Hinn endalausi gríski harmleikur Stjórnarmaðurinn skrifar 24. júní 2015 09:15 Efnahagslegar ófarir Grikkja virðast endalausar. Þegar þetta er ritað virðist þó ætla að fara svo að lengt verði í hengingarólinni í enn eitt skiptið – aðilar gefi sér til vikuloka til að ná samkomulagi. Grikkir fengu framlag frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Seðlabanka Evrópu og fleirum árið 2010. Gjalddagar þessara lána nálgast nú en tæplega nítján milljarðar evra koma til greiðslu á næstu sex mánuðum. Grikkir hafa ekki enn lent í greiðsluþroti, en útséð er að náist ekki samkomulag um frekari greiðslufrest og fjárframlög er slíkt óumflýjanlegt. Grikkir voru vissulega ekki einir til að fá fjárhagsaðstoð á árunum eftir 2008. Nægir þar að nefna Íslendinga, Spán, Portúgal og fleiri lönd. Fjárhagsaðstoð fylgja hins vegar skilyrði um áherslur í ríkisrekstri, sparnaðaraðgerðir o.s.frv. Grikkir skera sig úr öðrum lántakendum að því leyti að þeim hefur nánast í engu tekist að fylgja skilyrðum lánardrottna. Grikkir lofuðu endurbótum á virðisaukaskattskerfinu, og að skera niður lífeyrisgreiðslur. Lítið hefur orðið um efndir. Sömuleiðis lofuðu þeir að selja ríkiseignir fyrir fimmtíu milljarða evra – rauntalan, nú fimm árum seinna, er rétt ríflega tveir milljarðar. Staðan er því sú að Grikkir eiga enga raunhæfa möguleika á að standa við skuldbindingar sínar. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Forsvarsmenn ESB, með Þýskaland í fararbroddi, stendur frammi fyrir erfiðum valkostum. Hvað gerist ef þeir afskrifa skuldir Grikkja? Fylgja þá ekki lönd á borð við Írland, Spán, Portúgal og fleiri í kjölfarið og krefjast þess sama? A.m.k. er líklegt að erfitt verði fyrir ríkisstjórnir í þeim löndum að réttlæta aðhaldsaðgerðir ef dæmi Grikklands sannar að fljótlegri og sársaukalausari leið er einfaldlega að krefjast afskrifta. Valkostirnir eru því ómögulegir: annaðhvort verða skuldirnar afskrifaðar að hluta með tilheyrandi hættu á holskeflu sambærilegra mála frá öðrum lántökum, eða Grikkir verða nauðbeygðir til að undirrita samkomulag sem allir vita að þeir geta ekki staðið við. Þriðji valkosturinn er að Grikkir hreinlega segi sig frá myntstarfinu og gangi úr ESB. Ljóst er að afleiðingar af slíku yrðu hrikalegar fyrir Grikki. Fyrir liggur að bankakerfi landsins myndi ekki þola þá niðurstöðu, og hrikta myndi í öllum grunnstoðum samfélagsins. Sennilegt er að ESB stæði brotthvarf Grikkja vel af sér í efnahagslegu tilliti. Hins vegar yrði það mikill álitshnekkir fyrir félagsskap sem gangsettur var til að varðveita friðinn í álfunni, ef minnsti bróðirinn yrði skilinn eftir á berangri.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Grikkland Stjórnarmaðurinn Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Efnahagslegar ófarir Grikkja virðast endalausar. Þegar þetta er ritað virðist þó ætla að fara svo að lengt verði í hengingarólinni í enn eitt skiptið – aðilar gefi sér til vikuloka til að ná samkomulagi. Grikkir fengu framlag frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Seðlabanka Evrópu og fleirum árið 2010. Gjalddagar þessara lána nálgast nú en tæplega nítján milljarðar evra koma til greiðslu á næstu sex mánuðum. Grikkir hafa ekki enn lent í greiðsluþroti, en útséð er að náist ekki samkomulag um frekari greiðslufrest og fjárframlög er slíkt óumflýjanlegt. Grikkir voru vissulega ekki einir til að fá fjárhagsaðstoð á árunum eftir 2008. Nægir þar að nefna Íslendinga, Spán, Portúgal og fleiri lönd. Fjárhagsaðstoð fylgja hins vegar skilyrði um áherslur í ríkisrekstri, sparnaðaraðgerðir o.s.frv. Grikkir skera sig úr öðrum lántakendum að því leyti að þeim hefur nánast í engu tekist að fylgja skilyrðum lánardrottna. Grikkir lofuðu endurbótum á virðisaukaskattskerfinu, og að skera niður lífeyrisgreiðslur. Lítið hefur orðið um efndir. Sömuleiðis lofuðu þeir að selja ríkiseignir fyrir fimmtíu milljarða evra – rauntalan, nú fimm árum seinna, er rétt ríflega tveir milljarðar. Staðan er því sú að Grikkir eiga enga raunhæfa möguleika á að standa við skuldbindingar sínar. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Forsvarsmenn ESB, með Þýskaland í fararbroddi, stendur frammi fyrir erfiðum valkostum. Hvað gerist ef þeir afskrifa skuldir Grikkja? Fylgja þá ekki lönd á borð við Írland, Spán, Portúgal og fleiri í kjölfarið og krefjast þess sama? A.m.k. er líklegt að erfitt verði fyrir ríkisstjórnir í þeim löndum að réttlæta aðhaldsaðgerðir ef dæmi Grikklands sannar að fljótlegri og sársaukalausari leið er einfaldlega að krefjast afskrifta. Valkostirnir eru því ómögulegir: annaðhvort verða skuldirnar afskrifaðar að hluta með tilheyrandi hættu á holskeflu sambærilegra mála frá öðrum lántökum, eða Grikkir verða nauðbeygðir til að undirrita samkomulag sem allir vita að þeir geta ekki staðið við. Þriðji valkosturinn er að Grikkir hreinlega segi sig frá myntstarfinu og gangi úr ESB. Ljóst er að afleiðingar af slíku yrðu hrikalegar fyrir Grikki. Fyrir liggur að bankakerfi landsins myndi ekki þola þá niðurstöðu, og hrikta myndi í öllum grunnstoðum samfélagsins. Sennilegt er að ESB stæði brotthvarf Grikkja vel af sér í efnahagslegu tilliti. Hins vegar yrði það mikill álitshnekkir fyrir félagsskap sem gangsettur var til að varðveita friðinn í álfunni, ef minnsti bróðirinn yrði skilinn eftir á berangri.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Grikkland Stjórnarmaðurinn Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira