Viðskipti innlent

Víða langar raðir vegna bilunar í posum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd af vefsíðu Verifone
Landsmenn eru margir hverjir í vandræðum þessa stundina þar sem ekki gengur að greiða með kortum í posum í verslunum landsins. Nokkrir hafa hringt inn á fréttastofu vegna vandamálsins og tilkynnt um langar raðir í búðum vegna þessa.

Vandamálið liggur í posum Verifone sem má meðal annars finna í fjölmörgum verslunum og bensínstöðvum landsins. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn Verifone (áður Point) en þeir munu vera meðvitaðir um vandann og unnið er að því að leysa hann. Hafa myndast langar raðir í hraðbönkum vegna þessa.

Sumir greina frá vandamálinu og hvernig það tengist sér á Twitter. Ekki hefur náðst í neinn hjá Verifone vegna málsins.

Uppfært 17.53. Greiðsluposarnir virðast hafa tekið við sér á nýjan leik og er ófremdarástandinu því lokið. Landsmenn geta því byrjað að strauja kort sín á nýjan leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×