Viðskipti innlent

Ráðin aðstoðarritstjóri Kjarnans

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þórunn Elísabet Bogadóttir
Þórunn Elísabet Bogadóttir Mynd/Kjarninn
Þórunn Elísabet Bogadóttir hefur verið ráðin aðstoðarritstjóri Kjarnans.

Í frétt á vef Kjarnans kemur fram að Þórunn hafi starfað við fjölmiðla frá árinu 2007. Hún tók meðal annars þátt í stofnun Kjarnans árið 2013 en hefur síðustu mánuði starfað hjá Viðskiptablaðinu. Hún er með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og mastersgráðu í alþjóðlegum og evrópskum stjórnmálum frá Edingborgarháskóla.

Þá hefur Birna Anna Björnsdóttir, sem nýlega eignaðist 7,2% hlut í miðlinum, tekið sæti í stjórn hans.

Frá og með deginum í dag býðst svo lesendum Kjarnans að greiða mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins með það að augnamiði til að efla starfsemi hans, eins og segir í fréttatilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×