Vonbrigði að ekki standi til að afnema toll á matvæli Aðalsteinn Kjartansson skrifar 9. júlí 2015 12:20 Formaður Samtaka verslunar og þjónustu fagnar yfirlýsingu fjármálaráðherra um afnám tolla á vörur aðrar en matvæli. VÍSIR/VILHELM Stefnt er að því að afnema tolla á vörur aðrar en matvæli 1. janúar 2017. Formaður Samtaka verslunar og þjónustu fagnar þessum áformum en segist vonsvikin að tollur á matvæli sé ekki hluti af aðgerðunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, boðaði afnám tolla í viðtali í Morgunblaðinu í morgun. Þar sagði hann að stefnt væri að því að tollar, að undanskildum tollum á matvæli, yrðu aflagðir 1. janúar 2017. Það hefði í för með sér sex milljarða króna tekjutap fyrir ríkið en Bjarni sagði ekki von á mótvægisaðgerðum. Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, fagnar áformum fjármálaráðherra. „Þetta er bara algjörlega frábært og við fögnum þessum. Við erum algjörlega sammála fjármálaráðherra í því að þetta eykur gegnsæi, samkeppnishæfni og skilvirkni og allur pakkinn. Ég vil endilega gera mikið úr því að þetta er algjörlega frábært og þessir tollar eru úreltir,“ segir hún. Tollar á matvæli hafa lengi verið gagnrýndir en verndartollar eru til að mynda lagðir á innflutning landbúnaðarafurða. Margrét segir vonbrigði að tollar á mat séu ekki hluti af tillögunum. „Tollar á matvæli eru gríðarlega flóknir og það er það flókið að ef farið er á vefsíðu tollstjóra þá segja þeir það hreinlega,“ segir Margrét. „Við teljum að það sé miklu nær að fella bara niður tolla á matvæli og ef við ætlum að vernda innlenda framleiðslu þá gerum við það bara á annan hátt og einföldum kerfið.“ Samtök verslunar og þjónustu munu skila áliti til ráðherra og Alþingis þegar kemur að því að breytingarnar verða ræddar en Margrét segist þó eiga von á því að tollar á matvæli verði á endanum líka felldir niður. „Ég bara hreinlega von á því og gef mér það að menn ætli sér líka að fella niður tolla á matvæli en þurfa kannski lengri tíma vegna flækjustigsins. Eins þurfa menn að horfa til hvernig á að vernda innlenda framleiðslu. Þannig ég reikna með því,“ segir Margrét. Alþingi Mest lesið „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Stefnt er að því að afnema tolla á vörur aðrar en matvæli 1. janúar 2017. Formaður Samtaka verslunar og þjónustu fagnar þessum áformum en segist vonsvikin að tollur á matvæli sé ekki hluti af aðgerðunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, boðaði afnám tolla í viðtali í Morgunblaðinu í morgun. Þar sagði hann að stefnt væri að því að tollar, að undanskildum tollum á matvæli, yrðu aflagðir 1. janúar 2017. Það hefði í för með sér sex milljarða króna tekjutap fyrir ríkið en Bjarni sagði ekki von á mótvægisaðgerðum. Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, fagnar áformum fjármálaráðherra. „Þetta er bara algjörlega frábært og við fögnum þessum. Við erum algjörlega sammála fjármálaráðherra í því að þetta eykur gegnsæi, samkeppnishæfni og skilvirkni og allur pakkinn. Ég vil endilega gera mikið úr því að þetta er algjörlega frábært og þessir tollar eru úreltir,“ segir hún. Tollar á matvæli hafa lengi verið gagnrýndir en verndartollar eru til að mynda lagðir á innflutning landbúnaðarafurða. Margrét segir vonbrigði að tollar á mat séu ekki hluti af tillögunum. „Tollar á matvæli eru gríðarlega flóknir og það er það flókið að ef farið er á vefsíðu tollstjóra þá segja þeir það hreinlega,“ segir Margrét. „Við teljum að það sé miklu nær að fella bara niður tolla á matvæli og ef við ætlum að vernda innlenda framleiðslu þá gerum við það bara á annan hátt og einföldum kerfið.“ Samtök verslunar og þjónustu munu skila áliti til ráðherra og Alþingis þegar kemur að því að breytingarnar verða ræddar en Margrét segist þó eiga von á því að tollar á matvæli verði á endanum líka felldir niður. „Ég bara hreinlega von á því og gef mér það að menn ætli sér líka að fella niður tolla á matvæli en þurfa kannski lengri tíma vegna flækjustigsins. Eins þurfa menn að horfa til hvernig á að vernda innlenda framleiðslu. Þannig ég reikna með því,“ segir Margrét.
Alþingi Mest lesið „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira