Tækniþróunarsjóður úthlutar sex hundruð milljónum í desember Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. desember 2015 07:00 Medilync sem þróar búnað fyrir sykursjúka fær líka styrk. NordicPhotos/Getty Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur valið þá aðila sem eiga kost á úthlutun úr sjóðnum núna í desember. Úthlutað er úr honum tvisvar sinnum á ári og í þetta skiptið er búist við því að 600 milljónir verði veittar í styrki. Verkefnisstjórum sem hafa sótt um úthlutun er boðið að ganga til viðræðna um úthlutun áður en fjármagnið er veitt. Heildarúthlutun í ár nemur þá um 1.400 milljónum en mun aukast um tæpan milljarð á næsta ári. Samkvæmt vefsíðu Rannís, sem rekur Tækniþróunarsjóð, er gengið til samningaviðræðna vegna 48 verkefna. Sigurður Björnsson, sviðstjóri á rannsóknar- og nýsköpunarsviði hjá Rannís, segir að þetta séu um 30 prósent af þeim sem sóttu um. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum, það er frumherjastyrkur, verkefnastyrkur og markaðsstyrkur og fer flokkunin eftir því hvar verkefnin eru stödd. Frumherjastyrkur er veittur aðilum sem eru komnir tiltölulega stutt á veg með verkefni sín. „Verkefnastyrkur, þá eru menn bara komnir í fullan kraft. Og í markaðsstyrk þá erum við að aðstoða við að koma vörunni á markað og undirbyggja fyrirtækið. Oft eru menn að styrkja undirstöðurnar þegar menn fara á markað með vöruna. Það er hlutverk þessa styrks,“ segir Sigurður. Á meðal þeirra sem eiga kost á styrk eru Mjólkursamsalan, sem þróar vín úr mysu, Medilync fyrir tæki og hugbúnað fyrir sykursjúka og Kerecis. Þá fær Trappa, félag í eigu Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, styrk vegna þjálfunar og meðferðar með heilbrigðistækni og Digon Games fyrir markaðssetningu tekjumódels í tölvuleikum. Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur valið þá aðila sem eiga kost á úthlutun úr sjóðnum núna í desember. Úthlutað er úr honum tvisvar sinnum á ári og í þetta skiptið er búist við því að 600 milljónir verði veittar í styrki. Verkefnisstjórum sem hafa sótt um úthlutun er boðið að ganga til viðræðna um úthlutun áður en fjármagnið er veitt. Heildarúthlutun í ár nemur þá um 1.400 milljónum en mun aukast um tæpan milljarð á næsta ári. Samkvæmt vefsíðu Rannís, sem rekur Tækniþróunarsjóð, er gengið til samningaviðræðna vegna 48 verkefna. Sigurður Björnsson, sviðstjóri á rannsóknar- og nýsköpunarsviði hjá Rannís, segir að þetta séu um 30 prósent af þeim sem sóttu um. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum, það er frumherjastyrkur, verkefnastyrkur og markaðsstyrkur og fer flokkunin eftir því hvar verkefnin eru stödd. Frumherjastyrkur er veittur aðilum sem eru komnir tiltölulega stutt á veg með verkefni sín. „Verkefnastyrkur, þá eru menn bara komnir í fullan kraft. Og í markaðsstyrk þá erum við að aðstoða við að koma vörunni á markað og undirbyggja fyrirtækið. Oft eru menn að styrkja undirstöðurnar þegar menn fara á markað með vöruna. Það er hlutverk þessa styrks,“ segir Sigurður. Á meðal þeirra sem eiga kost á styrk eru Mjólkursamsalan, sem þróar vín úr mysu, Medilync fyrir tæki og hugbúnað fyrir sykursjúka og Kerecis. Þá fær Trappa, félag í eigu Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, styrk vegna þjálfunar og meðferðar með heilbrigðistækni og Digon Games fyrir markaðssetningu tekjumódels í tölvuleikum.
Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira