Erlend ríki veiddu 5,4 prósent aflans við Ísland Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2015 14:52 Íslendingar veiddu næst mest allra Evrópuþjóða og eru í 18. sæti heimslistans. Vísir/Vilhlem Tæplega 1,3 milljón tonn veiddust af fiski við Ísland árið 2012 eða um 1,4 prósent af heimsaflanum. Hagstofan birtir þessar upplýsingar en þær eru unnar upp úr tölum frá Alþjóðahafrannsóknarráðinu (ICES). Af þeim afla voru erlend ríki með um 69 þúsund tonn, eða um 5,4% aflans, þar af var loðna um 88%. Færeyjar, Grænland og Noregur veiddu samanlagt 99,6% af afla erlendra ríkja við Ísland.Myndin sýnir annars vegar fiskveiðisvæðið Va og hins vegar 200 mílna fiskveiðilögsögu Íslendinga til samanburðar. Brotin lína sýnir fiskveiðilögsögu Íslands. Heil lína sýnir fiskveiðisvæði Va.Mynd/Hagstofa ÍslandsÁrið 2012 var heimsaflinn 92,5 milljónir tonn, sem er tæpum 2,4 milljónum tonnum minna en árið áður, samkvæmt tölum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Mestur afli veiddist í Kyrrahafi. Mest veidda tegundin er perúansjósa, eins og á síðustu árum, en næst mest veidda tegundin er alaskaufsi. Mest af heimsaflanum var veiddur í Asíu, næst mest í Ameríku og svo Evrópu. Kínverjar veiddu mest allra þjóða árið 2012, en Norðmenn veiddu mest allra Evrópuþjóða og eru í 12. sæti yfir mestu veiðiþjóðir. Íslendingar veiddu næst mest allra Evrópuþjóða og eru í 18. sæti heimslistans. Alþjóðahafrannsóknarráðið skiptir Norður-Atlantshafinu í 12 megin undirsvæði, þar á meðal er svæði Va sem umlykur Ísland. 200 mílna fiskveiðilögsaga Íslands er að stærstum hluta á svæði Va, en nær einnig að hluta til inn á svæði II, XII og XIV. Tölur birtar hér yfir afla erlendra ríkja við Ísland eiga eingöngu við svæði Va samkvæmt skilgreiningu ICES. Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Tæplega 1,3 milljón tonn veiddust af fiski við Ísland árið 2012 eða um 1,4 prósent af heimsaflanum. Hagstofan birtir þessar upplýsingar en þær eru unnar upp úr tölum frá Alþjóðahafrannsóknarráðinu (ICES). Af þeim afla voru erlend ríki með um 69 þúsund tonn, eða um 5,4% aflans, þar af var loðna um 88%. Færeyjar, Grænland og Noregur veiddu samanlagt 99,6% af afla erlendra ríkja við Ísland.Myndin sýnir annars vegar fiskveiðisvæðið Va og hins vegar 200 mílna fiskveiðilögsögu Íslendinga til samanburðar. Brotin lína sýnir fiskveiðilögsögu Íslands. Heil lína sýnir fiskveiðisvæði Va.Mynd/Hagstofa ÍslandsÁrið 2012 var heimsaflinn 92,5 milljónir tonn, sem er tæpum 2,4 milljónum tonnum minna en árið áður, samkvæmt tölum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Mestur afli veiddist í Kyrrahafi. Mest veidda tegundin er perúansjósa, eins og á síðustu árum, en næst mest veidda tegundin er alaskaufsi. Mest af heimsaflanum var veiddur í Asíu, næst mest í Ameríku og svo Evrópu. Kínverjar veiddu mest allra þjóða árið 2012, en Norðmenn veiddu mest allra Evrópuþjóða og eru í 12. sæti yfir mestu veiðiþjóðir. Íslendingar veiddu næst mest allra Evrópuþjóða og eru í 18. sæti heimslistans. Alþjóðahafrannsóknarráðið skiptir Norður-Atlantshafinu í 12 megin undirsvæði, þar á meðal er svæði Va sem umlykur Ísland. 200 mílna fiskveiðilögsaga Íslands er að stærstum hluta á svæði Va, en nær einnig að hluta til inn á svæði II, XII og XIV. Tölur birtar hér yfir afla erlendra ríkja við Ísland eiga eingöngu við svæði Va samkvæmt skilgreiningu ICES.
Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira