Setja skilyrði um erlent eignarhald til fimm ára Jón Hákon Halldórsson og Sveinn Arnarsson skrifa 11. júní 2015 07:00 Slitastjórn vísir/gva Fari svo að erlendir aðilar kaupi Íslandsbanka geta þeir ekki selt íslenskum aðilum bankann aftur næstu fimm árin, samkvæmt bréfi sem kröfuhafar Glitnis sendu stjórnvöldum rétt fyrir blaðamannafund um losun hafta á mánudaginn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er skilyrðið komið frá kröfuhöfum sjálfum, en ekki íslenskum stjórnvöldum, í því skyni að fá sem mest virði af sölu bankans til erlendra aðila. Undanfarin ár hafa eigendur Íslandsbanka horft til þess að bankinn verði seldur annaðhvort asískum fjárfestum eða tvískráður í Kauphöll á Íslandi og í Skandinavíu. Hefur þá einkum verið horft til kauphallarinnar í Noregi. Páll Eiríksson, sem situr í slitastjórn Glitnis, túlkar fyrrgreinda grein í bréfi kröfuhafa til stjórnvalda þannig að í þessu felist að Íslandsbanki verði ekki í eigu innlendra aðila næstu fimm árin. „Þú sérð það nú bara á þessari tilkynningu sem er á vefnum hjá ráðuneytinu að þar eru menn að undirgangast það að bankinn verði ekki í eigu innlendra aðila að minnsta kosti næstu fimm árin,“ segir Páll. Og þá gefi það augaleið að bankinn verði ekki seldur innlendum aðila eða skráður hér á markaði.Guðrún JohnsenGuðrún Johnsen, stjórnarmaður í Arion banka, lektor í fjármálum við viðskiptafræðideild HÍ og stjórnarmaður í Gagnsæi – samtökum gegn spillingu, telur jákvætt að erlendir aðilar eignist hlut í íslenskum bönkum. „Fyrir utan jákvæð áhrif á hugsanlega meiri fjölbreytileika í stjórnum bankanna þá er það svo að ef bankar lenda í vanda getur komið upp sú staða að hluthafar þurfi að leggja þeim til fé. Það yrði þá erlent greiðsluflæði inn í landið,“ segir Guðrún. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, hefur aftur á móti sagt að það samrýmist ekki hugmyndum um efnahagslegan stöðugleika að selja bankana úr landi. Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Sjá meira
Fari svo að erlendir aðilar kaupi Íslandsbanka geta þeir ekki selt íslenskum aðilum bankann aftur næstu fimm árin, samkvæmt bréfi sem kröfuhafar Glitnis sendu stjórnvöldum rétt fyrir blaðamannafund um losun hafta á mánudaginn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er skilyrðið komið frá kröfuhöfum sjálfum, en ekki íslenskum stjórnvöldum, í því skyni að fá sem mest virði af sölu bankans til erlendra aðila. Undanfarin ár hafa eigendur Íslandsbanka horft til þess að bankinn verði seldur annaðhvort asískum fjárfestum eða tvískráður í Kauphöll á Íslandi og í Skandinavíu. Hefur þá einkum verið horft til kauphallarinnar í Noregi. Páll Eiríksson, sem situr í slitastjórn Glitnis, túlkar fyrrgreinda grein í bréfi kröfuhafa til stjórnvalda þannig að í þessu felist að Íslandsbanki verði ekki í eigu innlendra aðila næstu fimm árin. „Þú sérð það nú bara á þessari tilkynningu sem er á vefnum hjá ráðuneytinu að þar eru menn að undirgangast það að bankinn verði ekki í eigu innlendra aðila að minnsta kosti næstu fimm árin,“ segir Páll. Og þá gefi það augaleið að bankinn verði ekki seldur innlendum aðila eða skráður hér á markaði.Guðrún JohnsenGuðrún Johnsen, stjórnarmaður í Arion banka, lektor í fjármálum við viðskiptafræðideild HÍ og stjórnarmaður í Gagnsæi – samtökum gegn spillingu, telur jákvætt að erlendir aðilar eignist hlut í íslenskum bönkum. „Fyrir utan jákvæð áhrif á hugsanlega meiri fjölbreytileika í stjórnum bankanna þá er það svo að ef bankar lenda í vanda getur komið upp sú staða að hluthafar þurfi að leggja þeim til fé. Það yrði þá erlent greiðsluflæði inn í landið,“ segir Guðrún. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, hefur aftur á móti sagt að það samrýmist ekki hugmyndum um efnahagslegan stöðugleika að selja bankana úr landi.
Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Sjá meira