Bankastjórinn telur ódýrara að byggja við Austurhöfn Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. júlí 2015 07:00 Svona mun svæðið við Austurhöfn líta út með nýrri byggingu Landsbankans, Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir núverandi húsnæði Landsbankans óviðunandi. Meginþorri húsnæðisins sem Landsbankinn noti í Kvosinni sé leiguhúsnæði og flestir leigusamningarnir á milli eins til þriggja ára. Þetta skapi rekstraráhættu fyrir bankann. Í dag sé húsnæðið sem bankinn rekur starfsemi sína í eins og völundarhús og það skapi óhagræði. Fyrirhuguð bygging nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn í Reykjavík hefur verið harðlega gagnrýnd undanfarna daga. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt eru þingmennirnir Elín Hirst og Guðlaugur Þór Þórðarson.Steinþór PálssonVísir/DaníelNúverandi húsnæði sóun á peningum Steinþór segir aftur á móti að við núverandi húsnæðiskost sé verið að sóa peningum. Það væri 700 milljónum króna ódýrara að koma húsnæðinu í framtíðarmynd en að búa við óbreytt ástand. „Við erum búin að vera að skoða kosti í húsnæðismálum á undanförnum árum. Við viljum vera staðsett þar sem miðstöð verslunar og viðskipta er í landinu. Það er á þessu svæði þar sem Reykjavíkurborg hefur í aðalskipulagi sagt að eigi að vera aðalviðskiptaásinn, frá miðbænum og að Kirkjusandi,“ segir Steinþór. Lóðin við Austurhöfn hafi fengist á góðu verði. „Þar er búið að grafa og jarðvinnan er að mestu búin. Gatnagerðargjöld eru innifalin. Við borgum 58 þúsund krónur fyrir fermetrann,“ segir Steinþór og bendir á að lóðaverðið sé vægt, sé horft til þess að búið er að vinna jarðvegsvinnuna. Steinþór segir lóðina vera hagstæðari en ef keypt væri lóð annars staðar, eins og við Borgartúnið. „Vegna þess að það er búið að byggja mikið af bílastæðum við Hörpuna, sem eru tóm á daginn en full á kvöldin, það er því mikil samnýting. Og við munum þess vegna byggja miklu færri bílastæði þarna í Austurhöfninni heldur en ef við værum einhvers staðar við Borgartúnið eða í nágrenni,“ segir Steinþór. Segir dýrara að byggja á öðrum stað Hann tekur fram að bílastæðin séu mjög dýr í byggingu og ítrekar að þegar allt komi til alls sé þetta ódýrari lausn en að byggja höfuðstöðvar annars staðar. „Til viðbótar við þetta má nefna að í deiluskipulagi er gert ráð fyrir að hluti af jarðhæðinni verði nýttur í aðra starfsemi þannig að byggingin mun hýsa fleira en bara bankann,“ segir Steinþór. Það verði því byggt verslunarpláss og því ráðstafað til annarra aðila, annaðhvort með leigu eða sölu á hluta húsnæðisins. Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Fríverslunarsamningur nauðsynlegur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir núverandi húsnæði Landsbankans óviðunandi. Meginþorri húsnæðisins sem Landsbankinn noti í Kvosinni sé leiguhúsnæði og flestir leigusamningarnir á milli eins til þriggja ára. Þetta skapi rekstraráhættu fyrir bankann. Í dag sé húsnæðið sem bankinn rekur starfsemi sína í eins og völundarhús og það skapi óhagræði. Fyrirhuguð bygging nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn í Reykjavík hefur verið harðlega gagnrýnd undanfarna daga. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt eru þingmennirnir Elín Hirst og Guðlaugur Þór Þórðarson.Steinþór PálssonVísir/DaníelNúverandi húsnæði sóun á peningum Steinþór segir aftur á móti að við núverandi húsnæðiskost sé verið að sóa peningum. Það væri 700 milljónum króna ódýrara að koma húsnæðinu í framtíðarmynd en að búa við óbreytt ástand. „Við erum búin að vera að skoða kosti í húsnæðismálum á undanförnum árum. Við viljum vera staðsett þar sem miðstöð verslunar og viðskipta er í landinu. Það er á þessu svæði þar sem Reykjavíkurborg hefur í aðalskipulagi sagt að eigi að vera aðalviðskiptaásinn, frá miðbænum og að Kirkjusandi,“ segir Steinþór. Lóðin við Austurhöfn hafi fengist á góðu verði. „Þar er búið að grafa og jarðvinnan er að mestu búin. Gatnagerðargjöld eru innifalin. Við borgum 58 þúsund krónur fyrir fermetrann,“ segir Steinþór og bendir á að lóðaverðið sé vægt, sé horft til þess að búið er að vinna jarðvegsvinnuna. Steinþór segir lóðina vera hagstæðari en ef keypt væri lóð annars staðar, eins og við Borgartúnið. „Vegna þess að það er búið að byggja mikið af bílastæðum við Hörpuna, sem eru tóm á daginn en full á kvöldin, það er því mikil samnýting. Og við munum þess vegna byggja miklu færri bílastæði þarna í Austurhöfninni heldur en ef við værum einhvers staðar við Borgartúnið eða í nágrenni,“ segir Steinþór. Segir dýrara að byggja á öðrum stað Hann tekur fram að bílastæðin séu mjög dýr í byggingu og ítrekar að þegar allt komi til alls sé þetta ódýrari lausn en að byggja höfuðstöðvar annars staðar. „Til viðbótar við þetta má nefna að í deiluskipulagi er gert ráð fyrir að hluti af jarðhæðinni verði nýttur í aðra starfsemi þannig að byggingin mun hýsa fleira en bara bankann,“ segir Steinþór. Það verði því byggt verslunarpláss og því ráðstafað til annarra aðila, annaðhvort með leigu eða sölu á hluta húsnæðisins.
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Fríverslunarsamningur nauðsynlegur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira