Bankastjórinn telur ódýrara að byggja við Austurhöfn Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. júlí 2015 07:00 Svona mun svæðið við Austurhöfn líta út með nýrri byggingu Landsbankans, Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir núverandi húsnæði Landsbankans óviðunandi. Meginþorri húsnæðisins sem Landsbankinn noti í Kvosinni sé leiguhúsnæði og flestir leigusamningarnir á milli eins til þriggja ára. Þetta skapi rekstraráhættu fyrir bankann. Í dag sé húsnæðið sem bankinn rekur starfsemi sína í eins og völundarhús og það skapi óhagræði. Fyrirhuguð bygging nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn í Reykjavík hefur verið harðlega gagnrýnd undanfarna daga. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt eru þingmennirnir Elín Hirst og Guðlaugur Þór Þórðarson.Steinþór PálssonVísir/DaníelNúverandi húsnæði sóun á peningum Steinþór segir aftur á móti að við núverandi húsnæðiskost sé verið að sóa peningum. Það væri 700 milljónum króna ódýrara að koma húsnæðinu í framtíðarmynd en að búa við óbreytt ástand. „Við erum búin að vera að skoða kosti í húsnæðismálum á undanförnum árum. Við viljum vera staðsett þar sem miðstöð verslunar og viðskipta er í landinu. Það er á þessu svæði þar sem Reykjavíkurborg hefur í aðalskipulagi sagt að eigi að vera aðalviðskiptaásinn, frá miðbænum og að Kirkjusandi,“ segir Steinþór. Lóðin við Austurhöfn hafi fengist á góðu verði. „Þar er búið að grafa og jarðvinnan er að mestu búin. Gatnagerðargjöld eru innifalin. Við borgum 58 þúsund krónur fyrir fermetrann,“ segir Steinþór og bendir á að lóðaverðið sé vægt, sé horft til þess að búið er að vinna jarðvegsvinnuna. Steinþór segir lóðina vera hagstæðari en ef keypt væri lóð annars staðar, eins og við Borgartúnið. „Vegna þess að það er búið að byggja mikið af bílastæðum við Hörpuna, sem eru tóm á daginn en full á kvöldin, það er því mikil samnýting. Og við munum þess vegna byggja miklu færri bílastæði þarna í Austurhöfninni heldur en ef við værum einhvers staðar við Borgartúnið eða í nágrenni,“ segir Steinþór. Segir dýrara að byggja á öðrum stað Hann tekur fram að bílastæðin séu mjög dýr í byggingu og ítrekar að þegar allt komi til alls sé þetta ódýrari lausn en að byggja höfuðstöðvar annars staðar. „Til viðbótar við þetta má nefna að í deiluskipulagi er gert ráð fyrir að hluti af jarðhæðinni verði nýttur í aðra starfsemi þannig að byggingin mun hýsa fleira en bara bankann,“ segir Steinþór. Það verði því byggt verslunarpláss og því ráðstafað til annarra aðila, annaðhvort með leigu eða sölu á hluta húsnæðisins. Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Brim hlaut hvatningarverðlaunin Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Sjá meira
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir núverandi húsnæði Landsbankans óviðunandi. Meginþorri húsnæðisins sem Landsbankinn noti í Kvosinni sé leiguhúsnæði og flestir leigusamningarnir á milli eins til þriggja ára. Þetta skapi rekstraráhættu fyrir bankann. Í dag sé húsnæðið sem bankinn rekur starfsemi sína í eins og völundarhús og það skapi óhagræði. Fyrirhuguð bygging nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn í Reykjavík hefur verið harðlega gagnrýnd undanfarna daga. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt eru þingmennirnir Elín Hirst og Guðlaugur Þór Þórðarson.Steinþór PálssonVísir/DaníelNúverandi húsnæði sóun á peningum Steinþór segir aftur á móti að við núverandi húsnæðiskost sé verið að sóa peningum. Það væri 700 milljónum króna ódýrara að koma húsnæðinu í framtíðarmynd en að búa við óbreytt ástand. „Við erum búin að vera að skoða kosti í húsnæðismálum á undanförnum árum. Við viljum vera staðsett þar sem miðstöð verslunar og viðskipta er í landinu. Það er á þessu svæði þar sem Reykjavíkurborg hefur í aðalskipulagi sagt að eigi að vera aðalviðskiptaásinn, frá miðbænum og að Kirkjusandi,“ segir Steinþór. Lóðin við Austurhöfn hafi fengist á góðu verði. „Þar er búið að grafa og jarðvinnan er að mestu búin. Gatnagerðargjöld eru innifalin. Við borgum 58 þúsund krónur fyrir fermetrann,“ segir Steinþór og bendir á að lóðaverðið sé vægt, sé horft til þess að búið er að vinna jarðvegsvinnuna. Steinþór segir lóðina vera hagstæðari en ef keypt væri lóð annars staðar, eins og við Borgartúnið. „Vegna þess að það er búið að byggja mikið af bílastæðum við Hörpuna, sem eru tóm á daginn en full á kvöldin, það er því mikil samnýting. Og við munum þess vegna byggja miklu færri bílastæði þarna í Austurhöfninni heldur en ef við værum einhvers staðar við Borgartúnið eða í nágrenni,“ segir Steinþór. Segir dýrara að byggja á öðrum stað Hann tekur fram að bílastæðin séu mjög dýr í byggingu og ítrekar að þegar allt komi til alls sé þetta ódýrari lausn en að byggja höfuðstöðvar annars staðar. „Til viðbótar við þetta má nefna að í deiluskipulagi er gert ráð fyrir að hluti af jarðhæðinni verði nýttur í aðra starfsemi þannig að byggingin mun hýsa fleira en bara bankann,“ segir Steinþór. Það verði því byggt verslunarpláss og því ráðstafað til annarra aðila, annaðhvort með leigu eða sölu á hluta húsnæðisins.
Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Brim hlaut hvatningarverðlaunin Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Sjá meira