Tekjur hinna tekjuhæstu aukast mest Ingvar Haraldsson skrifar 4. nóvember 2015 07:00 Hve miklar tekjur einstaklingar, hjón eða samskattað sambýlisfólk, þarf að hafa á ári eftir að hafa greitt skatt til að vera meðal 1%, 10%, 30%, 50% og 70% tekjuhæstu Íslendinganna. fréttablaðið Á síðasta ári jukust ráðstöfunartekjur tekjuhæstu Íslendinganna mest allra, en það eru þær tekjur sem eftir standa þegar búið er að greiða skatta. Til að vera meðal eins prósents tekjuhæstu Íslendinganna þurfa ráðstöfunartekjur framteljenda, það er hjóna, einstaklinga eða samskattaðs sambúðarfólks að nema 20,6 milljónum króna á ári sem er aukning um 9,6 prósent milli ára. Það er mesta hækkun allra tekjuflokka milli ára. Næstmest varð hækkunin meðal tíu prósenta tekjuhæstu framteljendanna sem hækkuðu um 6,8 prósent og þurfa árstekjur að nema 10,1 milljón króna. Ráðstöfunartekjur tekjuhæstu tíu prósentanna jukust um 11,6 prósent milli ára en annarra tekjuhópa minna eða um fimm til sex prósent ef undanskilinn er allra lægsti tekjuhópurinn, sem að meðaltali hefur 320 þúsund krónur í árslaun og vinnur því ekki nema mjög lítinn hluta úr ári. Sé rýnt í hvað er að baki tekjuaukningunni þá munar mest um aukningu fjármagnstekna hjá tekjuhæstu tíu prósentunum en þær aukast um 31 prósent milli ára en dragast saman hjá öllum öðrum. Atvinnutekjur þessa hóps aukast þó minna en annarra eða um fimm prósent samanborið við 8-12 prósent aukningu meðal hinna tekjulægri.Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor segir tekjur hinna tekjuhæstu oft fylgja hagsveiflunni.Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, telur að þróunin þurfi ekki að koma á óvart. Hinir tekjuhæstu, sérstaklega atvinnurekendur, hagnist oft hraðar en aðrir í uppsveiflu. „Þeir fá tekjurnar af fyrirtækinu þegar búið er að borga öllum öðrum og þegar hagsveiflan fer að fara upp á við þá er það rekstrarafgangurinn sem eykst hratt og þess vegna ekki óeðlilegt að tekjur þeirra, sem eru með svoleiðis tekjur, vaxi hraðar,“ segir Þórólfur. Þá bendir Þórólfur á að aðgerðir stjórnvalda hafi einnig áhrif á tekjudreifingu. „Í kjölfar hrunsins voru álögur á þá tekjumeiri auknar mjög mikið og núverandi ríkisstjórn hefur svona verið að draga sumt af því til baka. Laun þeirra tekjulægstu og bætur og ýmislegt þess háttar hækkar hægar,“ bendir hagfræðiprófessorinn á. Hins vegar fari þróunin oft í hina áttina í niðursveiflu. Tekjur þeirra ríkustu, sem oft séu að stórum hluta fjáramagnstekjur, dragist mun hraðar saman en tekjur launafólks. Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Á síðasta ári jukust ráðstöfunartekjur tekjuhæstu Íslendinganna mest allra, en það eru þær tekjur sem eftir standa þegar búið er að greiða skatta. Til að vera meðal eins prósents tekjuhæstu Íslendinganna þurfa ráðstöfunartekjur framteljenda, það er hjóna, einstaklinga eða samskattaðs sambúðarfólks að nema 20,6 milljónum króna á ári sem er aukning um 9,6 prósent milli ára. Það er mesta hækkun allra tekjuflokka milli ára. Næstmest varð hækkunin meðal tíu prósenta tekjuhæstu framteljendanna sem hækkuðu um 6,8 prósent og þurfa árstekjur að nema 10,1 milljón króna. Ráðstöfunartekjur tekjuhæstu tíu prósentanna jukust um 11,6 prósent milli ára en annarra tekjuhópa minna eða um fimm til sex prósent ef undanskilinn er allra lægsti tekjuhópurinn, sem að meðaltali hefur 320 þúsund krónur í árslaun og vinnur því ekki nema mjög lítinn hluta úr ári. Sé rýnt í hvað er að baki tekjuaukningunni þá munar mest um aukningu fjármagnstekna hjá tekjuhæstu tíu prósentunum en þær aukast um 31 prósent milli ára en dragast saman hjá öllum öðrum. Atvinnutekjur þessa hóps aukast þó minna en annarra eða um fimm prósent samanborið við 8-12 prósent aukningu meðal hinna tekjulægri.Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor segir tekjur hinna tekjuhæstu oft fylgja hagsveiflunni.Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, telur að þróunin þurfi ekki að koma á óvart. Hinir tekjuhæstu, sérstaklega atvinnurekendur, hagnist oft hraðar en aðrir í uppsveiflu. „Þeir fá tekjurnar af fyrirtækinu þegar búið er að borga öllum öðrum og þegar hagsveiflan fer að fara upp á við þá er það rekstrarafgangurinn sem eykst hratt og þess vegna ekki óeðlilegt að tekjur þeirra, sem eru með svoleiðis tekjur, vaxi hraðar,“ segir Þórólfur. Þá bendir Þórólfur á að aðgerðir stjórnvalda hafi einnig áhrif á tekjudreifingu. „Í kjölfar hrunsins voru álögur á þá tekjumeiri auknar mjög mikið og núverandi ríkisstjórn hefur svona verið að draga sumt af því til baka. Laun þeirra tekjulægstu og bætur og ýmislegt þess háttar hækkar hægar,“ bendir hagfræðiprófessorinn á. Hins vegar fari þróunin oft í hina áttina í niðursveiflu. Tekjur þeirra ríkustu, sem oft séu að stórum hluta fjáramagnstekjur, dragist mun hraðar saman en tekjur launafólks.
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira