Ljótt ef satt er Stjórnarmaðurinn skrifar 8. apríl 2015 07:00 Stjórnarmaðurinn reynir að láta ekki fréttir eða aðra tímaþjófa spilla heimilisfriðinum á stórhátíðum. Þessa páskana var þó tvennt sem kom róti á hugann. Fyrra atriðið var sú niðurstaða Hæstaréttar að kalla ekki til vitnaleiðslu héraðsdómara í Aurum-málinu, en sá dómari hélt því fram að sérstakur saksóknari hefði logið til um að hafa ekki vitað um tengsl Sverris og Ólafs Ólafssona við málflutning í málinu. Sverrir var meðdómandi í Aurum-málinu, en Ólafur bróðir hans hlaut dóm í Al Thani-málinu. Sakborningar í Aurum-málinu voru, eins og kunnugt er, sýknaðir í héraði en sérstakur hefur nú gert kröfu um að málinu verði vísað aftur heim þar sem Sverrir hafi verið vanhæfur vegna tengsla við Ólaf bróður sinn. Héraðsdómarinn í málinu segir þetta hins vegar ótæka kröfu þar sem sérstakur hafi sjálfur greint sér frá tengslum Ólafs og Sverris í símtali áður en málarekstur hófst, og ekki gert athugasemd við skipan Sverris. Stjórnarmaðurinn vonar að Hæstiréttur meti sem svo að nægar upplýsingar liggi fyrir í skriflegum gögnum málsins til að kveða upp úr um hvort sérstakur hafi sagt ósatt opinberlega um þetta atriði. Hvernig mætti það annars vera að ekki skipti máli að leiða í ljós hvort handhafi ákæruvalds telji sér heimilt að beita fyrir sig lygum sætti hann sig ekki við niðurstöðu dómsmála? Síðara atriðið var grein Ingibjargar Kristjánsdóttur, eiginkonu Ólafs Ólafssonar, í Fréttablaðinu, en þar heldur hún því fram að sakfelling eiginmanns hennar hafi a.m.k. að hluta byggst á hljóðrituðu símtali við „Óla“ nokkurn. Hæstiréttur hafi í dómi sínum talið að þarna færi Ólafur sjálfur, en í raun hafi verið um annan „Óla“ að ræða – sérfræðing í kauphallarviðskiptum. Stjórnarmaðurinn ætlar ekki að kveða upp dóm í Al Thani-málinu. Það er búið og gert. Hann hefur hins vegar áður velt vöngum yfir því á þessum vettvangi hvers vegna sjeikinn sjálfur var aldrei ákærður í málinu eða fullnægjandi tilraunir gerðar til að ná af honum tali. Þau atriði sem hér hafa verið talin upp; ósannsögli saksóknarans, möguleg mannavilla Hæstaréttar og skortur á viðleitni við að upplýsa mál, gætu hins vegar verið nótur í sama stefi. Stefi þar sem menn telja tilganginn helga meðalið, og mikilvægara að ná fram friðþægingu en að vanda til verka. Stjórnarmaðurinn vonar svo sannarlega að sú sé ekki raunin, enda sjálft réttarríkið undir.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Stjórnarmaðurinn reynir að láta ekki fréttir eða aðra tímaþjófa spilla heimilisfriðinum á stórhátíðum. Þessa páskana var þó tvennt sem kom róti á hugann. Fyrra atriðið var sú niðurstaða Hæstaréttar að kalla ekki til vitnaleiðslu héraðsdómara í Aurum-málinu, en sá dómari hélt því fram að sérstakur saksóknari hefði logið til um að hafa ekki vitað um tengsl Sverris og Ólafs Ólafssona við málflutning í málinu. Sverrir var meðdómandi í Aurum-málinu, en Ólafur bróðir hans hlaut dóm í Al Thani-málinu. Sakborningar í Aurum-málinu voru, eins og kunnugt er, sýknaðir í héraði en sérstakur hefur nú gert kröfu um að málinu verði vísað aftur heim þar sem Sverrir hafi verið vanhæfur vegna tengsla við Ólaf bróður sinn. Héraðsdómarinn í málinu segir þetta hins vegar ótæka kröfu þar sem sérstakur hafi sjálfur greint sér frá tengslum Ólafs og Sverris í símtali áður en málarekstur hófst, og ekki gert athugasemd við skipan Sverris. Stjórnarmaðurinn vonar að Hæstiréttur meti sem svo að nægar upplýsingar liggi fyrir í skriflegum gögnum málsins til að kveða upp úr um hvort sérstakur hafi sagt ósatt opinberlega um þetta atriði. Hvernig mætti það annars vera að ekki skipti máli að leiða í ljós hvort handhafi ákæruvalds telji sér heimilt að beita fyrir sig lygum sætti hann sig ekki við niðurstöðu dómsmála? Síðara atriðið var grein Ingibjargar Kristjánsdóttur, eiginkonu Ólafs Ólafssonar, í Fréttablaðinu, en þar heldur hún því fram að sakfelling eiginmanns hennar hafi a.m.k. að hluta byggst á hljóðrituðu símtali við „Óla“ nokkurn. Hæstiréttur hafi í dómi sínum talið að þarna færi Ólafur sjálfur, en í raun hafi verið um annan „Óla“ að ræða – sérfræðing í kauphallarviðskiptum. Stjórnarmaðurinn ætlar ekki að kveða upp dóm í Al Thani-málinu. Það er búið og gert. Hann hefur hins vegar áður velt vöngum yfir því á þessum vettvangi hvers vegna sjeikinn sjálfur var aldrei ákærður í málinu eða fullnægjandi tilraunir gerðar til að ná af honum tali. Þau atriði sem hér hafa verið talin upp; ósannsögli saksóknarans, möguleg mannavilla Hæstaréttar og skortur á viðleitni við að upplýsa mál, gætu hins vegar verið nótur í sama stefi. Stefi þar sem menn telja tilganginn helga meðalið, og mikilvægara að ná fram friðþægingu en að vanda til verka. Stjórnarmaðurinn vonar svo sannarlega að sú sé ekki raunin, enda sjálft réttarríkið undir.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira