Fyrirliði Þýskalands: Dagur komið með margar góðar breytingar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. janúar 2015 06:30 Uwe Gensheimer er einn besti vinstri hornamaður heimsins og hefur verið um árabil. vísir/getty Þýska landsliðið hélt af landi brott í gær eftir stutta dvöl hér á landi þar sem liðið lék tvo æfingaleiki gegn Íslandi. Um leið nýtti Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, ferðina til þess að þjappa hópnum saman áður en alvaran tekur við í Katar um miðjan mánuðinn. „Hingað til hefur allt verið mjög jákvætt undir stjórn Dags,“ sagði Uwe Gensheimer, fyrirliði þýska liðsins og leikmaður Rhein-Neckar Löwen, í samtali við Fréttablaðið eftir síðari æfingaleik liðanna í Laugardalshöllinni í fyrrakvöld. Ísland vann þá með eins marks mun en Þjóðverjar unnu fyrri leikinn sannfærandi. „Þetta er núna í þriðja sinn sem liðið kemur saman undir hans stjórn og okkur gekk vel í haust. Við unnum báða leikina okkar í undankeppni EM og þó svo að hann hafi verið með okkur í skamman tíma má þegar merkja ýmis áhrif hans á liðið. Hann fann auðvitað ekki handboltann upp á nýtt en hefur komið með margar litlar breytingar sem eru af hinu góða,“ segir Gensheimer. Þýskaland hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár, eða allt frá því að liðið endaði í tíunda sæti á EM í Austurríki árið 2010. Dagur var þá þjálfari Austurríkis sem var að keppa á sínu fyrsta stórmóti í sautján ár og kom gríðarlega á óvart með því að enda í níunda sæti.vísir/gettyVæntingarnar ekki of miklar Ef frá er talið HM á Spáni árið 2013, þar sem Þjóðverjar enduðu í fimmta sæti, hefur árangur liðsins valdið vonbrigðum. Þjóðverjar komust hvorki inn á Ólympíuleikana 2012 né EM 2014 og töpuðu þar að auki í undankeppni HM í Katar fyrir Póllandi. Liðinu var þó hleypt inn á mótið sem kunnugt er eftir að keppnisréttur Ástralíu var afturkallaður. „Besta leiðin til að efla sjálfstraustið í liðinu er að vinna leiki. Við unnum tvo leiki í haust sem var gott og sigurinn í fyrri leiknum gegn Íslandi sömuleiðis. Og þó svo að við töpuðum seinni leiknum var heilmargt jákvætt í gangi við okkar leik.“ Þýska úrvalsdeildin er sú sterkasta í heimi og óhætt að fullyrða að eitt sterkasta vígi handboltans sé þar í landi. Það eru því ávallt gerðar miklar kröfur til landsliðsins en Gensheimer segir að þeim hafi nú verið stillt í hóf. „Við erum ekki í hópi sigurstranglegustu þjóðanna og væntingarnar eru að mínu mati ekki of miklar. Við höfum núna tækifæri til að vinna okkur upp úr ákveðinni lægð og ég tel það gott fyrir okkar unga lið. Ég vona að við getum komið fólkinu heima á óvart með frammistöðu okkar í Katar.“vísir/gettyÍsland er handboltaþjóð Gensheimer þekkir afar vel til íslensks handbolta enda var hann lengi með Guðmund Guðmundsson sem þjálfara hjá Rhein-Neckar Löwen auk þess sem að hann hefur spilað með mörgum íslenskum handboltamönnum – Ólafi Stefánssyni, Guðjóni Val Sigurðssyni, Snorra Steini Guðjónssyni, Róberti Gunnarssyni, Alexander Peterssyni og Stefáni Rafni Sigurmannssyni. „Þegar maður gerir sér grein fyrir því hversu fáir íbúar eru á Íslandi og hversu margir íslenskir leikmenn eru í þýsku úrvalsdeildinni – bestu deild heims – þá er maður fljótur að átta sig á því að Ísland er handboltaþjóð. Ég hef líka kynnst því sjálfur í gegnum þá leikmenn sem ég hef spilað með, að handboltinn er hluti af íslensku þjóðinni. Það skín í gegn í skapgerð leikmannanna.“ Þýskaland mætir næst Tékklandi í tveimur æfingaleikjum á heimavelli áður en liðið heldur svo til Katar. HM hefst 15. janúar en lærisveinar Dags mæta Póllandi, sem vann einmitt Þjóðverja í undankeppni mótsins, í fyrsta leik degi síðar. Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Þýska landsliðið hélt af landi brott í gær eftir stutta dvöl hér á landi þar sem liðið lék tvo æfingaleiki gegn Íslandi. Um leið nýtti Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, ferðina til þess að þjappa hópnum saman áður en alvaran tekur við í Katar um miðjan mánuðinn. „Hingað til hefur allt verið mjög jákvætt undir stjórn Dags,“ sagði Uwe Gensheimer, fyrirliði þýska liðsins og leikmaður Rhein-Neckar Löwen, í samtali við Fréttablaðið eftir síðari æfingaleik liðanna í Laugardalshöllinni í fyrrakvöld. Ísland vann þá með eins marks mun en Þjóðverjar unnu fyrri leikinn sannfærandi. „Þetta er núna í þriðja sinn sem liðið kemur saman undir hans stjórn og okkur gekk vel í haust. Við unnum báða leikina okkar í undankeppni EM og þó svo að hann hafi verið með okkur í skamman tíma má þegar merkja ýmis áhrif hans á liðið. Hann fann auðvitað ekki handboltann upp á nýtt en hefur komið með margar litlar breytingar sem eru af hinu góða,“ segir Gensheimer. Þýskaland hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár, eða allt frá því að liðið endaði í tíunda sæti á EM í Austurríki árið 2010. Dagur var þá þjálfari Austurríkis sem var að keppa á sínu fyrsta stórmóti í sautján ár og kom gríðarlega á óvart með því að enda í níunda sæti.vísir/gettyVæntingarnar ekki of miklar Ef frá er talið HM á Spáni árið 2013, þar sem Þjóðverjar enduðu í fimmta sæti, hefur árangur liðsins valdið vonbrigðum. Þjóðverjar komust hvorki inn á Ólympíuleikana 2012 né EM 2014 og töpuðu þar að auki í undankeppni HM í Katar fyrir Póllandi. Liðinu var þó hleypt inn á mótið sem kunnugt er eftir að keppnisréttur Ástralíu var afturkallaður. „Besta leiðin til að efla sjálfstraustið í liðinu er að vinna leiki. Við unnum tvo leiki í haust sem var gott og sigurinn í fyrri leiknum gegn Íslandi sömuleiðis. Og þó svo að við töpuðum seinni leiknum var heilmargt jákvætt í gangi við okkar leik.“ Þýska úrvalsdeildin er sú sterkasta í heimi og óhætt að fullyrða að eitt sterkasta vígi handboltans sé þar í landi. Það eru því ávallt gerðar miklar kröfur til landsliðsins en Gensheimer segir að þeim hafi nú verið stillt í hóf. „Við erum ekki í hópi sigurstranglegustu þjóðanna og væntingarnar eru að mínu mati ekki of miklar. Við höfum núna tækifæri til að vinna okkur upp úr ákveðinni lægð og ég tel það gott fyrir okkar unga lið. Ég vona að við getum komið fólkinu heima á óvart með frammistöðu okkar í Katar.“vísir/gettyÍsland er handboltaþjóð Gensheimer þekkir afar vel til íslensks handbolta enda var hann lengi með Guðmund Guðmundsson sem þjálfara hjá Rhein-Neckar Löwen auk þess sem að hann hefur spilað með mörgum íslenskum handboltamönnum – Ólafi Stefánssyni, Guðjóni Val Sigurðssyni, Snorra Steini Guðjónssyni, Róberti Gunnarssyni, Alexander Peterssyni og Stefáni Rafni Sigurmannssyni. „Þegar maður gerir sér grein fyrir því hversu fáir íbúar eru á Íslandi og hversu margir íslenskir leikmenn eru í þýsku úrvalsdeildinni – bestu deild heims – þá er maður fljótur að átta sig á því að Ísland er handboltaþjóð. Ég hef líka kynnst því sjálfur í gegnum þá leikmenn sem ég hef spilað með, að handboltinn er hluti af íslensku þjóðinni. Það skín í gegn í skapgerð leikmannanna.“ Þýskaland mætir næst Tékklandi í tveimur æfingaleikjum á heimavelli áður en liðið heldur svo til Katar. HM hefst 15. janúar en lærisveinar Dags mæta Póllandi, sem vann einmitt Þjóðverja í undankeppni mótsins, í fyrsta leik degi síðar.
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti