15 milljónir króna í fjölskyldudag Landsvirkjunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júlí 2015 09:53 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. fréttablaðið/ernir Amaba Dama, KK, Björn Bragi og Svavar Knútur voru á meðal þeirra sem skemmtu núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Landsvirkjunar á fjölskyldudegi fyrirtækisins þann 1. júlí síðastliðinn. Dagurinn var haldinn hátíðlegur í tilefni 50 ára afmæli Landsvirkjunar. Áætlað er að hátíðarhöldin hafi kostað rúmlega 15 milljónir króna. Í svari Magnúsar Þórs Gylfasonar, yfirmanns á samskiptasviði Landsvirkjunar, vegna fyrirspurnar Vísis kemur fram að haldið hafi verið upp á afmælisdaginn í samstarfi við starfsmannafélag Landsvirkjunar en fagnað var í Búrfelli. Fyrirtækið var einmitt stofnað 1. júlí 1965 í tengslum við byggingu Búrfellsvirkjunar. Aðspurður segir Magnús að starfsmenn hafi ekki fengið frí umræddan dag. Þó hafi öllu starfsfólki verið boðið að mæta eftir hádegi þann dag, þ.e. þeim starfsmönnum sem áttu þess kost að komast frá vinnu. Hann bætir við að margir starfsmenn sem hafi verið komnir í sumarfrí hafi látið sjá sig.700 manna partý Rúmlega 480 manns starfa hjá Landsvirkjun, sem er sameignarfélag í eigu íslenska ríkisins, en þar af eru 205 sumarstarfsmenn. Var þeim öllum boðið að mæta ásamt fjölskyldu sinni. Þá var fyrrverandi starfsmönnum sem luku störfum hjá fyrirtækinu einnig boðið en þeir telja rúmlega 100 manns. Er áætlað að um 700 manns hafi mætt á svæðið. Margir af vinsælustu listamönnum þjóðarinnar skemmtu á meðan gestir skelltu í sig hamborgurum og pylsum af grillinu auk þess sem boðið var upp á súpu. KK, Lína Langsokkur, Svavar Knútur og Kristjana Stefánsdóttir auk Amaba Dama sáu um tónlistina. Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Björn Bragi sá um að kynna. Áætlaður kostnaður við fjölskyldudaginn var 15-16 milljónir króna.Í dag erum við 50 ára. Búrfellsstöð var fyrsta verkefnið sem Landsvirkjun tókst á við og stærsta framkvæmd Íslandssö...Posted by Landsvirkjun on Wednesday, July 1, 2015 Tengdar fréttir Landsvirkjun 50 ára: Gróðursettu tré í Jóhannesarlundi við Búrfellsstöð Jóhannesarlundur var vígður á samkomu núverandi og fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins í dag. 1. júlí 2015 17:23 Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Amaba Dama, KK, Björn Bragi og Svavar Knútur voru á meðal þeirra sem skemmtu núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Landsvirkjunar á fjölskyldudegi fyrirtækisins þann 1. júlí síðastliðinn. Dagurinn var haldinn hátíðlegur í tilefni 50 ára afmæli Landsvirkjunar. Áætlað er að hátíðarhöldin hafi kostað rúmlega 15 milljónir króna. Í svari Magnúsar Þórs Gylfasonar, yfirmanns á samskiptasviði Landsvirkjunar, vegna fyrirspurnar Vísis kemur fram að haldið hafi verið upp á afmælisdaginn í samstarfi við starfsmannafélag Landsvirkjunar en fagnað var í Búrfelli. Fyrirtækið var einmitt stofnað 1. júlí 1965 í tengslum við byggingu Búrfellsvirkjunar. Aðspurður segir Magnús að starfsmenn hafi ekki fengið frí umræddan dag. Þó hafi öllu starfsfólki verið boðið að mæta eftir hádegi þann dag, þ.e. þeim starfsmönnum sem áttu þess kost að komast frá vinnu. Hann bætir við að margir starfsmenn sem hafi verið komnir í sumarfrí hafi látið sjá sig.700 manna partý Rúmlega 480 manns starfa hjá Landsvirkjun, sem er sameignarfélag í eigu íslenska ríkisins, en þar af eru 205 sumarstarfsmenn. Var þeim öllum boðið að mæta ásamt fjölskyldu sinni. Þá var fyrrverandi starfsmönnum sem luku störfum hjá fyrirtækinu einnig boðið en þeir telja rúmlega 100 manns. Er áætlað að um 700 manns hafi mætt á svæðið. Margir af vinsælustu listamönnum þjóðarinnar skemmtu á meðan gestir skelltu í sig hamborgurum og pylsum af grillinu auk þess sem boðið var upp á súpu. KK, Lína Langsokkur, Svavar Knútur og Kristjana Stefánsdóttir auk Amaba Dama sáu um tónlistina. Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Björn Bragi sá um að kynna. Áætlaður kostnaður við fjölskyldudaginn var 15-16 milljónir króna.Í dag erum við 50 ára. Búrfellsstöð var fyrsta verkefnið sem Landsvirkjun tókst á við og stærsta framkvæmd Íslandssö...Posted by Landsvirkjun on Wednesday, July 1, 2015
Tengdar fréttir Landsvirkjun 50 ára: Gróðursettu tré í Jóhannesarlundi við Búrfellsstöð Jóhannesarlundur var vígður á samkomu núverandi og fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins í dag. 1. júlí 2015 17:23 Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Landsvirkjun 50 ára: Gróðursettu tré í Jóhannesarlundi við Búrfellsstöð Jóhannesarlundur var vígður á samkomu núverandi og fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins í dag. 1. júlí 2015 17:23