SAS og Finnair. JetBlue hefur lagt áherslu á orlofs- og skemmtiferðir 7. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Sjá tækifæri í ferðum til Íslands Codeshare-samningur Icelandair Group og JetBlue í Bandaríkjunum, sem kynntur var í gær, er sá fjórði sinnar tegundar hjá JetBlue. Icelandair hefur gert viðlíka samninga við SAS og Finnair. JetBlue hefur lagt áherslu á orlofs- og skemmtiferðir 7. febrúar 2015 07:00
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent