Viðskipti innlent

Samkeppniseftirlitið heimilar kaup Straums á ÍV

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið telur ekki vera ástæðu til að aðhafast vegna samruna Straums fjárfestingabanka hf á meirihluta hlutafjár í Íslenskum verðbréfum hf. Samkeppniseftirlitinu barst samrunaskrá félaganna þann 30. desember síðastliðinn.

Á vef Samkeppniseftirlitsins segir að þjónusta Straums felist í markaðsviðskiptum og fyrirtækjaráðgjöf, samhliða því hóf bankinn nýverið uppbyggingu eignastýringar. Íslensk verðbréf er sérhæft fyrirtæki á sviði markaðsviðskipta og eignastýringar.

Samkeppniseftirlitið segir að eftir rannsókn þess sé það niðurstaða eftirlitsins að ekki séu vísbendingar um að samrunaaðilar komi til með að ná markaðsráðandi stöðu á nokkrum undirmarkaði eignastýringarmarkaðar. Fjárhagslegur styrkleiki og markaðshlutdeild stóru viðskiptabankanna þriggja á sviði eignastýringar sé verulegur og kunni umræddur samruni því að skapa fyrirtæki sem er kleift að veita bönkunum virkari samkeppni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×