Alfreð: Enginn ánægður nema við verðum meistarar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. mars 2015 06:45 Alfreð Gíslason vill bara það besta. vísir/getty Það er sannkallaður stórleikur í þýsku bikarkeppninni í kvöld er tvö bestu lið Þýskalands - Kiel og Rhein-Neckar Löwen - mætast í Mannheim. Þetta er leikur í átta liða úrslitum keppninnar og sigurvegarinn kemst því í „Final Four“ helgina. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 18.00. Kiel er með tveggja stiga forskot á Löwen í þýsku deildinni og sigurvegarinn í þessum leik verður ansi líklegur til þess að fara alla leið í keppninni. „Þetta verður klárlega hörkuleikur. Bæði lið ætla sér á úrslitahelgina í Hamburg þannig að þetta verður athyglisvert,“ sagði Alfreð er Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í gær. Hann var þá á kafi í undirbúningi fyrir leikinn enda ekki þekktur fyrir að slá slöku við.Tvö bestu lið landsins „Ég held að það sé alveg á hreinu að þetta séu tvö bestu liðin í Þýskalandi í dag. Flensburg hefur verið óheppið með meiðsli en svo hafa strákarnir hans Geir Sveinssonar í Magdeburg verið að spila rosalega vel síðustu mánuði.“ Það er ný maður í brúnni hjá Löwen en Daninn Nicolaj Jacobsen tók við þjálfarastarfinu af Guðmundi Guðmundssyni. Alfreð segir að það sé ekki mikill munur á leikstíl liðsins þó svo það sé kominn nýr þjálfari. „Þeir misstu tvo mikilvæga varnarmenn en að öðru leyti er þetta sama liðið. Þetta er nokkurn veginn sami boltinn en smá áherslubreytingar eins og eðlilegt er þegar það kemur nýr maður,“ segir Alfreð en það situr örugglega í leikmönnum Löwen að hafa misst af þýska meistaratitlinum til Kiel í fyrra á grátlegan hátt. „Maður gleymir þessu ekki svo auðveldlega en svona er þetta. Þetta var virkilega sætt.“ Nokkrar breytingar urðu á liði Kiel milli ára og liðið fór frekar hægt af stað. Það er aftur á móti komið á mikla ferð núna og líklegt til afreka í öllum keppnum. „Við byrjum eiginlega alltaf frekar illa og það var kannski ekki mjög óvænt þar sem ég var með þrjá nýja útispilara og svo meiddust bæði Aron Pálmarsson og Filip Jicha í byrjun. Það var erfitt að vera án þeirra lengi. Burtséð frá fyrsta mánuðinum þá höfum við verið að spila mjög vel og alltaf betur og betur. Liðið er á réttri leið þó svo Jicha sé ekki almennilega kominn inn í þetta og Aron hafi verið að detta út nokkrum sinnum.“ Aron kom auðvitað meiddur til Kiel eftir HM eftir að hafa fengið heilahristing. Hann tók því ekki þátt í fyrstu leikjum liðsins eftir dvölina í Katar. „Staðan á honum virðist vera mjög góð núna. Það er ekki annað að sjá en að hann sé laus við allan hausverk og klár í bátana. Það munar um það fyrir okkur.“ Handan við hornið bíða leikir í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Kiel datt ekki í lukkupottinn þegar dregið var því Kiel spilar við nágranna sína og erkifjendur í Flensburg. Þessi lið mættust í úrslitum í fyrra og má því búast við hörkuleikjum. „Svona er þetta bara. Ef maður ætlar að komast til Kölnar þá verður maður að mæta því sem kemur,“ segir Alfreð silkislakur og augljóslega ekki mikið að velta sér upp úr þessu. „Við stefnum að því að vinna alla leiki og komast í allar úrslitakeppnir. Við gerum líka allt til að vinna deildina aftur. Þannig er þetta hérna en við tökum samt alltaf einn leik fyrir í einu. Ég gef aldrei upp mín persónulegu markmið en í Kiel er það þannig að það er aldrei neinn ánægður nema við verðum meistarar.“Erfið kynslóðaskipti hjá Íslandi Akureyringurinn Alfreð segir að það verði ekki eins miklar breytingar hjá liðinu næsta sumar. Helsta breytingin verður sú að báðir markverðir liðsins fara og tveir nýir koma. Annar þeirra er Daninn Niklas Landin sem ver mark Löwen í dag. „Ég vildi endilega fá Landin og ætlaði að stilla honum upp með Johan Sjöstrand. Hann vildi samt frekar vera markvörður númer eitt hjá Melsungen þannig að við fengum annan í hans stað,“ segir Alfreð. Hann fylgdist vel með á HM í Katar en hvernig líst Alfreð á framtíð landsliðsins eftir dapra frammistöðu liðsins í Katar? „Ég veit það ekki alveg. Það eru kynslóðaskipti í gangi þarna sem gætu orðið erfið. Sérstaklega þar sem yngri leikmenn eins og Ólafarnir og Rúnar Kárason hafa verið mikið meiddir.“ Handbolti Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Sjá meira
Það er sannkallaður stórleikur í þýsku bikarkeppninni í kvöld er tvö bestu lið Þýskalands - Kiel og Rhein-Neckar Löwen - mætast í Mannheim. Þetta er leikur í átta liða úrslitum keppninnar og sigurvegarinn kemst því í „Final Four“ helgina. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 18.00. Kiel er með tveggja stiga forskot á Löwen í þýsku deildinni og sigurvegarinn í þessum leik verður ansi líklegur til þess að fara alla leið í keppninni. „Þetta verður klárlega hörkuleikur. Bæði lið ætla sér á úrslitahelgina í Hamburg þannig að þetta verður athyglisvert,“ sagði Alfreð er Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í gær. Hann var þá á kafi í undirbúningi fyrir leikinn enda ekki þekktur fyrir að slá slöku við.Tvö bestu lið landsins „Ég held að það sé alveg á hreinu að þetta séu tvö bestu liðin í Þýskalandi í dag. Flensburg hefur verið óheppið með meiðsli en svo hafa strákarnir hans Geir Sveinssonar í Magdeburg verið að spila rosalega vel síðustu mánuði.“ Það er ný maður í brúnni hjá Löwen en Daninn Nicolaj Jacobsen tók við þjálfarastarfinu af Guðmundi Guðmundssyni. Alfreð segir að það sé ekki mikill munur á leikstíl liðsins þó svo það sé kominn nýr þjálfari. „Þeir misstu tvo mikilvæga varnarmenn en að öðru leyti er þetta sama liðið. Þetta er nokkurn veginn sami boltinn en smá áherslubreytingar eins og eðlilegt er þegar það kemur nýr maður,“ segir Alfreð en það situr örugglega í leikmönnum Löwen að hafa misst af þýska meistaratitlinum til Kiel í fyrra á grátlegan hátt. „Maður gleymir þessu ekki svo auðveldlega en svona er þetta. Þetta var virkilega sætt.“ Nokkrar breytingar urðu á liði Kiel milli ára og liðið fór frekar hægt af stað. Það er aftur á móti komið á mikla ferð núna og líklegt til afreka í öllum keppnum. „Við byrjum eiginlega alltaf frekar illa og það var kannski ekki mjög óvænt þar sem ég var með þrjá nýja útispilara og svo meiddust bæði Aron Pálmarsson og Filip Jicha í byrjun. Það var erfitt að vera án þeirra lengi. Burtséð frá fyrsta mánuðinum þá höfum við verið að spila mjög vel og alltaf betur og betur. Liðið er á réttri leið þó svo Jicha sé ekki almennilega kominn inn í þetta og Aron hafi verið að detta út nokkrum sinnum.“ Aron kom auðvitað meiddur til Kiel eftir HM eftir að hafa fengið heilahristing. Hann tók því ekki þátt í fyrstu leikjum liðsins eftir dvölina í Katar. „Staðan á honum virðist vera mjög góð núna. Það er ekki annað að sjá en að hann sé laus við allan hausverk og klár í bátana. Það munar um það fyrir okkur.“ Handan við hornið bíða leikir í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Kiel datt ekki í lukkupottinn þegar dregið var því Kiel spilar við nágranna sína og erkifjendur í Flensburg. Þessi lið mættust í úrslitum í fyrra og má því búast við hörkuleikjum. „Svona er þetta bara. Ef maður ætlar að komast til Kölnar þá verður maður að mæta því sem kemur,“ segir Alfreð silkislakur og augljóslega ekki mikið að velta sér upp úr þessu. „Við stefnum að því að vinna alla leiki og komast í allar úrslitakeppnir. Við gerum líka allt til að vinna deildina aftur. Þannig er þetta hérna en við tökum samt alltaf einn leik fyrir í einu. Ég gef aldrei upp mín persónulegu markmið en í Kiel er það þannig að það er aldrei neinn ánægður nema við verðum meistarar.“Erfið kynslóðaskipti hjá Íslandi Akureyringurinn Alfreð segir að það verði ekki eins miklar breytingar hjá liðinu næsta sumar. Helsta breytingin verður sú að báðir markverðir liðsins fara og tveir nýir koma. Annar þeirra er Daninn Niklas Landin sem ver mark Löwen í dag. „Ég vildi endilega fá Landin og ætlaði að stilla honum upp með Johan Sjöstrand. Hann vildi samt frekar vera markvörður númer eitt hjá Melsungen þannig að við fengum annan í hans stað,“ segir Alfreð. Hann fylgdist vel með á HM í Katar en hvernig líst Alfreð á framtíð landsliðsins eftir dapra frammistöðu liðsins í Katar? „Ég veit það ekki alveg. Það eru kynslóðaskipti í gangi þarna sem gætu orðið erfið. Sérstaklega þar sem yngri leikmenn eins og Ólafarnir og Rúnar Kárason hafa verið mikið meiddir.“
Handbolti Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Sjá meira