15 milljónir króna í fjölskyldudag Landsvirkjunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júlí 2015 09:53 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. fréttablaðið/ernir Amaba Dama, KK, Björn Bragi og Svavar Knútur voru á meðal þeirra sem skemmtu núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Landsvirkjunar á fjölskyldudegi fyrirtækisins þann 1. júlí síðastliðinn. Dagurinn var haldinn hátíðlegur í tilefni 50 ára afmæli Landsvirkjunar. Áætlað er að hátíðarhöldin hafi kostað rúmlega 15 milljónir króna. Í svari Magnúsar Þórs Gylfasonar, yfirmanns á samskiptasviði Landsvirkjunar, vegna fyrirspurnar Vísis kemur fram að haldið hafi verið upp á afmælisdaginn í samstarfi við starfsmannafélag Landsvirkjunar en fagnað var í Búrfelli. Fyrirtækið var einmitt stofnað 1. júlí 1965 í tengslum við byggingu Búrfellsvirkjunar. Aðspurður segir Magnús að starfsmenn hafi ekki fengið frí umræddan dag. Þó hafi öllu starfsfólki verið boðið að mæta eftir hádegi þann dag, þ.e. þeim starfsmönnum sem áttu þess kost að komast frá vinnu. Hann bætir við að margir starfsmenn sem hafi verið komnir í sumarfrí hafi látið sjá sig.700 manna partý Rúmlega 480 manns starfa hjá Landsvirkjun, sem er sameignarfélag í eigu íslenska ríkisins, en þar af eru 205 sumarstarfsmenn. Var þeim öllum boðið að mæta ásamt fjölskyldu sinni. Þá var fyrrverandi starfsmönnum sem luku störfum hjá fyrirtækinu einnig boðið en þeir telja rúmlega 100 manns. Er áætlað að um 700 manns hafi mætt á svæðið. Margir af vinsælustu listamönnum þjóðarinnar skemmtu á meðan gestir skelltu í sig hamborgurum og pylsum af grillinu auk þess sem boðið var upp á súpu. KK, Lína Langsokkur, Svavar Knútur og Kristjana Stefánsdóttir auk Amaba Dama sáu um tónlistina. Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Björn Bragi sá um að kynna. Áætlaður kostnaður við fjölskyldudaginn var 15-16 milljónir króna.Í dag erum við 50 ára. Búrfellsstöð var fyrsta verkefnið sem Landsvirkjun tókst á við og stærsta framkvæmd Íslandssö...Posted by Landsvirkjun on Wednesday, July 1, 2015 Tengdar fréttir Landsvirkjun 50 ára: Gróðursettu tré í Jóhannesarlundi við Búrfellsstöð Jóhannesarlundur var vígður á samkomu núverandi og fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins í dag. 1. júlí 2015 17:23 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
Amaba Dama, KK, Björn Bragi og Svavar Knútur voru á meðal þeirra sem skemmtu núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Landsvirkjunar á fjölskyldudegi fyrirtækisins þann 1. júlí síðastliðinn. Dagurinn var haldinn hátíðlegur í tilefni 50 ára afmæli Landsvirkjunar. Áætlað er að hátíðarhöldin hafi kostað rúmlega 15 milljónir króna. Í svari Magnúsar Þórs Gylfasonar, yfirmanns á samskiptasviði Landsvirkjunar, vegna fyrirspurnar Vísis kemur fram að haldið hafi verið upp á afmælisdaginn í samstarfi við starfsmannafélag Landsvirkjunar en fagnað var í Búrfelli. Fyrirtækið var einmitt stofnað 1. júlí 1965 í tengslum við byggingu Búrfellsvirkjunar. Aðspurður segir Magnús að starfsmenn hafi ekki fengið frí umræddan dag. Þó hafi öllu starfsfólki verið boðið að mæta eftir hádegi þann dag, þ.e. þeim starfsmönnum sem áttu þess kost að komast frá vinnu. Hann bætir við að margir starfsmenn sem hafi verið komnir í sumarfrí hafi látið sjá sig.700 manna partý Rúmlega 480 manns starfa hjá Landsvirkjun, sem er sameignarfélag í eigu íslenska ríkisins, en þar af eru 205 sumarstarfsmenn. Var þeim öllum boðið að mæta ásamt fjölskyldu sinni. Þá var fyrrverandi starfsmönnum sem luku störfum hjá fyrirtækinu einnig boðið en þeir telja rúmlega 100 manns. Er áætlað að um 700 manns hafi mætt á svæðið. Margir af vinsælustu listamönnum þjóðarinnar skemmtu á meðan gestir skelltu í sig hamborgurum og pylsum af grillinu auk þess sem boðið var upp á súpu. KK, Lína Langsokkur, Svavar Knútur og Kristjana Stefánsdóttir auk Amaba Dama sáu um tónlistina. Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Björn Bragi sá um að kynna. Áætlaður kostnaður við fjölskyldudaginn var 15-16 milljónir króna.Í dag erum við 50 ára. Búrfellsstöð var fyrsta verkefnið sem Landsvirkjun tókst á við og stærsta framkvæmd Íslandssö...Posted by Landsvirkjun on Wednesday, July 1, 2015
Tengdar fréttir Landsvirkjun 50 ára: Gróðursettu tré í Jóhannesarlundi við Búrfellsstöð Jóhannesarlundur var vígður á samkomu núverandi og fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins í dag. 1. júlí 2015 17:23 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
Landsvirkjun 50 ára: Gróðursettu tré í Jóhannesarlundi við Búrfellsstöð Jóhannesarlundur var vígður á samkomu núverandi og fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins í dag. 1. júlí 2015 17:23