50 milljarðar fari í hlutabréf Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. apríl 2015 19:15 Tilboð fyrir 25,5 milljarða bárust í 6,4 milljarða hlut í Reitum. fréttablaðið/valli Fjárfestingarþörf á íslenskum hlutabréfamarkaði í ár gæti orðið rúmir 50 milljarðar króna. Þetta kom fram í máli Hrafns Steinarssonar, hjá Greiningardeild Arion banka, þegar hagspá Greiningardeildarinnar var kynnt í gær. Hrafn bendir á að allt stefni í að arðgreiðslur skráðra félaga verði um 28 milljarðar í ár, en þær voru 20 milljarðar í fyrra. Hann býst við því að fjárfestar nýti það fé í endurfjárfestingar. Hrafn skoðaði líka flæði í verðbréfasjóði og segir að hvað það varðar sé sterkara innflæði í hlutabréfasjóði en skuldabréfasjóði. Hreint innflæði í hlutabréfasjóði nemi 10 milljörðum en skuldabréfasjóðir standi í stað. „Svo búumst við við því að lífeyrissjóðir muni setja sextán milljarða í hlutabréf í ár,“ segir Hrafn og bætir því við að þetta séu þær forsendur sem Greiningardeildin gefi sér. Hrafn segir að við vinnslu hagspárinnar hafi verið horft til þess að það væru kjaradeilur fram undan og vaxandi verðbólguáhyggjur. Greiningardeild geri því ráð fyrir að fjárfestar vilji löng verðtryggð skuldabréf en mögulega löng óverðtryggð líka. „En þeir hafa viljað draga úr skuldabréfaeign og reyna að auka breiddina hlutabréfamegin,“ segir Hrafn. Hann telji því að nýskráningar henti lífeyrissjóðum vel. „Það er tekið mjög vel í nýskráningar á markaði eins og er,“ segir Hrafn og bendir á að það hafi verið mikil eftirspurn eftir bréfum í útboði fasteignafélagsins Reita, þar sem 25,5 milljarða króna eftirspurn var eftir bréfum fyrir 6,4 milljarða. Nú fylgi hlutafjárútboð Eikar eftir í framhaldinu. „En framboð og eftirspurn mætist alltaf á endanum, það er bara spurning hvert verðið verði,“ segir Hrafn. Hann telur því að það geti orðið þrýstingur upp á við á verði hlutabréfa. „Sérstaklega gætu nýskráningarnar verið að verðleggjast á mjög góðu verði um þessar mundir. Svo er spurning hvernig eftirmarkaðurinn þróast eftir nýskráningarnar. Þá munu kjarasamningarnir auðvitað líka lita hlutabréfamarkaðinn. Menn munu setja hærri ávöxtunarkröfu á félögin og hann gæti átt dálítið erfitt þegar ólgan er á vinnumarkaði og óvissan fram undan. En eftirspurnin er fyrir hendi og nýskráningin held ég að gangi mjög vel,“ segir hann. Hrafn segir að hvað eftirmarkaðinn varðar sé besta sviðsmyndin væntanlega sú ef það næðist þokkaleg lending í kjaramálum. „Ef við myndum til dæmis ná að sleppa við stýrivaxtahækkanir þá gætum við séð hlutabréfamarkaðinn taka vel við sér seinni hluta ársins. En ef við dettum í þetta verðbólguskeið, miklar vaxtahækkanir, þá verður ábyggilega dálítið þungt í mönnum,“ segir hann. Þrjár skráningar eru öruggar í ár, Reitir eru afstaðnir, Eik fylgir fast á eftir og svo hefur Orri Hauksson, forstjóri Símans, boðað að félagið verði skráð í haust. Að auki eru væntingar gerðar til þess að Advania og Skeljungur verði skráð en ekkert er öruggt í þeim efnum. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Fjárfestingarþörf á íslenskum hlutabréfamarkaði í ár gæti orðið rúmir 50 milljarðar króna. Þetta kom fram í máli Hrafns Steinarssonar, hjá Greiningardeild Arion banka, þegar hagspá Greiningardeildarinnar var kynnt í gær. Hrafn bendir á að allt stefni í að arðgreiðslur skráðra félaga verði um 28 milljarðar í ár, en þær voru 20 milljarðar í fyrra. Hann býst við því að fjárfestar nýti það fé í endurfjárfestingar. Hrafn skoðaði líka flæði í verðbréfasjóði og segir að hvað það varðar sé sterkara innflæði í hlutabréfasjóði en skuldabréfasjóði. Hreint innflæði í hlutabréfasjóði nemi 10 milljörðum en skuldabréfasjóðir standi í stað. „Svo búumst við við því að lífeyrissjóðir muni setja sextán milljarða í hlutabréf í ár,“ segir Hrafn og bætir því við að þetta séu þær forsendur sem Greiningardeildin gefi sér. Hrafn segir að við vinnslu hagspárinnar hafi verið horft til þess að það væru kjaradeilur fram undan og vaxandi verðbólguáhyggjur. Greiningardeild geri því ráð fyrir að fjárfestar vilji löng verðtryggð skuldabréf en mögulega löng óverðtryggð líka. „En þeir hafa viljað draga úr skuldabréfaeign og reyna að auka breiddina hlutabréfamegin,“ segir Hrafn. Hann telji því að nýskráningar henti lífeyrissjóðum vel. „Það er tekið mjög vel í nýskráningar á markaði eins og er,“ segir Hrafn og bendir á að það hafi verið mikil eftirspurn eftir bréfum í útboði fasteignafélagsins Reita, þar sem 25,5 milljarða króna eftirspurn var eftir bréfum fyrir 6,4 milljarða. Nú fylgi hlutafjárútboð Eikar eftir í framhaldinu. „En framboð og eftirspurn mætist alltaf á endanum, það er bara spurning hvert verðið verði,“ segir Hrafn. Hann telur því að það geti orðið þrýstingur upp á við á verði hlutabréfa. „Sérstaklega gætu nýskráningarnar verið að verðleggjast á mjög góðu verði um þessar mundir. Svo er spurning hvernig eftirmarkaðurinn þróast eftir nýskráningarnar. Þá munu kjarasamningarnir auðvitað líka lita hlutabréfamarkaðinn. Menn munu setja hærri ávöxtunarkröfu á félögin og hann gæti átt dálítið erfitt þegar ólgan er á vinnumarkaði og óvissan fram undan. En eftirspurnin er fyrir hendi og nýskráningin held ég að gangi mjög vel,“ segir hann. Hrafn segir að hvað eftirmarkaðinn varðar sé besta sviðsmyndin væntanlega sú ef það næðist þokkaleg lending í kjaramálum. „Ef við myndum til dæmis ná að sleppa við stýrivaxtahækkanir þá gætum við séð hlutabréfamarkaðinn taka vel við sér seinni hluta ársins. En ef við dettum í þetta verðbólguskeið, miklar vaxtahækkanir, þá verður ábyggilega dálítið þungt í mönnum,“ segir hann. Þrjár skráningar eru öruggar í ár, Reitir eru afstaðnir, Eik fylgir fast á eftir og svo hefur Orri Hauksson, forstjóri Símans, boðað að félagið verði skráð í haust. Að auki eru væntingar gerðar til þess að Advania og Skeljungur verði skráð en ekkert er öruggt í þeim efnum.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent