Bílstjórar breiði út faðminn Stjórnarmaðurinn skrifar 22. apríl 2015 11:45 Akstur leigubifreiða á Íslandi er einokunarbransi. Þeir einir sem fengið hafa atvinnuleyfi frá Samgöngustofu og tengdir eru bifreiðastöðvum geta ekið leigubíl á Íslandi. Bifreiðastöðvar í landinu eru fimm og fjöldatakmarkanir eru á leyfum. Gjaldskrá leigubifreiða er samræmd, þú greiðir eftir sömu gjaldskrá hvar sem þú stígur upp í leigubíl, óháð gæðum bifreiðar, reynslu bílstjórans eða öðrum þáttum sem máli skipta. Stjórnarmaðurinn hefur nýtt sér þjónustu Uber á ferðum sínum. Margir lesendur þekkja Uber. Bílstjórinn ekur sínum eigin bíl og tengist notandanum gegnum sérstakt app. Notandinn fær nákvæmar praktískar upplýsingar gegnum appið, og getur séð ferðir bílsins í rauntíma á korti. Notendur geta valið um gæði bifreiða. Dugar lítill rafmagnsbíll, þarftu pláss fyrir farangur eða viltu glæsibifreið? Greiðsla er innheimt í samræmi við gæði bílsins, lengd ferðarinnar, tíma dags o.s.frv. Til viðbótar býður Uber upp á einkunnagjöf – fyrir bílstjóra og farþega. Bílstjórar leggja sig því fram um að veita góða þjónustu, og farþeginn við að haga sér skikkanlega. Uber gerir strangar kröfur til bílstjóra sem aka undir merkjum félagsins. Bíllinn má ekki vera eldri en fjögurra ára, og bílstjórinn skal vera með óflekkað mannorð. Svona mætti áfram telja. Leigubifreiðastöðvum á Íslandi ber lagaskylda til að skipuleggja starfsemi sína með þeim hætti að veitt sé góð og örugg þjónusta. Nokkuð vantar upp á eins og staðan er í dag. Engin leið er að vita hvaða bíll kemur, þú getur lent á spánýrri Benz-bifreið eða gömlu rúgbrauðslíki sem hangir saman á hjörunum. Þjónustan er líka furðulega dýr. Uber getur eins og staðan er í dag ekki hafið starfsemi á Íslandi, enda ekki bifreiðastöð og bílstjórarnir ekki með leyfi. Á vefsíðu Bifreiðastjórafélagsins Frama segir um frjálsan leigubílarekstur: „Leigubílstjórum er kunnugt um að þar sem aðhald hefur verið minnkað með leigubílstjórum hafi menn sem gerst hafi sekir um glæpi reynt að komast í stéttina en það má alls ekki gerast hér á Íslandi.“ Sá sem þetta ritar getur varla talað fyrir hönd stéttarinnar. Vitaskuld er eðlilegt að stíga varlega til jarðar þegar kemur að breytingum. Hræðsluáróður á þó aldrei rétt á sér. Dæmi Uber sýnir að frjáls leigubílarekstur skilar sér í betri þjónustu, sanngjarnara verði og öruggari bifreiðum. Uber veitir góðum bílstjórum líka tækifæri og vettvang til að skara fram úr. Framúrskarandi bílstjórar, og farþegar, ættu því að taka frjálsum leigubílarekstri opnum örmum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Sjá meira
Akstur leigubifreiða á Íslandi er einokunarbransi. Þeir einir sem fengið hafa atvinnuleyfi frá Samgöngustofu og tengdir eru bifreiðastöðvum geta ekið leigubíl á Íslandi. Bifreiðastöðvar í landinu eru fimm og fjöldatakmarkanir eru á leyfum. Gjaldskrá leigubifreiða er samræmd, þú greiðir eftir sömu gjaldskrá hvar sem þú stígur upp í leigubíl, óháð gæðum bifreiðar, reynslu bílstjórans eða öðrum þáttum sem máli skipta. Stjórnarmaðurinn hefur nýtt sér þjónustu Uber á ferðum sínum. Margir lesendur þekkja Uber. Bílstjórinn ekur sínum eigin bíl og tengist notandanum gegnum sérstakt app. Notandinn fær nákvæmar praktískar upplýsingar gegnum appið, og getur séð ferðir bílsins í rauntíma á korti. Notendur geta valið um gæði bifreiða. Dugar lítill rafmagnsbíll, þarftu pláss fyrir farangur eða viltu glæsibifreið? Greiðsla er innheimt í samræmi við gæði bílsins, lengd ferðarinnar, tíma dags o.s.frv. Til viðbótar býður Uber upp á einkunnagjöf – fyrir bílstjóra og farþega. Bílstjórar leggja sig því fram um að veita góða þjónustu, og farþeginn við að haga sér skikkanlega. Uber gerir strangar kröfur til bílstjóra sem aka undir merkjum félagsins. Bíllinn má ekki vera eldri en fjögurra ára, og bílstjórinn skal vera með óflekkað mannorð. Svona mætti áfram telja. Leigubifreiðastöðvum á Íslandi ber lagaskylda til að skipuleggja starfsemi sína með þeim hætti að veitt sé góð og örugg þjónusta. Nokkuð vantar upp á eins og staðan er í dag. Engin leið er að vita hvaða bíll kemur, þú getur lent á spánýrri Benz-bifreið eða gömlu rúgbrauðslíki sem hangir saman á hjörunum. Þjónustan er líka furðulega dýr. Uber getur eins og staðan er í dag ekki hafið starfsemi á Íslandi, enda ekki bifreiðastöð og bílstjórarnir ekki með leyfi. Á vefsíðu Bifreiðastjórafélagsins Frama segir um frjálsan leigubílarekstur: „Leigubílstjórum er kunnugt um að þar sem aðhald hefur verið minnkað með leigubílstjórum hafi menn sem gerst hafi sekir um glæpi reynt að komast í stéttina en það má alls ekki gerast hér á Íslandi.“ Sá sem þetta ritar getur varla talað fyrir hönd stéttarinnar. Vitaskuld er eðlilegt að stíga varlega til jarðar þegar kemur að breytingum. Hræðsluáróður á þó aldrei rétt á sér. Dæmi Uber sýnir að frjáls leigubílarekstur skilar sér í betri þjónustu, sanngjarnara verði og öruggari bifreiðum. Uber veitir góðum bílstjórum líka tækifæri og vettvang til að skara fram úr. Framúrskarandi bílstjórar, og farþegar, ættu því að taka frjálsum leigubílarekstri opnum örmum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Sjá meira