Framhaldsskólakennarar hækka um ellefu prósent vegna gerðardóms Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 2. september 2015 21:07 Framhaldsskólakennarar hækka um ellefu prósent eftir úrskurð gerðardóms í kjaradeilu ríkisins við BHM og hjúkrunarfræðinga. Mikill hiti var í fundarmönnum á miðstjórnarfundi ASÍ í dag sem telja að það stefni í stórslys á vinnumarkaði ef ekki náist að lenda málinu í haust. Hægt er að segja samningum lausum í febrúar ef forsendur þeirra standast ekki.Samningar framhaldsskólakennarar bruna framúrFramhaldsskólakennarar fá sjálfvirka ellefu prósenta launahækkun eftir úrskurð Gerðardóms vegna ákvæðis í kjarasamningum þeirra um aðrar stéttir hækki ekki umfram þá. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir að samningar þeirra séu nú metnir á 45 prósent hækkun meðan kostnaðarmat á almennum vinnumarkaði sé átján prósenta hækkun til fjögurra ára. Þá séu háskólamenn að fá svipaðar launahækkanir á tveimur árum og hinir á fjórum.Fólki er almennt misboðiðSigurður Bessason, formaður Eflingar, segir að það sama hafi gerst 2013, þegar ríkið hafi samið um miklu meiri hækkanir eftir að samið hafði verið um launahækkanir á almennum vinnumarkaði. „Ég er alveg sannfærður um það að fólki er almennt misboðið, vegna þess, hvernig kjarasamningar eru almennt teknir hver á fætur öðrum og hrúgað ofan á það, sem þeir fá sem lægstu launin hafa,“ segir Sigurður. „Ég er ekki í vafa um það að fólk telji sig eiga inni miðað við þessa stöðu.“Enginn sigurvegariGylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að sest verði yfir málið í haust og ekki sé útséð um lausn áður en allt fer í bál og brand í febrúar. Það sé þó stjórnvalda að svara því af hverju svona hafi verið staðið að málum. Hann bendir á að í úrskurði gerðardóms séu ríflegar launahækkanir umfram forsendur almennra samninga. Þá meti gerðardómur samninga ASÍ á 24 prósent þegar átján prósent séu nærri lagi. Hann segir að ríkið hafi gengið á undan og búið til sjálfvirkar tengingar við launahækkanir. Ríkið sé semsagt að búa til ákvæði sem hafi búið til ástand sem ekki sjái fyrir endann á. Hann segir að ræða verði málið á breiðum grundvelli. Út úr þessu höfrungahlaupi launahækkana komi enginn sem sigurvegari. Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Framhaldsskólakennarar hækka um ellefu prósent eftir úrskurð gerðardóms í kjaradeilu ríkisins við BHM og hjúkrunarfræðinga. Mikill hiti var í fundarmönnum á miðstjórnarfundi ASÍ í dag sem telja að það stefni í stórslys á vinnumarkaði ef ekki náist að lenda málinu í haust. Hægt er að segja samningum lausum í febrúar ef forsendur þeirra standast ekki.Samningar framhaldsskólakennarar bruna framúrFramhaldsskólakennarar fá sjálfvirka ellefu prósenta launahækkun eftir úrskurð Gerðardóms vegna ákvæðis í kjarasamningum þeirra um aðrar stéttir hækki ekki umfram þá. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir að samningar þeirra séu nú metnir á 45 prósent hækkun meðan kostnaðarmat á almennum vinnumarkaði sé átján prósenta hækkun til fjögurra ára. Þá séu háskólamenn að fá svipaðar launahækkanir á tveimur árum og hinir á fjórum.Fólki er almennt misboðiðSigurður Bessason, formaður Eflingar, segir að það sama hafi gerst 2013, þegar ríkið hafi samið um miklu meiri hækkanir eftir að samið hafði verið um launahækkanir á almennum vinnumarkaði. „Ég er alveg sannfærður um það að fólki er almennt misboðið, vegna þess, hvernig kjarasamningar eru almennt teknir hver á fætur öðrum og hrúgað ofan á það, sem þeir fá sem lægstu launin hafa,“ segir Sigurður. „Ég er ekki í vafa um það að fólk telji sig eiga inni miðað við þessa stöðu.“Enginn sigurvegariGylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að sest verði yfir málið í haust og ekki sé útséð um lausn áður en allt fer í bál og brand í febrúar. Það sé þó stjórnvalda að svara því af hverju svona hafi verið staðið að málum. Hann bendir á að í úrskurði gerðardóms séu ríflegar launahækkanir umfram forsendur almennra samninga. Þá meti gerðardómur samninga ASÍ á 24 prósent þegar átján prósent séu nærri lagi. Hann segir að ríkið hafi gengið á undan og búið til sjálfvirkar tengingar við launahækkanir. Ríkið sé semsagt að búa til ákvæði sem hafi búið til ástand sem ekki sjái fyrir endann á. Hann segir að ræða verði málið á breiðum grundvelli. Út úr þessu höfrungahlaupi launahækkana komi enginn sem sigurvegari.
Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira