JetBlue og Icelandair deila með sér flugnúmerum Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. febrúar 2015 13:38 Birkir Hólm Guðnason framkvæmdastjóri Icelandair Group og Tracy Lynn Bink, framkvæmdastjóri samstarfs- og samvinnu við flugfélög hjá JetBlue, handsala samkomulag félaganna. Með þeim eru Robert C. Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og Ragneiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála. Fréttablaðið/GVA Icelandair og bandaríska flugfélagið JetBlue hafa gert með sér samkomulag um sameiginleg flugnúmer og sótt um heimild til slíks „codeshare“ samstars til yfirvalda samgöngumála í Bandaríkjunum, bæði samgönguráðuneytis (DOT) og flugmálastofnunar (FAA). Með samstarfinu er viðskiptavinum flugfélaganna sagt gert auðveldara að ferðast á flugleiðum félaganna með áherslu á tengipunkta í Boston og New York í Bandaríkjunum og Keflavíkurflugvöll hér. Skrifað var undir samkomulagið á Icelandair Mid-Atlantic kaupstefnunni í Laugardalshöll laust eftir klukkan tvö í dag og tilkynning um samstarfið send út í kjölfarið. Félögin eru bæði skráð i kauphallir Nasdaq Icelandair Group á Íslandi og JetBlue í New York í Bandaríkjunum. Sala á ferðum undir nýju fyrirkomulagi getur svo hafist að fengnu leyfi stjórnvalda vestra. Samkvæmt upplýsingum frá JetBlue, er ekki óvanalegt að það ferli taki um einn og hálfan mánuð. Í tilkynningu félaganna kemur fram að samningurinn sé framhald af farsælu samstarfi sem staðið hafi frá árinu 2011 og að þau hlakki til frekara samstarfs sem samningurinn um sameiginleg flugnúmer hafi í för með sér. „Við erum stöðugt að leita leiða til þess að vaxa og þróa samstarf við bestu flugfélög heims. Icelandair er frábær samstarfsaðili með spennandi og vaxandi leiðakerfi milli Norður-Ameríku, Íslands og Evrópu og gefur viðskiptavinum okkar ný tækifæri,“ er í tilkynningu félaganna haft eftir Robin Hayes, forstjóra JetBlue. Þá er haft eftir Birki Hólm Guðnasyni, framkvæmdastjóra Icelandair, að félagið haldi á árinu áfram að styrkja net flugleiða hjá sér, með fleiri tengimögleikum, aukinni tíðni flugferða og fleiri áfangastöðum. Aukin samvinna við JetBlue sé áfangi á þeirri vegferð. „Við höfum átt mjög farsælt samstarf við JetBlue í nokkur ár og höfum nú ákveðið að styrkja það enn frekar með hagsmuni beggja í huga,“ segir hann í tilkynningu félaganna. Gangi fyrirætlanir félaganna eftir verður „B6“ flugkóða JetBlue bætt við níu leiðir Icelandair milli Bandaríkjanna og Keflavíkur og átta flugleiðir til Norðurlanda og fleiri Evrópulanda. Áfangastaðirnir sem um ræðir eru: [AMS] Amsterdam í Hollandi [ANC] Anchorage í Alaska [BHX] Birmingham í Bretlandi [BOS] Boston í Massachusetts í Bandaríkjunum [DEN] Denver í Colorado í Bandaríkjunum [GLA] Glasgow í Skotlandi [HEL] Helsinki í Finnlandi [CPH] Kaupmannahöfn í Danmörku[MAN] Manchester í Bretlandi[MSP] Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum[EWR] Newark í New Jersey í Bandaríkjunum[JFK] New York-borg í Bandaríkjunum[MCO] Orlando í Flórída í Bandaríkjunum (síðar á þessu ári)[OSL] Ósló í Noregi[SEA] Seattle í Washingtonríki í Bandaríkjunum[ARN] Stokkhólmur í Svíþjóð[IAD] Washingtonborg í BandaríkjunumAirbus A320 farþegaþota frá JetBlue. Icelandair og JetBlue bjóða svipaða þjónustu um borð í vélum sínum, þar á meðal skjái í sætisbökum fyrir farþega. JetBlue notast hins vegar við Airbus þotur í flugflota sínum á meðan Icelandair er með samning við Boeing.Mynd/AirbusÞá verður „FI“ kóða Icelandair bætt við flug JetBlue til að heimila tengiflug út fyrir grunnáfangastaðina í Boston og New York (JFK-flugvelli). Þar er um að ræða áfangastaðina:[AUS] Austin, Texas[BWI] Baltimore, Maryland (BWI)[ORD] Chicago, Illinois (ORD)[DTW] Detroit, Michigan (DTW)[FLL] Fort Lauderdale-Hollywood, Flórída (FLL)[LAX] Los Angeles (LAX)[MCO] Orlando, Flórída (MCO)[EWR] Newark, New Jersey (EWR)[PHL] Philadelphia, Pennsylvanía (PHL) [PIT] Pittsburgh, Pennsylvanía (PIT)[RDU] Raleigh-Durham, Norður-Karólína (RDU)[SFO] San Francisco, Kalifornía (SFO)[TPA] Tampa, Flórída (TPA)[DCA & IAD] Washington D.C. Tengdar fréttir Sjá tækifæri í ferðum til Íslands Codeshare-samningur Icelandair Group og JetBlue í Bandaríkjunum, sem kynntur var í gær, er sá fjórði sinnar tegundar hjá JetBlue. Icelandair hefur gert viðlíka samninga við SAS og Finnair. JetBlue hefur lagt áherslu á orlofs- og skemmtiferðir 7. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Icelandair og bandaríska flugfélagið JetBlue hafa gert með sér samkomulag um sameiginleg flugnúmer og sótt um heimild til slíks „codeshare“ samstars til yfirvalda samgöngumála í Bandaríkjunum, bæði samgönguráðuneytis (DOT) og flugmálastofnunar (FAA). Með samstarfinu er viðskiptavinum flugfélaganna sagt gert auðveldara að ferðast á flugleiðum félaganna með áherslu á tengipunkta í Boston og New York í Bandaríkjunum og Keflavíkurflugvöll hér. Skrifað var undir samkomulagið á Icelandair Mid-Atlantic kaupstefnunni í Laugardalshöll laust eftir klukkan tvö í dag og tilkynning um samstarfið send út í kjölfarið. Félögin eru bæði skráð i kauphallir Nasdaq Icelandair Group á Íslandi og JetBlue í New York í Bandaríkjunum. Sala á ferðum undir nýju fyrirkomulagi getur svo hafist að fengnu leyfi stjórnvalda vestra. Samkvæmt upplýsingum frá JetBlue, er ekki óvanalegt að það ferli taki um einn og hálfan mánuð. Í tilkynningu félaganna kemur fram að samningurinn sé framhald af farsælu samstarfi sem staðið hafi frá árinu 2011 og að þau hlakki til frekara samstarfs sem samningurinn um sameiginleg flugnúmer hafi í för með sér. „Við erum stöðugt að leita leiða til þess að vaxa og þróa samstarf við bestu flugfélög heims. Icelandair er frábær samstarfsaðili með spennandi og vaxandi leiðakerfi milli Norður-Ameríku, Íslands og Evrópu og gefur viðskiptavinum okkar ný tækifæri,“ er í tilkynningu félaganna haft eftir Robin Hayes, forstjóra JetBlue. Þá er haft eftir Birki Hólm Guðnasyni, framkvæmdastjóra Icelandair, að félagið haldi á árinu áfram að styrkja net flugleiða hjá sér, með fleiri tengimögleikum, aukinni tíðni flugferða og fleiri áfangastöðum. Aukin samvinna við JetBlue sé áfangi á þeirri vegferð. „Við höfum átt mjög farsælt samstarf við JetBlue í nokkur ár og höfum nú ákveðið að styrkja það enn frekar með hagsmuni beggja í huga,“ segir hann í tilkynningu félaganna. Gangi fyrirætlanir félaganna eftir verður „B6“ flugkóða JetBlue bætt við níu leiðir Icelandair milli Bandaríkjanna og Keflavíkur og átta flugleiðir til Norðurlanda og fleiri Evrópulanda. Áfangastaðirnir sem um ræðir eru: [AMS] Amsterdam í Hollandi [ANC] Anchorage í Alaska [BHX] Birmingham í Bretlandi [BOS] Boston í Massachusetts í Bandaríkjunum [DEN] Denver í Colorado í Bandaríkjunum [GLA] Glasgow í Skotlandi [HEL] Helsinki í Finnlandi [CPH] Kaupmannahöfn í Danmörku[MAN] Manchester í Bretlandi[MSP] Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum[EWR] Newark í New Jersey í Bandaríkjunum[JFK] New York-borg í Bandaríkjunum[MCO] Orlando í Flórída í Bandaríkjunum (síðar á þessu ári)[OSL] Ósló í Noregi[SEA] Seattle í Washingtonríki í Bandaríkjunum[ARN] Stokkhólmur í Svíþjóð[IAD] Washingtonborg í BandaríkjunumAirbus A320 farþegaþota frá JetBlue. Icelandair og JetBlue bjóða svipaða þjónustu um borð í vélum sínum, þar á meðal skjái í sætisbökum fyrir farþega. JetBlue notast hins vegar við Airbus þotur í flugflota sínum á meðan Icelandair er með samning við Boeing.Mynd/AirbusÞá verður „FI“ kóða Icelandair bætt við flug JetBlue til að heimila tengiflug út fyrir grunnáfangastaðina í Boston og New York (JFK-flugvelli). Þar er um að ræða áfangastaðina:[AUS] Austin, Texas[BWI] Baltimore, Maryland (BWI)[ORD] Chicago, Illinois (ORD)[DTW] Detroit, Michigan (DTW)[FLL] Fort Lauderdale-Hollywood, Flórída (FLL)[LAX] Los Angeles (LAX)[MCO] Orlando, Flórída (MCO)[EWR] Newark, New Jersey (EWR)[PHL] Philadelphia, Pennsylvanía (PHL) [PIT] Pittsburgh, Pennsylvanía (PIT)[RDU] Raleigh-Durham, Norður-Karólína (RDU)[SFO] San Francisco, Kalifornía (SFO)[TPA] Tampa, Flórída (TPA)[DCA & IAD] Washington D.C.
Tengdar fréttir Sjá tækifæri í ferðum til Íslands Codeshare-samningur Icelandair Group og JetBlue í Bandaríkjunum, sem kynntur var í gær, er sá fjórði sinnar tegundar hjá JetBlue. Icelandair hefur gert viðlíka samninga við SAS og Finnair. JetBlue hefur lagt áherslu á orlofs- og skemmtiferðir 7. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Sjá tækifæri í ferðum til Íslands Codeshare-samningur Icelandair Group og JetBlue í Bandaríkjunum, sem kynntur var í gær, er sá fjórði sinnar tegundar hjá JetBlue. Icelandair hefur gert viðlíka samninga við SAS og Finnair. JetBlue hefur lagt áherslu á orlofs- og skemmtiferðir 7. febrúar 2015 07:00