Costco byrjar að ráða starfsmenn í upphafi næsta árs Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. júlí 2015 07:00 Costco hefur áform um að ráðast í framkvæmdir og stækka húsnæðið um 2.000 fermetra. Þeir Gunnar Einarsson og Steve Pappas skoðuðu sig um í Kauptúni í gær. vísir/stefán Bandaríska verslunarkeðjan Costo skrifaði í gær undir samning um kaup á húsnæði við Kauptún í Garðabæ. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að búist sé við því að verslunin verði opnuð sumarið 2016. Seljandi er félagið Sýsla, sem er í eigu bræðranna Sigurðar Gísla Pálmasonar og Jóns Pálmasonar. Að lokinni undirskrift fóru fulltrúar Costco hér á landi að Kauptúni til þess að skoða húsakynnin betur. Steve Pappas, svæðisstjóri Costco í Bretlandi og á Íslandi, er hér í sinni fimmtu ferð til landsins í tengslum við komu fyrirtækisins. Hann sagðist í samtali við Fréttablaðið vera mjög spenntur fyrir því að opna á Íslandi. Í tilkynningu sem Costco sendi frá sér í gær kom fram að ráðnir verða 160 starfsmenn héðan en stefnan er að þeir verði orðnir 250 eftir þrjú ár, þegar reynsla er komin á reksturinn. „Við væntum þess að byrja ráðningarferlið snemma á næsta ári,“ segir Pappas í tilkynningunni. Þegar Fréttablaðið náði tali af Pappas við Kauptúnið í gær sagði hann engin áform vera uppi um það að hefja rekstur á öðrum stöðum en í Kauptúninu í Garðabæ. Þannig verður Costco frábrugðin öðrum lágverðsmatvöruverslunum eins og Bónus, Krónunni eða Nettó, sem allar eru í íbúðahverfum. Pappas segir að Costco muni keppa við aðrar verslanir um verð og vöruúrvalið verði mikið. „Við erum meira en matvöruverslun,“ segir Pappas. Auk þess að bjóða upp á matvöru verður boðið upp á raftæki, bílavarahluti, dekk, húsgögn og fleira. Að auki er stefnt á að opnuð verði bensínstöð fyrir framan verslunina. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir ágætt að fá öflugt fyrirtæki í bæinn og að vonandi geti Costco rekið sína verslun með sóma og borgað góð laun. „En fyrst og fremst er þetta ávinningur, vonandi, fyrir neytendur á Íslandi að fá lægra vöruverð og meira úrval,“ segir Gunnar. Hann segir að Costco hafi áform um að stækka húsið örlítið í norður um tvö þúsund fermetra. Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Bandaríska verslunarkeðjan Costo skrifaði í gær undir samning um kaup á húsnæði við Kauptún í Garðabæ. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að búist sé við því að verslunin verði opnuð sumarið 2016. Seljandi er félagið Sýsla, sem er í eigu bræðranna Sigurðar Gísla Pálmasonar og Jóns Pálmasonar. Að lokinni undirskrift fóru fulltrúar Costco hér á landi að Kauptúni til þess að skoða húsakynnin betur. Steve Pappas, svæðisstjóri Costco í Bretlandi og á Íslandi, er hér í sinni fimmtu ferð til landsins í tengslum við komu fyrirtækisins. Hann sagðist í samtali við Fréttablaðið vera mjög spenntur fyrir því að opna á Íslandi. Í tilkynningu sem Costco sendi frá sér í gær kom fram að ráðnir verða 160 starfsmenn héðan en stefnan er að þeir verði orðnir 250 eftir þrjú ár, þegar reynsla er komin á reksturinn. „Við væntum þess að byrja ráðningarferlið snemma á næsta ári,“ segir Pappas í tilkynningunni. Þegar Fréttablaðið náði tali af Pappas við Kauptúnið í gær sagði hann engin áform vera uppi um það að hefja rekstur á öðrum stöðum en í Kauptúninu í Garðabæ. Þannig verður Costco frábrugðin öðrum lágverðsmatvöruverslunum eins og Bónus, Krónunni eða Nettó, sem allar eru í íbúðahverfum. Pappas segir að Costco muni keppa við aðrar verslanir um verð og vöruúrvalið verði mikið. „Við erum meira en matvöruverslun,“ segir Pappas. Auk þess að bjóða upp á matvöru verður boðið upp á raftæki, bílavarahluti, dekk, húsgögn og fleira. Að auki er stefnt á að opnuð verði bensínstöð fyrir framan verslunina. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir ágætt að fá öflugt fyrirtæki í bæinn og að vonandi geti Costco rekið sína verslun með sóma og borgað góð laun. „En fyrst og fremst er þetta ávinningur, vonandi, fyrir neytendur á Íslandi að fá lægra vöruverð og meira úrval,“ segir Gunnar. Hann segir að Costco hafi áform um að stækka húsið örlítið í norður um tvö þúsund fermetra.
Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira