Maður þarf bara góðan stól og hugmyndaauðgi Adda Soffía Ingvardóttir skrifar 3. janúar 2015 12:00 Ekki hættur Gunnar vinnur nú að því að semja nýja óperu eftir velgengni Ragnheiðar. Fréttablaðið/GVA „Ég ætla nú bara að vera voðalega rólegur og njóta þess að vera með fjölskyldunni minni, ekkert stórt í gangi þannig,“ segir Gunnar Þórðarson tónlistarmaður, en hann fagnar sjötugsafmæli sínu á sunnudaginn. Gunnar er fæddur á Hólmavík þann 4. janúar 1945 og átta ára gamall fluttist hann til Keflavíkur. Þar hófst farsæll tónlistarferill hans með hljómsveitinni Hljómum, einni vinsælustu hljómsveit allra tíma á Íslandi, en áður hafði hann spilað á trommur í ónefndri hljómsveit Erlings Björnssonar. „Þetta byrjaði nú þannig að við vorum bara að stæla Bítlana. Þegar ég heyrði síðan að þeir semdu sín eigin lög, hugsaði ég að fyrst þeir gerðu það, gæti ég allt eins gert það líka,“ segir Gunnar. Árið 1967 fluttist hann til Reykjavíkur og árið 1969 sameinuðust Hljómar hljómsveitinni Flowers og stofnuðu Trúbrot, sem starfaði allt til ársins 1973. Gunnar hefur í gegnum árin unnið með öllum helstu tónlistarmönnum landsins og spilaði hann meðal annars á fyrstu sólóplötu Björgvins Halldórssonar árið 1970. En hvað stendur upp úr þegar litið er yfir tónlistarferilinn? „Ég verð nú að segja að það er þegar ég var í Hljómum og Trúbrot. Einnig var ég hljómsveitarstjóri á Broadway í tuttugu ár sem er eftirminnilegt. Svo auðvitað óperan Ragnheiður, sem ég samdi með Friðriki Erlingssyni. Það var nú aldrei á stefnuskránni að gera óperu, ekki óraði mig fyrir því þegar ég var að byrja,“ segir hann. Í lok mars verða haldnir afmælistónleikar í Hörpunni. Þar verða hans þekktustu lög flutt af landsliði tónlistarmanna ásamt því sem afmælisbarnið sjálft mun stíga á svið. „Þetta er allt í vinnslu. Dúettinn Þú og ég kemur fram, Björgvin Halldórsson og fleiri góðir. Svo verður tekið eitthvað úr óperunni Ragnheiði,“ segir Gunnar. Hann segist alls ekki vera hættur að semja og er að vinna í nýrri óperu ásamt Friðriki Erlingssyni. „Maður er ekki alveg búinn, ég held bara áfram eins lengi og ég get. Maður sem býr til tónlist þarf bara góðan stól og hugmyndaauðgi,“ bætir Gunnar við. Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Fleiri fréttir Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Sjá meira
„Ég ætla nú bara að vera voðalega rólegur og njóta þess að vera með fjölskyldunni minni, ekkert stórt í gangi þannig,“ segir Gunnar Þórðarson tónlistarmaður, en hann fagnar sjötugsafmæli sínu á sunnudaginn. Gunnar er fæddur á Hólmavík þann 4. janúar 1945 og átta ára gamall fluttist hann til Keflavíkur. Þar hófst farsæll tónlistarferill hans með hljómsveitinni Hljómum, einni vinsælustu hljómsveit allra tíma á Íslandi, en áður hafði hann spilað á trommur í ónefndri hljómsveit Erlings Björnssonar. „Þetta byrjaði nú þannig að við vorum bara að stæla Bítlana. Þegar ég heyrði síðan að þeir semdu sín eigin lög, hugsaði ég að fyrst þeir gerðu það, gæti ég allt eins gert það líka,“ segir Gunnar. Árið 1967 fluttist hann til Reykjavíkur og árið 1969 sameinuðust Hljómar hljómsveitinni Flowers og stofnuðu Trúbrot, sem starfaði allt til ársins 1973. Gunnar hefur í gegnum árin unnið með öllum helstu tónlistarmönnum landsins og spilaði hann meðal annars á fyrstu sólóplötu Björgvins Halldórssonar árið 1970. En hvað stendur upp úr þegar litið er yfir tónlistarferilinn? „Ég verð nú að segja að það er þegar ég var í Hljómum og Trúbrot. Einnig var ég hljómsveitarstjóri á Broadway í tuttugu ár sem er eftirminnilegt. Svo auðvitað óperan Ragnheiður, sem ég samdi með Friðriki Erlingssyni. Það var nú aldrei á stefnuskránni að gera óperu, ekki óraði mig fyrir því þegar ég var að byrja,“ segir hann. Í lok mars verða haldnir afmælistónleikar í Hörpunni. Þar verða hans þekktustu lög flutt af landsliði tónlistarmanna ásamt því sem afmælisbarnið sjálft mun stíga á svið. „Þetta er allt í vinnslu. Dúettinn Þú og ég kemur fram, Björgvin Halldórsson og fleiri góðir. Svo verður tekið eitthvað úr óperunni Ragnheiði,“ segir Gunnar. Hann segist alls ekki vera hættur að semja og er að vinna í nýrri óperu ásamt Friðriki Erlingssyni. „Maður er ekki alveg búinn, ég held bara áfram eins lengi og ég get. Maður sem býr til tónlist þarf bara góðan stól og hugmyndaauðgi,“ bætir Gunnar við.
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Fleiri fréttir Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Sjá meira