Ingvi Hrafn Óskarsson hefur sagt af sér sem stjórnarformaður RÚV ohf.Vísir/GVA
Ingvi Hrafn Óskarsson hefur sagt af sér sem stjórnarformaður RÚV ohf. Hann hefur setið í stjórn frá því í ágúst 2013. Í tilkynningu segist Ingvi ekki sjá fram á að geta áfram varið nægilegum tíma og orku í starfið samhliða störfum sínum sem héraðslögmaður.
Ingvi Hrafn Óskarsson.„Á þessum tímamótum tel ég því skynsamlegt að annar taki við verkefninu og fylgi því úr hlaði,“ segir Ingvi í tilkynningunni. „Ég er þakklátur fyrir það góða samstarf sem ég hef átt við aðra stjórnarmenn í Ríkisútvarpinu og starfsfólk félagsins. Ég vil sérstaklega þakka Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra fyrir einkar gott samstarf, en hann er að mínu mati hæfileikaríkur stjórnandi og hefur staðið sig afar vel við erfiðar aðstæður.“
Ingvi segist einnig þakklátur fyrir eindreginn stuðning Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, sem stjórn og stjórnendur Ríkisútvarpsins hafi notið.