Hver er þessi Kristaps Porzingis sem allir í NBA eru að tala um? | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júní 2015 23:15 Kristaps Porzingis gæti átt framtíðana fyrir sér í NBA. mynd/skjáskot Hver er Kristaps Porzingis? Þetta er spurning sem margir körfuboltaáhugamenn í Bandaríkjunum spyrja sig þessa dagana. Hvers vegna? Jú, þessi 19 ára gamli og 216cm hái framherji sem spilar með Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni skráði sig í nýliðaval NBA-deildarinnar fyrir þetta ár. Porzingis, sem er lettneskur landsliðsmaður og einn af efnilegustu körfuboltamönnum Evrópu, er virkilega hreyfanlegur þrátt fyrir stærð og getur einnig skotið fyrir utan teig. Helstu sérfræðingar um NBA-nýliðavalið vilja meina að hann verði einn af fimm fyrstu til að verða valdir. Liðin í deildinni geti einfaldlega ekki sleppt að næla sér í svona stóran og ungan strák sem er alltaf að bæta sig.If Jay Bilas & Chad Ford were GMs, here's how their top 10 would shake out... pic.twitter.com/TSfBEnt7GM — ESPN (@espn) June 23, 2015 Jay Bilas, fyrrverandi leikmaður Duke-háskólans og Chad Ford, sérfræðingur í nýliðavalinu, eru sammála um að New York Knicks velji Lettann með fjórða valrétti. Phil Jackson, forseti Knicks, og Derek Fisher, þjálfari liðsins, voru báðir mættir á svokallaðan „Pro day“ þar sem strákarnir sem til uppboðs eru í nýliðavalinu sýna hvað þeir geta. Daginn sem Porzingis var til sýnis mættu fulltrúar allra liðanna sem eiga fyrstu fimm valréttina. Íþrótta- og dægurmálasíðan Grantland er búin að sýna tvo af þremur stuttum þáttum sem það gerði um Porzingis þar sem hann er fyrst kynntur til leiks og svo sýnt frá æfingadeginum hans. Þessa skemmtilegu þætti má sjá hér að neðan, en einn þáttur er eftir áður en kemur að stóru stundinni á fimmtudagskvöldið þegar nýliðavalið fer fram.Þáttur 1: Hver er Kristaps Porzingis? Þáttur 2: 50 mínútur til að sýna sig NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt Sjá meira
Hver er Kristaps Porzingis? Þetta er spurning sem margir körfuboltaáhugamenn í Bandaríkjunum spyrja sig þessa dagana. Hvers vegna? Jú, þessi 19 ára gamli og 216cm hái framherji sem spilar með Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni skráði sig í nýliðaval NBA-deildarinnar fyrir þetta ár. Porzingis, sem er lettneskur landsliðsmaður og einn af efnilegustu körfuboltamönnum Evrópu, er virkilega hreyfanlegur þrátt fyrir stærð og getur einnig skotið fyrir utan teig. Helstu sérfræðingar um NBA-nýliðavalið vilja meina að hann verði einn af fimm fyrstu til að verða valdir. Liðin í deildinni geti einfaldlega ekki sleppt að næla sér í svona stóran og ungan strák sem er alltaf að bæta sig.If Jay Bilas & Chad Ford were GMs, here's how their top 10 would shake out... pic.twitter.com/TSfBEnt7GM — ESPN (@espn) June 23, 2015 Jay Bilas, fyrrverandi leikmaður Duke-háskólans og Chad Ford, sérfræðingur í nýliðavalinu, eru sammála um að New York Knicks velji Lettann með fjórða valrétti. Phil Jackson, forseti Knicks, og Derek Fisher, þjálfari liðsins, voru báðir mættir á svokallaðan „Pro day“ þar sem strákarnir sem til uppboðs eru í nýliðavalinu sýna hvað þeir geta. Daginn sem Porzingis var til sýnis mættu fulltrúar allra liðanna sem eiga fyrstu fimm valréttina. Íþrótta- og dægurmálasíðan Grantland er búin að sýna tvo af þremur stuttum þáttum sem það gerði um Porzingis þar sem hann er fyrst kynntur til leiks og svo sýnt frá æfingadeginum hans. Þessa skemmtilegu þætti má sjá hér að neðan, en einn þáttur er eftir áður en kemur að stóru stundinni á fimmtudagskvöldið þegar nýliðavalið fer fram.Þáttur 1: Hver er Kristaps Porzingis? Þáttur 2: 50 mínútur til að sýna sig
NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt Sjá meira