i-úr Berglind Pétursdóttir skrifar 16. mars 2015 07:00 Tæknirisi framleiðir kassalaga armbandsúr og heimurinn fer eðlilega á hliðina. Þetta er úrið sem mun breyta lífinu eins og við þekkjum það. Fólk um allan heim klappar saman lófunum og öskrar: „Loksins! Úr sem ég þarf að hlaða daglega!“ Fólk með langar neglur og feita putta gnístir saman tönnum í angist yfir því að það mun aldrei hitta á réttan takka. En þessi quartz-tækni var hvort eð er löngu úr sér gengin og púkó. Nú er hægt að horfa á hjartsláttinn sinn á skjá og senda púlsinn til þeirra sem hafa áhuga, ég get ekki ímyndað mér hver hefur EKKI áhuga á því. Nú get ég séð það á örlitlum skjá hvernig heilsufari mínu fer hrakandi og talið klukkustundirnar sem ég sit kyrr við vinnu. Ég get fylgst með hjartslætti hinna í herberginu, bara af því að mig langar til þess. Í auglýsingu fyrir úrið er því haldið fram að ég muni hreyfa mig meira með i-úrinu. Ég veit ekki hvers konar raflost það mun senda í úlnliðinn á mér til að fá mig til að drattast á lappir en ég er helvíti spennt fyrir því. Já, og nú munum við alltaf vita hvað klukkan er. Eitt það þægilegasta við i-úrið er þó að til þess að geta nota það þarf eigandinn að eiga iPhone af nýjustu gerð, og þar með getur maður auðveldlega sigtað þá út sem eru með eldri síma og sleppt því að eiga samskipti við þá. „Fáið ykkur nýrri síma, hahahaha!“ kalla ég yfir hóp fólks sem athugar hvað klukkan er á iPhone 4 og hleyp svo áfram inn í framtíð hreysti og heilbrigðs blóðþrýstings. Allavega. Úrið kemur í apríl. Ég á afmæli 2. apríl. Fullkomin afmælisgjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór
Tæknirisi framleiðir kassalaga armbandsúr og heimurinn fer eðlilega á hliðina. Þetta er úrið sem mun breyta lífinu eins og við þekkjum það. Fólk um allan heim klappar saman lófunum og öskrar: „Loksins! Úr sem ég þarf að hlaða daglega!“ Fólk með langar neglur og feita putta gnístir saman tönnum í angist yfir því að það mun aldrei hitta á réttan takka. En þessi quartz-tækni var hvort eð er löngu úr sér gengin og púkó. Nú er hægt að horfa á hjartsláttinn sinn á skjá og senda púlsinn til þeirra sem hafa áhuga, ég get ekki ímyndað mér hver hefur EKKI áhuga á því. Nú get ég séð það á örlitlum skjá hvernig heilsufari mínu fer hrakandi og talið klukkustundirnar sem ég sit kyrr við vinnu. Ég get fylgst með hjartslætti hinna í herberginu, bara af því að mig langar til þess. Í auglýsingu fyrir úrið er því haldið fram að ég muni hreyfa mig meira með i-úrinu. Ég veit ekki hvers konar raflost það mun senda í úlnliðinn á mér til að fá mig til að drattast á lappir en ég er helvíti spennt fyrir því. Já, og nú munum við alltaf vita hvað klukkan er. Eitt það þægilegasta við i-úrið er þó að til þess að geta nota það þarf eigandinn að eiga iPhone af nýjustu gerð, og þar með getur maður auðveldlega sigtað þá út sem eru með eldri síma og sleppt því að eiga samskipti við þá. „Fáið ykkur nýrri síma, hahahaha!“ kalla ég yfir hóp fólks sem athugar hvað klukkan er á iPhone 4 og hleyp svo áfram inn í framtíð hreysti og heilbrigðs blóðþrýstings. Allavega. Úrið kemur í apríl. Ég á afmæli 2. apríl. Fullkomin afmælisgjöf.