Costco byrjar að ráða starfsmenn í upphafi næsta árs Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. júlí 2015 07:00 Costco hefur áform um að ráðast í framkvæmdir og stækka húsnæðið um 2.000 fermetra. Þeir Gunnar Einarsson og Steve Pappas skoðuðu sig um í Kauptúni í gær. vísir/stefán Bandaríska verslunarkeðjan Costo skrifaði í gær undir samning um kaup á húsnæði við Kauptún í Garðabæ. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að búist sé við því að verslunin verði opnuð sumarið 2016. Seljandi er félagið Sýsla, sem er í eigu bræðranna Sigurðar Gísla Pálmasonar og Jóns Pálmasonar. Að lokinni undirskrift fóru fulltrúar Costco hér á landi að Kauptúni til þess að skoða húsakynnin betur. Steve Pappas, svæðisstjóri Costco í Bretlandi og á Íslandi, er hér í sinni fimmtu ferð til landsins í tengslum við komu fyrirtækisins. Hann sagðist í samtali við Fréttablaðið vera mjög spenntur fyrir því að opna á Íslandi. Í tilkynningu sem Costco sendi frá sér í gær kom fram að ráðnir verða 160 starfsmenn héðan en stefnan er að þeir verði orðnir 250 eftir þrjú ár, þegar reynsla er komin á reksturinn. „Við væntum þess að byrja ráðningarferlið snemma á næsta ári,“ segir Pappas í tilkynningunni. Þegar Fréttablaðið náði tali af Pappas við Kauptúnið í gær sagði hann engin áform vera uppi um það að hefja rekstur á öðrum stöðum en í Kauptúninu í Garðabæ. Þannig verður Costco frábrugðin öðrum lágverðsmatvöruverslunum eins og Bónus, Krónunni eða Nettó, sem allar eru í íbúðahverfum. Pappas segir að Costco muni keppa við aðrar verslanir um verð og vöruúrvalið verði mikið. „Við erum meira en matvöruverslun,“ segir Pappas. Auk þess að bjóða upp á matvöru verður boðið upp á raftæki, bílavarahluti, dekk, húsgögn og fleira. Að auki er stefnt á að opnuð verði bensínstöð fyrir framan verslunina. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir ágætt að fá öflugt fyrirtæki í bæinn og að vonandi geti Costco rekið sína verslun með sóma og borgað góð laun. „En fyrst og fremst er þetta ávinningur, vonandi, fyrir neytendur á Íslandi að fá lægra vöruverð og meira úrval,“ segir Gunnar. Hann segir að Costco hafi áform um að stækka húsið örlítið í norður um tvö þúsund fermetra. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Bandaríska verslunarkeðjan Costo skrifaði í gær undir samning um kaup á húsnæði við Kauptún í Garðabæ. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að búist sé við því að verslunin verði opnuð sumarið 2016. Seljandi er félagið Sýsla, sem er í eigu bræðranna Sigurðar Gísla Pálmasonar og Jóns Pálmasonar. Að lokinni undirskrift fóru fulltrúar Costco hér á landi að Kauptúni til þess að skoða húsakynnin betur. Steve Pappas, svæðisstjóri Costco í Bretlandi og á Íslandi, er hér í sinni fimmtu ferð til landsins í tengslum við komu fyrirtækisins. Hann sagðist í samtali við Fréttablaðið vera mjög spenntur fyrir því að opna á Íslandi. Í tilkynningu sem Costco sendi frá sér í gær kom fram að ráðnir verða 160 starfsmenn héðan en stefnan er að þeir verði orðnir 250 eftir þrjú ár, þegar reynsla er komin á reksturinn. „Við væntum þess að byrja ráðningarferlið snemma á næsta ári,“ segir Pappas í tilkynningunni. Þegar Fréttablaðið náði tali af Pappas við Kauptúnið í gær sagði hann engin áform vera uppi um það að hefja rekstur á öðrum stöðum en í Kauptúninu í Garðabæ. Þannig verður Costco frábrugðin öðrum lágverðsmatvöruverslunum eins og Bónus, Krónunni eða Nettó, sem allar eru í íbúðahverfum. Pappas segir að Costco muni keppa við aðrar verslanir um verð og vöruúrvalið verði mikið. „Við erum meira en matvöruverslun,“ segir Pappas. Auk þess að bjóða upp á matvöru verður boðið upp á raftæki, bílavarahluti, dekk, húsgögn og fleira. Að auki er stefnt á að opnuð verði bensínstöð fyrir framan verslunina. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir ágætt að fá öflugt fyrirtæki í bæinn og að vonandi geti Costco rekið sína verslun með sóma og borgað góð laun. „En fyrst og fremst er þetta ávinningur, vonandi, fyrir neytendur á Íslandi að fá lægra vöruverð og meira úrval,“ segir Gunnar. Hann segir að Costco hafi áform um að stækka húsið örlítið í norður um tvö þúsund fermetra.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira