Fjórðungur af framlaginu til Landsbanka skilað sér til baka Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. febrúar 2015 11:00 Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs, setti Viðskiptaþing sem fram fór í síðustu viku. fréttablaðið/gva Undirbúningur að sölu á hluta í Landsbanka Íslands er á frumstigi, segir í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Markaðarins. Í fjárlagafrumvarpi ársins er heimild til sölu á um 15 prósenta hlut ríkisins í bankanum, en íslenska ríkið á samtals 98 prósent hlut. Viðskiptaráð Íslands birti í síðustu viku skýrslu um starfsemi hins opinbera. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að hægt yrði að minnka skuldir hins opinbera um 800 milljarða, eða um helming, með sölu ríkiseigna. Bankasýsla ríkisins fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum og gerir tillögur til ráðherra um hvort og hvenær tilteknir eignarhlutir verði boðnir til sölu. „Samkvæmt fjárlagafrumvarpi er stefnt að sölunni, við höfum ekki sent frá okkur neina tillögu þess efnis en ráðherra hefur lagt línurnar,“ segir Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar. „Við erum í mikilli vinnu núna við að fara yfir söluferli, verðmat, mögulega kaupendur og erum í forvinnu,“ bætir hann við. Í ársskýrslu er farið yfir hvernig hægt er að endurheimta þá fjármuni sem ríkið hefur sett í bankana. „Það sem við höfum gert hingað til er að við höfum ákveðið að sitja á eignarhlutnum og höfum talið best að endurheimta fjármuni með því að láta bankann greiða arð. Við sáum það að bankarnir myndu hagnast vel á afskriftum, sölu eigna og svo framvegis,“ segir Jón Gunnar. Hann bendir á að búið sé að endurheimta um 25 prósent af þeim peningum sem voru settir í bankann án þess að selja krónu. „Það var ákvörðun sem við tókum, að bíða með að selja í stað þess að selja hluti í honum á meðan verðmat á bönkum var í lægra lagi og innlendur hlutabréfamarkaður ekki að fullu endurreistur,“ segir Jón Gunnar. Landsbankinn greiddi eigendum sínum um 20 milljarða í arð í fyrra og 10 milljarða þar áður. „Og við höfum fengið 97,9 prósent af því,“ segir Jón Gunnar. Ríkið lagði aftur á móti 122 milljarða króna í endurreisn bankans eftir hrun hans 2008. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir bankann vissulega hafa skilað ríkissjóði góðum arði, en óvíst sé hversu lengi hann muni gera það. Hann telur ekki víst að það sé tímabært að selja hlut í bankanum á þessu ári. Það er í sjálfu sér allt í lagi að skoða þetta en mér finnst ekki liggja á þessu. „Það liggur ekki lífið á að selja Landsbankann, hann skilar góðum arði,“ segir Frosti. Frosti bendir á að það sé miklu meira forgangsverkefni að vinna að losun fjármagnshaftanna og hugsanlega sé betra að bíða með sölu á hlut í bankanum þar til það verkefni er frá. „Kannski er það sem við ættum að gera að setja bankanum þá eigendastefnu að vera leiðandi í því að bjóða íbúum þessa lands betri kjör,“ segir Frosti. Það væru rök fyrir því að eiga bankann áfram. Sé einn banki leiðandi í því þá muni hinir tveir bankarnir fylgja. Með þessu mætti bæta lífskjör fólksins í landinu. Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Undirbúningur að sölu á hluta í Landsbanka Íslands er á frumstigi, segir í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Markaðarins. Í fjárlagafrumvarpi ársins er heimild til sölu á um 15 prósenta hlut ríkisins í bankanum, en íslenska ríkið á samtals 98 prósent hlut. Viðskiptaráð Íslands birti í síðustu viku skýrslu um starfsemi hins opinbera. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að hægt yrði að minnka skuldir hins opinbera um 800 milljarða, eða um helming, með sölu ríkiseigna. Bankasýsla ríkisins fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum og gerir tillögur til ráðherra um hvort og hvenær tilteknir eignarhlutir verði boðnir til sölu. „Samkvæmt fjárlagafrumvarpi er stefnt að sölunni, við höfum ekki sent frá okkur neina tillögu þess efnis en ráðherra hefur lagt línurnar,“ segir Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar. „Við erum í mikilli vinnu núna við að fara yfir söluferli, verðmat, mögulega kaupendur og erum í forvinnu,“ bætir hann við. Í ársskýrslu er farið yfir hvernig hægt er að endurheimta þá fjármuni sem ríkið hefur sett í bankana. „Það sem við höfum gert hingað til er að við höfum ákveðið að sitja á eignarhlutnum og höfum talið best að endurheimta fjármuni með því að láta bankann greiða arð. Við sáum það að bankarnir myndu hagnast vel á afskriftum, sölu eigna og svo framvegis,“ segir Jón Gunnar. Hann bendir á að búið sé að endurheimta um 25 prósent af þeim peningum sem voru settir í bankann án þess að selja krónu. „Það var ákvörðun sem við tókum, að bíða með að selja í stað þess að selja hluti í honum á meðan verðmat á bönkum var í lægra lagi og innlendur hlutabréfamarkaður ekki að fullu endurreistur,“ segir Jón Gunnar. Landsbankinn greiddi eigendum sínum um 20 milljarða í arð í fyrra og 10 milljarða þar áður. „Og við höfum fengið 97,9 prósent af því,“ segir Jón Gunnar. Ríkið lagði aftur á móti 122 milljarða króna í endurreisn bankans eftir hrun hans 2008. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir bankann vissulega hafa skilað ríkissjóði góðum arði, en óvíst sé hversu lengi hann muni gera það. Hann telur ekki víst að það sé tímabært að selja hlut í bankanum á þessu ári. Það er í sjálfu sér allt í lagi að skoða þetta en mér finnst ekki liggja á þessu. „Það liggur ekki lífið á að selja Landsbankann, hann skilar góðum arði,“ segir Frosti. Frosti bendir á að það sé miklu meira forgangsverkefni að vinna að losun fjármagnshaftanna og hugsanlega sé betra að bíða með sölu á hlut í bankanum þar til það verkefni er frá. „Kannski er það sem við ættum að gera að setja bankanum þá eigendastefnu að vera leiðandi í því að bjóða íbúum þessa lands betri kjör,“ segir Frosti. Það væru rök fyrir því að eiga bankann áfram. Sé einn banki leiðandi í því þá muni hinir tveir bankarnir fylgja. Með þessu mætti bæta lífskjör fólksins í landinu.
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira