Íbúðalánasjóður tapar milljörðum á leiðréttingunni ingvar haraldsson skrifar 27. mars 2015 07:00 Skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar munu valda Íbúðalánasjóði milljarða tapi vegna minni vaxtatekna að sögn stjórnar sjóðsins. Íbúðalánasjóður mun tapa 600 til 900 milljónum, á ári, næstu árin vegna minni vaxtatekna í kjölfar skuldalækkana stjórnvalda á húsnæðislánum. Þetta kemur fram í skýrslu stjórnar Íbúðalánasjóðs sem birtist í ársreikningi ársins 2014.Þar kemur einnig fram að kaupverð leiðréttingarhluta lánasafnsins sé lægra en bókfært virði lánanna. Því er bókfært 433 milljóna tapi á síðasta ári vegna kaupa á þeim hluta lánasafns sem var leiðréttur.Skuldaaðgerðir kosta sjóðinn helming hreinna vaxtateknaÍbúðalánasjóður gerir einnig ráð fyrir að milli 15 og 17 milljarðar verði greiddir inn á lán vegna heimildar sem einstaklingar hafa til að nýta séreignasparnað til niðurgreiðslu húsnæðislána. Þessar uppgreiðslur muni valda því að hreinar vaxtatekjur sjóðsins dragist saman um 300 til 450 milljónir til viðbótar. Samanlagt munu því vaxtatap sjóðsins vegna skuldaúrræða ríkisstjórnarinnar nema 900 til 1350 milljónum á ári eða sem nemur um helmingi hreinna vaxtatekna Íbúðalánasjóðs. „Framangreint tjón vegna úrræða stjórnvalda mun að óbreyttu hafa mikil áhrif á grunnafkomu sjóðsins og valda því að sjóðurinn verður hér eftir rekinn með tapi sem á endanum fellur á ríkissjóð,“ segir í skýrslu stjórnar Íbúðalánasjóðs.Íbúðalánsjóður þarf frekara eigið fé frá ríkinuRekstur Íbúðalánasjóðs hefur verið erfiður undanfarin ár. Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, sagði í Klinkinu í byrjun desember að fyrirséð væri að Íbúðalánasjóður þurfi frekara fjármagn frá ríkissjóði til viðbótar við þá 50 milljarða króna sem sjóðurinn hefur fengið í eiginfjárframlag eftir hrun. Þann 19. desember fékk Íbúðalánasjóður bréf frá velferðarráðuneytinu þar sem sagði að það sé skilningur Eygló Harðardóttur, félagsmálaráðherra og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra að Íbúðalánasjóði verði bætt það tjón sem skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar kunni að valda sjóðnum. Ekki liggi þó fyrir með hvaða hætti það verði gert.Óvissa um framtíð sjóðsinsÞrátt fyrir erfiða stöðu sjóðsins þá skilaði Íbúðalánasjóður 3,2 milljarða hagnaði árið 2014 en sjóðruinn tapaði 4,3 milljörðum árið 2013. Eigið fé sjóðsins jókst því úr 3,4 prósentum í 4,5 prósent á árinu. Eigið féð þykir enn lágt en langtímamarkmið sjóðsins er að því að eiginfjárhlutfall sjóðsins verði yfir 5 prósent. Óvissa ríkir um framtíð sjóðsins en tillögur að nýrri framtíðarskipan húsnæðismála hafa verið í vinnslu hjá félagsmálaráðherra um talsverða hríð. Tengdar fréttir Sumarþing ef með þarf til að ljúka húsnæðismálunum Frumvörp velferðarráðherra um húsnæðismál eru á lokastigi. Tekin fyrir í ríkisstjórn í dag eða á þriðjudag. Ráðherra segir nauðsynlegt að ljúka málunum sem fyrst vegna mikilvægis þeirra fyrir vinnumarkaðinn. 27. mars 2015 07:00 Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Íbúðalánasjóður mun tapa 600 til 900 milljónum, á ári, næstu árin vegna minni vaxtatekna í kjölfar skuldalækkana stjórnvalda á húsnæðislánum. Þetta kemur fram í skýrslu stjórnar Íbúðalánasjóðs sem birtist í ársreikningi ársins 2014.Þar kemur einnig fram að kaupverð leiðréttingarhluta lánasafnsins sé lægra en bókfært virði lánanna. Því er bókfært 433 milljóna tapi á síðasta ári vegna kaupa á þeim hluta lánasafns sem var leiðréttur.Skuldaaðgerðir kosta sjóðinn helming hreinna vaxtateknaÍbúðalánasjóður gerir einnig ráð fyrir að milli 15 og 17 milljarðar verði greiddir inn á lán vegna heimildar sem einstaklingar hafa til að nýta séreignasparnað til niðurgreiðslu húsnæðislána. Þessar uppgreiðslur muni valda því að hreinar vaxtatekjur sjóðsins dragist saman um 300 til 450 milljónir til viðbótar. Samanlagt munu því vaxtatap sjóðsins vegna skuldaúrræða ríkisstjórnarinnar nema 900 til 1350 milljónum á ári eða sem nemur um helmingi hreinna vaxtatekna Íbúðalánasjóðs. „Framangreint tjón vegna úrræða stjórnvalda mun að óbreyttu hafa mikil áhrif á grunnafkomu sjóðsins og valda því að sjóðurinn verður hér eftir rekinn með tapi sem á endanum fellur á ríkissjóð,“ segir í skýrslu stjórnar Íbúðalánasjóðs.Íbúðalánsjóður þarf frekara eigið fé frá ríkinuRekstur Íbúðalánasjóðs hefur verið erfiður undanfarin ár. Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, sagði í Klinkinu í byrjun desember að fyrirséð væri að Íbúðalánasjóður þurfi frekara fjármagn frá ríkissjóði til viðbótar við þá 50 milljarða króna sem sjóðurinn hefur fengið í eiginfjárframlag eftir hrun. Þann 19. desember fékk Íbúðalánasjóður bréf frá velferðarráðuneytinu þar sem sagði að það sé skilningur Eygló Harðardóttur, félagsmálaráðherra og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra að Íbúðalánasjóði verði bætt það tjón sem skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar kunni að valda sjóðnum. Ekki liggi þó fyrir með hvaða hætti það verði gert.Óvissa um framtíð sjóðsinsÞrátt fyrir erfiða stöðu sjóðsins þá skilaði Íbúðalánasjóður 3,2 milljarða hagnaði árið 2014 en sjóðruinn tapaði 4,3 milljörðum árið 2013. Eigið fé sjóðsins jókst því úr 3,4 prósentum í 4,5 prósent á árinu. Eigið féð þykir enn lágt en langtímamarkmið sjóðsins er að því að eiginfjárhlutfall sjóðsins verði yfir 5 prósent. Óvissa ríkir um framtíð sjóðsins en tillögur að nýrri framtíðarskipan húsnæðismála hafa verið í vinnslu hjá félagsmálaráðherra um talsverða hríð.
Tengdar fréttir Sumarþing ef með þarf til að ljúka húsnæðismálunum Frumvörp velferðarráðherra um húsnæðismál eru á lokastigi. Tekin fyrir í ríkisstjórn í dag eða á þriðjudag. Ráðherra segir nauðsynlegt að ljúka málunum sem fyrst vegna mikilvægis þeirra fyrir vinnumarkaðinn. 27. mars 2015 07:00 Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Sumarþing ef með þarf til að ljúka húsnæðismálunum Frumvörp velferðarráðherra um húsnæðismál eru á lokastigi. Tekin fyrir í ríkisstjórn í dag eða á þriðjudag. Ráðherra segir nauðsynlegt að ljúka málunum sem fyrst vegna mikilvægis þeirra fyrir vinnumarkaðinn. 27. mars 2015 07:00
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent