Orkuveitan hagnast um tæpa níu milljarða Stefán Árni Pálsson skrifar 23. mars 2015 15:55 Rekstarkostnaður Orkuveitunnar nam á árinu 2014 13,7 milljörðum króna. Bjarni Bjarnason, forstjóri. vísir/Anton Brink Orkuveitan greiddi rúma 20 milljarða króna í afborganir af lánum en þetta kemur fram í tilkynningu frá OR. Í árslok nam eigið fé OR 99,4 milljörðum króna og eiginfjárhlutfallið var komið í 33,2%. Í tilkynningunni segir að stöðugleiki í tekjum og varanlegur sparnaður hjá Orkuveitu Reykjavíkur hafi skilað fyrirtækinu sambærilegum rekstri á árinu 2014 og árin tvö á undan. Rekstarkostnaður Orkuveitunnar nam á árinu 2014 13,7 milljörðum króna. Það er 300 milljónum króna lægri kostnaður en árið 2010 þegar hann var 14,0 milljarðar. Sé tekið mið af þróun verðlags í landinu, sem hefur hækkað um 14%, er raunlækkun rekstrarkostnaðar 2,3 milljarðar króna.Mynd/ORÁrið 2014 var fyrsta rekstrarárið eftir lögboðna uppskiptingu Orkuveitu Reykjavíkur. Ársreikningur samstæðunnar, sem samþykktur var á stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur í dag, er settur fram með sama hætti og fyrr. „Planið og staðfesta við að fylgja því hefur fært Orkuveitunni stöðuga og góða afkomu síðustu ár. Með markvissum áhættuvörnum og festu í rekstrinum hefur líka tekist að auka fyrirsjáanleika í afkomu fyrirtækisins,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar. Hann segir einnig að skuldir lækki hratt og örugglega og eiginfjárstaðan sé að verða viðundandi.mynd/or„Þessa sér líka stað í batnandi lánshæfismati óháðra aðila á Orkuveitunni. Við þessar aðstæður er mikilvægt að halda vöku sinni og slá hvergi af þeirri kröfu sem við gerum til okkar sjálfra, að gæta hagsýni í hvívetna. Stefnumótun eigenda Orkuveitunnar, Eigendastefnan, var endurnýjuð á árinu 2014 og er fyrirtækinu vegvísir í að halda skarpri sýn á starfsemina.“ Bjarni segir að árið 2014 hafi verið fyrsta rekstrarárið eftir lögboðna uppskiptingu Orkuveitu Reykjavíkur. „Ársreikningur samstæðunnar sýnir að stjórnendum og starfsfólki hefur hvergi fipast við þessa breytingu. Stöðugleiki var í starfseminni, þjónusta við viðskiptavini traust og afkoman í takti við áætlanir.“Hagnaður OR var tæplega 8,9 milljarðar króna.mynd/or Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Orkuveitan greiddi rúma 20 milljarða króna í afborganir af lánum en þetta kemur fram í tilkynningu frá OR. Í árslok nam eigið fé OR 99,4 milljörðum króna og eiginfjárhlutfallið var komið í 33,2%. Í tilkynningunni segir að stöðugleiki í tekjum og varanlegur sparnaður hjá Orkuveitu Reykjavíkur hafi skilað fyrirtækinu sambærilegum rekstri á árinu 2014 og árin tvö á undan. Rekstarkostnaður Orkuveitunnar nam á árinu 2014 13,7 milljörðum króna. Það er 300 milljónum króna lægri kostnaður en árið 2010 þegar hann var 14,0 milljarðar. Sé tekið mið af þróun verðlags í landinu, sem hefur hækkað um 14%, er raunlækkun rekstrarkostnaðar 2,3 milljarðar króna.Mynd/ORÁrið 2014 var fyrsta rekstrarárið eftir lögboðna uppskiptingu Orkuveitu Reykjavíkur. Ársreikningur samstæðunnar, sem samþykktur var á stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur í dag, er settur fram með sama hætti og fyrr. „Planið og staðfesta við að fylgja því hefur fært Orkuveitunni stöðuga og góða afkomu síðustu ár. Með markvissum áhættuvörnum og festu í rekstrinum hefur líka tekist að auka fyrirsjáanleika í afkomu fyrirtækisins,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar. Hann segir einnig að skuldir lækki hratt og örugglega og eiginfjárstaðan sé að verða viðundandi.mynd/or„Þessa sér líka stað í batnandi lánshæfismati óháðra aðila á Orkuveitunni. Við þessar aðstæður er mikilvægt að halda vöku sinni og slá hvergi af þeirri kröfu sem við gerum til okkar sjálfra, að gæta hagsýni í hvívetna. Stefnumótun eigenda Orkuveitunnar, Eigendastefnan, var endurnýjuð á árinu 2014 og er fyrirtækinu vegvísir í að halda skarpri sýn á starfsemina.“ Bjarni segir að árið 2014 hafi verið fyrsta rekstrarárið eftir lögboðna uppskiptingu Orkuveitu Reykjavíkur. „Ársreikningur samstæðunnar sýnir að stjórnendum og starfsfólki hefur hvergi fipast við þessa breytingu. Stöðugleiki var í starfseminni, þjónusta við viðskiptavini traust og afkoman í takti við áætlanir.“Hagnaður OR var tæplega 8,9 milljarðar króna.mynd/or
Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira