Viðskiptavinirnir ráða nafni staðarins Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 6. júlí 2015 12:00 Viltu pulsu eða Pylsu? Mikið úrval af pulsum verður í boði. vísir/andri marinó Þjóðverjanum Klaus Ortlieb fannst úrvalið af pulsum hér á landi heldur aumkunarvert. Hann ákvað að taka málin í sínar hendur og ætlar að opna pulsuveitingastað á miðvikudaginn sem mun bæði bera nafnið Pulsa og Pylsa. „Ég veit hvað margir taka rökræðuna um hvort er réttara mikið inn á sig og ég vildi auðvitað ekki móðga neinn svo að ég ætla að leyfa viðskiptavinunum að ráða hvað þeir kalla staðinn,“ segir Klaus en hann rekur nokkur hótel í Þýskalandi, New York og einnig Hlemm Square þar sem veitingastaðurinn verður staðsettur.Klaus hefur haldið upp á Ísland frá því hann var lítill strákur og alltaf verið vel tengdur við landið. „Þegar við vorum að ferðast milli Þýskalands og New York þegar ég var ungur millilentum við alltaf á Íslandi í nokkra daga og ég var fljótur að kynnast borginni og læra á hana. Síðan þá kem ég reglulega hingað og hef meðal annars umsjón með rekstrinum á Hlemmi Square. Ég vinn fyrir sjálfan mig og ég fer bara nýjar leiðir í öllu sem ég geri. Ég elska að koma með nýjar hugmyndir en þær eru aldrei hefðbundnar.“ Boðið verður upp á mikið úrval af pulsum sem eru allar handgerðar inni í eldhúsi. Meðal þess sem verður boðið upp á verða pulsur úr lambakjöti. „Allt hráefnið er ferskt og við notumst mikið við verslanir í nágrenninu. Allt brauðið verður frá Sandholti og það er pulsugerðarmaður í nágrenninu sem er að hjálpa okkur mikið. Ég hef aldrei komið nálægt pulsum áður svo að ég fékk uppskriftir frá öðrum löndum og ráðfærði mig við sérfræðinga og þetta er allt að smella frábærlega saman. Mér finnst gaman að geta opnað stað sem er alveg eftir mínu höfði og minnir mann á gamaldags þýska stofu. Andrúmsloftið er mjög heimilislegt og kósí og það mun höfða til Íslendinga.“ Pulsurnar sem verða á boðstólum eru ólíkar því sem Íslendingar þekkja. „Maturinn verður á sanngjörnu verði og það fer enginn svangur héðan út. Pulsurnar eru heil máltíð með fullt af meðlæti. Við bjóðum líka upp á forrétti og eftirrétti. Á barnum eru 100 til 120 bjórtegundir í boði og við flytjum inn vínið sjálfir sem ætti ekki að valda neinum vonbrigðum.“ Mest lesið Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Sjá meira
Þjóðverjanum Klaus Ortlieb fannst úrvalið af pulsum hér á landi heldur aumkunarvert. Hann ákvað að taka málin í sínar hendur og ætlar að opna pulsuveitingastað á miðvikudaginn sem mun bæði bera nafnið Pulsa og Pylsa. „Ég veit hvað margir taka rökræðuna um hvort er réttara mikið inn á sig og ég vildi auðvitað ekki móðga neinn svo að ég ætla að leyfa viðskiptavinunum að ráða hvað þeir kalla staðinn,“ segir Klaus en hann rekur nokkur hótel í Þýskalandi, New York og einnig Hlemm Square þar sem veitingastaðurinn verður staðsettur.Klaus hefur haldið upp á Ísland frá því hann var lítill strákur og alltaf verið vel tengdur við landið. „Þegar við vorum að ferðast milli Þýskalands og New York þegar ég var ungur millilentum við alltaf á Íslandi í nokkra daga og ég var fljótur að kynnast borginni og læra á hana. Síðan þá kem ég reglulega hingað og hef meðal annars umsjón með rekstrinum á Hlemmi Square. Ég vinn fyrir sjálfan mig og ég fer bara nýjar leiðir í öllu sem ég geri. Ég elska að koma með nýjar hugmyndir en þær eru aldrei hefðbundnar.“ Boðið verður upp á mikið úrval af pulsum sem eru allar handgerðar inni í eldhúsi. Meðal þess sem verður boðið upp á verða pulsur úr lambakjöti. „Allt hráefnið er ferskt og við notumst mikið við verslanir í nágrenninu. Allt brauðið verður frá Sandholti og það er pulsugerðarmaður í nágrenninu sem er að hjálpa okkur mikið. Ég hef aldrei komið nálægt pulsum áður svo að ég fékk uppskriftir frá öðrum löndum og ráðfærði mig við sérfræðinga og þetta er allt að smella frábærlega saman. Mér finnst gaman að geta opnað stað sem er alveg eftir mínu höfði og minnir mann á gamaldags þýska stofu. Andrúmsloftið er mjög heimilislegt og kósí og það mun höfða til Íslendinga.“ Pulsurnar sem verða á boðstólum eru ólíkar því sem Íslendingar þekkja. „Maturinn verður á sanngjörnu verði og það fer enginn svangur héðan út. Pulsurnar eru heil máltíð með fullt af meðlæti. Við bjóðum líka upp á forrétti og eftirrétti. Á barnum eru 100 til 120 bjórtegundir í boði og við flytjum inn vínið sjálfir sem ætti ekki að valda neinum vonbrigðum.“
Mest lesið Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent