Sækja um leyfi til gullleitar á Íslandi Ingvar Haraldsson skrifar 23. júlí 2015 07:00 Iceland Resources hefur sótt um leyfi til gulleitar við Hveragerði og á sjö öðrum stöðum á Íslandi. vísir/einar ólason Iceland Resources ehf. hefur sótt um leyfi hjá Orkustofnun til að leita að gulli og kopar norðan við Hveragerði, norðarlega í Héraðsflóa við Vopnafjörð og á sex öðrum stöðum á Íslandi. Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Iceland Resources, segir að gull hafi fundist á Íslandi en óljóst hvort gullið sé í vinnanlegu magni. „Ef við finnum fjölæðakerfi þá borgar sig að vinna það en ef það er bara ein æð þá borgar það sig ekki,“ segir Vilhjálmur. Fáist leyfi til gullleitar verður unnið úr upplýsingum sem til eru um svæðin og þau kortlögð, auk þess sem tekin verði yfirborðssýni úr jörðu að sögn Vilhjálms. „Ef þau líta vel út taka menn ákvarðanir um hvort það eigi að skjóta niður holum,“ segir hann. Kanadískt námufyrirtæki stendur að fjármögnun verkefnisins. Vilhjálmur vill ekki gefa upp hvaða fyrirtæki er um að ræða þar sem það sé skráð á hlutabréfamarkað og hafi ekki tilkynnt formlega um verkefnið.Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson og kollegar hans að bora eftir kopar í Noregi.Vilhjálmur segir að langan tíma taki að koma námugreftri á fót. „Frá því að við byrjum rannsóknir eru að minnsta kosti átta ár í að farið verður að vinna eitthvað. Það getur líka vel verið að það finnist ekki neitt,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur hefur áður komið að gullleit en North Atlantic Mining Associates, þar sem Vilhjálmur er einnig framkvæmdastjóri, fann gull við gröft í Þormóðsdal. „Það sem við fundum í Þormóðsdalnum sýnir að þessi jarðkerfi eru til á Íslandi,“ segir hann. Frekari rannsókna er þörf til að komast að því hvort borgi sig að vinna gullið í Þormóðsdal en til þess vantar fjármagn. „Við erum að reyna að halda lífi í verkefninu,“ segir Reinhard Reynisson, stjórnarformaður Málmís, en dótturfélag þess, Melmi, hefur staðið að gullleitinni. „Það voru aðilar sem ætluðu að koma inn í þetta en það gekk svo ekki upp,“ segir Reinhart. Reinhard segir engar formlegar viðræður í gangi en að reglulega sýni fjárfestar verkefninu áhuga. „Við erum með leyfi út næsta ár en það er bundið því að við getum hafið rannsóknir sem við ætluðum að gera á þessu ári,“ segir hann. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Sjá meira
Iceland Resources ehf. hefur sótt um leyfi hjá Orkustofnun til að leita að gulli og kopar norðan við Hveragerði, norðarlega í Héraðsflóa við Vopnafjörð og á sex öðrum stöðum á Íslandi. Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Iceland Resources, segir að gull hafi fundist á Íslandi en óljóst hvort gullið sé í vinnanlegu magni. „Ef við finnum fjölæðakerfi þá borgar sig að vinna það en ef það er bara ein æð þá borgar það sig ekki,“ segir Vilhjálmur. Fáist leyfi til gullleitar verður unnið úr upplýsingum sem til eru um svæðin og þau kortlögð, auk þess sem tekin verði yfirborðssýni úr jörðu að sögn Vilhjálms. „Ef þau líta vel út taka menn ákvarðanir um hvort það eigi að skjóta niður holum,“ segir hann. Kanadískt námufyrirtæki stendur að fjármögnun verkefnisins. Vilhjálmur vill ekki gefa upp hvaða fyrirtæki er um að ræða þar sem það sé skráð á hlutabréfamarkað og hafi ekki tilkynnt formlega um verkefnið.Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson og kollegar hans að bora eftir kopar í Noregi.Vilhjálmur segir að langan tíma taki að koma námugreftri á fót. „Frá því að við byrjum rannsóknir eru að minnsta kosti átta ár í að farið verður að vinna eitthvað. Það getur líka vel verið að það finnist ekki neitt,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur hefur áður komið að gullleit en North Atlantic Mining Associates, þar sem Vilhjálmur er einnig framkvæmdastjóri, fann gull við gröft í Þormóðsdal. „Það sem við fundum í Þormóðsdalnum sýnir að þessi jarðkerfi eru til á Íslandi,“ segir hann. Frekari rannsókna er þörf til að komast að því hvort borgi sig að vinna gullið í Þormóðsdal en til þess vantar fjármagn. „Við erum að reyna að halda lífi í verkefninu,“ segir Reinhard Reynisson, stjórnarformaður Málmís, en dótturfélag þess, Melmi, hefur staðið að gullleitinni. „Það voru aðilar sem ætluðu að koma inn í þetta en það gekk svo ekki upp,“ segir Reinhart. Reinhard segir engar formlegar viðræður í gangi en að reglulega sýni fjárfestar verkefninu áhuga. „Við erum með leyfi út næsta ár en það er bundið því að við getum hafið rannsóknir sem við ætluðum að gera á þessu ári,“ segir hann.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Sjá meira