Viðskipti innlent

Seðlabankinn kynnir skilmála

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Seðlabanki Íslands. Næsta útboð vegna kaupa Seðlabankans á krónum fer fram 10. febrúar.
Seðlabanki Íslands. Næsta útboð vegna kaupa Seðlabankans á krónum fer fram 10. febrúar. Fréttablaðið/Stefán
Seðlabanki Íslands birti í gær auglýsingar á ensku um breytingar á útboðsskilmálum vegna kaupa bankans á krónum í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri.

Greint var frá breytingunum á vef bankans í desember, en breytingin felst í því að viðskiptabönkum er heimilað að safna tilboðum sem byggjast á krónueign erlendra aðila sem komin er til vegna greiðslu innlends þrotabús á viðurkenndum kröfum. Með þessu á að gera erlendum kröfuhöfum kleift að taka þátt í útboðinu með fjármunum sem eru tilkomnir vegna greiðslu þrotabús á viðurkenndum forgangskröfum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×