Biluðu kortaposarnir: „Hvar eru peningarnir mínir?“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. ágúst 2015 20:24 Kortaposar hegðuðu sér ekki eins og best verður á kosið í dag. „Þessi búðarferð kostaði mig tæpar sjötíuþúsund krónur,“ segir Oddný Magnadóttir. Hún var ein þeirra sem varð fyrir barðinu biluðum greiðsluposa í dag. Oddný gat ekki greitt fyrir vörur sínar en nú er útlit fyrir að peningarnir hafi engu að síður farið út af korti hennar. Langar raðir mynduðust í mörgum búðum eftir að bilun kom upp í posum Verifone. Ekki var hægt að greiða með greiðslukortum um stund en vandamálið leystist að lokum. En eitthvað meira virðist hafa verið að því ýmsir hafa lent í því að þrátt fyrir að þeir hafi ekki getað greitt hafi peningarnir farið út af reikningi þeirra.Updeit - Hagkaup scamaði mig um 24000. Dis means war. — Halldór Halldórsson (@DNADORI) August 21, 2015 „Fyrirtækið sem ég var að versla við er til að mynda ekki með peningana og þeir eru ekki á reikningnum mínum. Hvar eru þeir þá?“ spyr Oddný. Hún komst að þessu er hún stóð í matvörubúð og ætlaði að greiða fyrir vörur sínar en ekki getað það þarf sem ekkert var eftir inn á debetkorti hennar. Oddný skoðaði heimabanka sinn í símanum og sá að í búðinni þar sem hún hafði áður reynt að greiða var sama færslan endurtekin þar til kortið hennar var tómt. Hún hafði samband við verslunina og starfsfólkið þar vissi ekki hvað væri í gangi. Eftir að hafa haft samband við reiknistofu bankanna sáu þau að peningarnir voru ekki hjá þeim. „Sem betur fer gat ég reddað matarinnkaupunum með því að draga fram kreditkortið en það eru ekkert allir í þeirri stöðu,“ segir Oddný.Bilun í eldvegg orsakaði ástandið „Það verður keyrð leiðrétting á þessu í fyrramálið eða eftir helgi,“ segir Elvar Guðjónsson framkvæmdastjóri Verifone. „Sé einhver í þeirri aðstöðu að þurfa að fá þetta leiðrétt fyrr getur sá hinn sami hringt í neyðarvakt banka síns og þeir laga það. Hjá öðrum mun þetta lagast sjálfkrafa um leið og leiðréttingin verður keyrð í gang.“ Elvar segir að það hafi komið upp bilun í eldvegg hjá þeim sem kom af stað keðjuverkun með fyrrgreindum afleiðingum. Fyrirtækið hefur nú þegar hafið rannsókn á því hvað gerðist til að fyrirbyggja að það gerist á nýjan leik. Slík rannsókn getur að sögn Elvars tekið ansi langan tíma. „Við hjá Verifone viljum biðja alla þá sem urðu fyrir óþægindum sökum bilunarinnar innilegrar afsökunar á þessu. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að svona atburður endurtaki sig,“ segir framkvæmdastjórinn. Tengdar fréttir Víða langar raðir vegna bilunar í posum Fólk heldur í hraðbanka til að ná í reiðufé. 21. ágúst 2015 15:35 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
„Þessi búðarferð kostaði mig tæpar sjötíuþúsund krónur,“ segir Oddný Magnadóttir. Hún var ein þeirra sem varð fyrir barðinu biluðum greiðsluposa í dag. Oddný gat ekki greitt fyrir vörur sínar en nú er útlit fyrir að peningarnir hafi engu að síður farið út af korti hennar. Langar raðir mynduðust í mörgum búðum eftir að bilun kom upp í posum Verifone. Ekki var hægt að greiða með greiðslukortum um stund en vandamálið leystist að lokum. En eitthvað meira virðist hafa verið að því ýmsir hafa lent í því að þrátt fyrir að þeir hafi ekki getað greitt hafi peningarnir farið út af reikningi þeirra.Updeit - Hagkaup scamaði mig um 24000. Dis means war. — Halldór Halldórsson (@DNADORI) August 21, 2015 „Fyrirtækið sem ég var að versla við er til að mynda ekki með peningana og þeir eru ekki á reikningnum mínum. Hvar eru þeir þá?“ spyr Oddný. Hún komst að þessu er hún stóð í matvörubúð og ætlaði að greiða fyrir vörur sínar en ekki getað það þarf sem ekkert var eftir inn á debetkorti hennar. Oddný skoðaði heimabanka sinn í símanum og sá að í búðinni þar sem hún hafði áður reynt að greiða var sama færslan endurtekin þar til kortið hennar var tómt. Hún hafði samband við verslunina og starfsfólkið þar vissi ekki hvað væri í gangi. Eftir að hafa haft samband við reiknistofu bankanna sáu þau að peningarnir voru ekki hjá þeim. „Sem betur fer gat ég reddað matarinnkaupunum með því að draga fram kreditkortið en það eru ekkert allir í þeirri stöðu,“ segir Oddný.Bilun í eldvegg orsakaði ástandið „Það verður keyrð leiðrétting á þessu í fyrramálið eða eftir helgi,“ segir Elvar Guðjónsson framkvæmdastjóri Verifone. „Sé einhver í þeirri aðstöðu að þurfa að fá þetta leiðrétt fyrr getur sá hinn sami hringt í neyðarvakt banka síns og þeir laga það. Hjá öðrum mun þetta lagast sjálfkrafa um leið og leiðréttingin verður keyrð í gang.“ Elvar segir að það hafi komið upp bilun í eldvegg hjá þeim sem kom af stað keðjuverkun með fyrrgreindum afleiðingum. Fyrirtækið hefur nú þegar hafið rannsókn á því hvað gerðist til að fyrirbyggja að það gerist á nýjan leik. Slík rannsókn getur að sögn Elvars tekið ansi langan tíma. „Við hjá Verifone viljum biðja alla þá sem urðu fyrir óþægindum sökum bilunarinnar innilegrar afsökunar á þessu. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að svona atburður endurtaki sig,“ segir framkvæmdastjórinn.
Tengdar fréttir Víða langar raðir vegna bilunar í posum Fólk heldur í hraðbanka til að ná í reiðufé. 21. ágúst 2015 15:35 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Víða langar raðir vegna bilunar í posum Fólk heldur í hraðbanka til að ná í reiðufé. 21. ágúst 2015 15:35