Lífið

Einn af hápunktum ferilsins

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Bubbi ásamt meðlimum þungarokksveitarinnar Dimmu í Eldborgarsalnum í Hörpu. Hér sýnir Ingó Geirdal gítarleikari snilldartakta.
Bubbi ásamt meðlimum þungarokksveitarinnar Dimmu í Eldborgarsalnum í Hörpu. Hér sýnir Ingó Geirdal gítarleikari snilldartakta. vísir/pjetur
Rokkkóngur Íslands og ein vinsælasta þungarokksveit landsins um árabil komu saman síðustu helgi á tónleikum í Hörpu. Bubbi Morthens er ánægður með útkomuna og segir tónleikana hafa verið sögulega.

„Þessir tónleikar voru galdur og af öllum mínum ferli set ég þessa tónleika í topp fjóra.“

Á tónleikunum voru spiluð lög af plötunni Geislavirkir með Utangarðsmönnum, sem kom út árið 1980. Meðal laga á plötunni eru Hiroshima og Kyrrlátt kvöld við fjörðinn. Einnig voru lög af plötunni Lily Marlene spiluð sem hljómsveitin Das Kapital gaf út, og má þar nefna lögin Blindsker og Leyndarmál frægðarinnar.

„Dimma tók þessi lög og setti þau í þannig búning að þau öðluðust nýtt líf – það má segja að lögin hafi farið að heiman í fullorðinsfötum. Bæði kvöldin voru í einu orði sagt mögnuð og þetta er ein af mínum stóru stundum í rokkinu,“ segir Bubbi um upplifun sína af tónleikunum. 

Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Vísis, mætti á staðinn og smellti af nokkrum myndum sem má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.