Körfubolti

Metyfirburðir KR í fráköstum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sárt saknað. Myron Dempsey er með 12,7 fráköst að meðaltali í leik í úrslitakeppninni.
Sárt saknað. Myron Dempsey er með 12,7 fráköst að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Fréttablaðið/stefán
KR-ingar urðu á mánudaginn fyrsta liðið til að vinna fráköstin með meira en þrjátíu frákasta mun í úrslitaeinvígi karla frá því að farið var að taka tölfræði í lokaúrslitunum 1995.

KR-liðið tók 61 frákast í fyrsta leiknum á móti Tindastól og vann fráköstin með 32. KR-liðið tók meðal annars 23 sóknarfráköst eða tveimur fráköstum meira en Stólarnir tóku í vörn. KR-ingar unnu síðan fráköstin undir sinni eigin körfu 38-8.

Stólarnir léku án síns besta frákastara í leiknum, þar sem að miðherjinn Myron Dempsey meiddist á æfingu fyrir leikinn, og það hafði mögulega afleiðingar í frákastabaráttunni en KR vann leikinn með tuttugu stigum 94-74.

Ekki er vitað hvort Dempsey verður orðinn leikfær þegar annar leikur liðanna fer fram á Sauðárkróki klukkan 19.15 í kvöld. Tindastólsmenn gera örugglega allt til þess að koma Dempsey í gang fyrir leikinn sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×