Steph Curry lét alveg til sín taka líka og var nálægt þrennu með 20 stig, tíu fráköst og sjö stoðsendingar, en hinn skvettubróðirinn (e. Splash Brother) Thompson lét gjörsamlega rigna körfum.
Thompson skoraði tíu þriggja stiga körfur úr 16 tilraunum þar af átta úr tíu í fyrri hálfleik. Auk þess að skora 39 stig gaf hann sex stoðsendingar og tók sjö fráköst.
Klay Thompson í ham:
Golden State er nú búið að vinna 27 leiki í röð ef teknir eru með fjórir síðustu leikirnir á síðasta tímabili og nálgast 33 leikja sigurgöngu Miami frá 2012-2013. Liðið er nú aftur á móti búið að vinna flesta útileiki í röð í sögunni eða þrettán talsins.
Golden State var í góðum málum fram í fjórða leikhlutann sem liðið tapaði með 20 stigum, 40-20, en endurkoma heimamanna í lokafjórðungnum var til mikillar fyrirmyndar. Holan var því miður fyrir Indiana bara orðin of djúp.
Paul George átti stjörnuleik sem oftar fyrir Indiana og skoraði 33 stig, tók átta fráköst og gaf sex stoðsendingar en C.J. Miles skoraði 24 stig.
Draugavélin á skvettubræðrum:
LeBron James var að vanda allt í öllu hjá Cleveland Cavaliers sem vann Portland á heimavelli í nótt, 105-100. LeBron hvíldi síðasta leik til að vera ferskur í nótt og það virkaði.
Hann skoraði 33 stig, tók tíu fráköst og gaf þrjár stoðsendingar, en hann skoraði mikilvæga þriggja stiga körfu á lokasprettinum og setti niður aðra körfu og fékk vítaskot sem fór langt með að tryggja sigurinn.
Damian Lillard átti frábæran leik fyrir Portland og skoraði 33 stig og þá skoraði C.J. McCollum 24 stig.
Cleveland er áfram efst í austrinu með 14 stigra og sjö töp en Miami er í öðru sæti með tólf sigra og jafn mörg töp. San Antonio er í öðru sæti vestursins með 18 sigra og 4 töp. Golden State er augljóslega í fyrsta sæti.
Úrslit næturinnar:
Cleveland Cavaliers - Portland Trail Blazers 105-100
Indiana Pacers - Golden State Warriors 123-131
Brooklyn Nets - Houston Rockets 110-105
Memphis Grizzliez - OKC Thunder 88-125
Denver Nuggets - Orlando Magic 74-85
Sacramento Kings - Utah Jazz 114-106