Nortek semur við tyrkneska skipasmíðastöð Atli Ísleifsson skrifar 13. apríl 2015 12:46 Saban Koca, innkaupastjóri Celiktrans Shipyard, Björgvin Tómasson, framkvæmdastjóri Nortek og Volkan Urun, framkvæmdastjóri Celiktrans Shipyard. Mynd/Nortek Nortek hefur gert 270 milljóna samning við tyrknesku skipasmíðastöðina Celiktrans. Samningurinn felur í sér að Nortek hannar og setur upp öryggis- og tæknibúnað ásamt fullbúnu gagnaveri í þrjá ísfisktogara sem skipasmíðastöðin er með í smíðum fyrir HB Granda. Í fréttatilkynningu segir að Nortek hafi á dögunum gert samning um samskonar verkefni í fjögur skip, fyrir Samherja, Útgerðarfélag Akureyrar og Fisk Seafood á Sauðárkróki. „Það var stærsti einstaki samningurinn sem Nortek hefur gert frá upphafi og nam verðmæti hans 350 milljónum króna. Þessir tveir samningar munu skapa fjölda hátæknistarfa á Íslandi og í Noregi en fyrirtækið mun þurfa að fjölga tæknimenntuðu starfsfólki vegna samninganna. Nortek leggur áherslu á að bjóða heildar öryggistæknilausnir fyrir fyrirtækin í landinu og hefur fyrirtækið sérhæft sig í og verið leiðandi í öryggistækni, nú seinni árin með sérstaka áherslu á öryggis-, upplýsinga- og vöktunarkerfi fyrir útgerðina.„Samningarnir tveir eru sterkar grunn stoðir fyrir fyrirtækið og tryggja rekstur Nortek næstu tvö árin. Samningarnir færa einnig systurfyrirtæki Nortek, Nordata umtalsverð verkefni og tekjur. Við erum mjög þakklát þessum útgerðarfyrirtækjum sem hafa hafa gefið okkur kost á að fara í þessa vegferð með þeim. Með samningnum tryggja íslensku útgerðarfyrirtækin sér búnað í hæsta gæðaflokki og þjónustu við hann hér heima en Nortek bæði selur og þjónustar búnaðinn,” segir Guðrún Ýrr Tómasdóttir, markaðsstjóri Nortek.Ný hugsun í lausnum,,Við erum mjög stolt af því að þær nýjungar sem eru hér á ferð passa beint inn í kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Fengum við erlenda framleidendur til liðs við okkur í vöruþróuninni sem er einstök á heimsvísu. Við settum inn nýja hugsun í brunakerfið, myndeftirlitið, varaaflið, vöktunarkerfið , slökkvikerfið og tölvusalina. Eitt af markmiðunum var að fækka skjám í brú en bæta jafnframt yfirsýn skipsstjórans með öllum kerfum skipsins, passa að allar viðvaranir komi skýrt fram og auka rekstraröryggi skipsins. Skipstjórinn fær myndir á skjáina sem gera honum kleift að stjórna og velja hagstæðustu og bestu lausnina við rekstur á skipinu.“ segir Guðrún.Skipstjórinn velur hagstæðustu lausninaÍ vöktunarkerfinu sér skipstjórinn legu skipsins myndrænt, halla þess og hversu djúpt það ristir. Olíueyðsla og raforkunotkun sést einnig í rauntíma, allar upplýsingar og viðvaranir skráðar, ásamt því að siglingaljósum og ljósum á dekki er stjórnað frá skjánum. Undirmyndir í vöktunarkerfinu sýna olíubyrgðir, raforkuframleiðslu og raforkunotkun svo eitthvað sé nefnt. Búnaður verður til þess að útgerðirnar hagræða með sparnaði í olíu auk þess sem mengun verður minni. Einnig er haldið utan um allar viðvaranir í skipinu, þær skráðar á aðgengilegan máta og á einfaldan máta er hægt að draga upplýsingar frá helstu kerfum skipsins til þess að ná niður kostnaði og gera störf skipsstjórnarmanna og vélstjórnarmanna öruggari og þægilegri,“ segir í tilkynningunni.Mynd/Nortek Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Sjá meira
Nortek hefur gert 270 milljóna samning við tyrknesku skipasmíðastöðina Celiktrans. Samningurinn felur í sér að Nortek hannar og setur upp öryggis- og tæknibúnað ásamt fullbúnu gagnaveri í þrjá ísfisktogara sem skipasmíðastöðin er með í smíðum fyrir HB Granda. Í fréttatilkynningu segir að Nortek hafi á dögunum gert samning um samskonar verkefni í fjögur skip, fyrir Samherja, Útgerðarfélag Akureyrar og Fisk Seafood á Sauðárkróki. „Það var stærsti einstaki samningurinn sem Nortek hefur gert frá upphafi og nam verðmæti hans 350 milljónum króna. Þessir tveir samningar munu skapa fjölda hátæknistarfa á Íslandi og í Noregi en fyrirtækið mun þurfa að fjölga tæknimenntuðu starfsfólki vegna samninganna. Nortek leggur áherslu á að bjóða heildar öryggistæknilausnir fyrir fyrirtækin í landinu og hefur fyrirtækið sérhæft sig í og verið leiðandi í öryggistækni, nú seinni árin með sérstaka áherslu á öryggis-, upplýsinga- og vöktunarkerfi fyrir útgerðina.„Samningarnir tveir eru sterkar grunn stoðir fyrir fyrirtækið og tryggja rekstur Nortek næstu tvö árin. Samningarnir færa einnig systurfyrirtæki Nortek, Nordata umtalsverð verkefni og tekjur. Við erum mjög þakklát þessum útgerðarfyrirtækjum sem hafa hafa gefið okkur kost á að fara í þessa vegferð með þeim. Með samningnum tryggja íslensku útgerðarfyrirtækin sér búnað í hæsta gæðaflokki og þjónustu við hann hér heima en Nortek bæði selur og þjónustar búnaðinn,” segir Guðrún Ýrr Tómasdóttir, markaðsstjóri Nortek.Ný hugsun í lausnum,,Við erum mjög stolt af því að þær nýjungar sem eru hér á ferð passa beint inn í kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Fengum við erlenda framleidendur til liðs við okkur í vöruþróuninni sem er einstök á heimsvísu. Við settum inn nýja hugsun í brunakerfið, myndeftirlitið, varaaflið, vöktunarkerfið , slökkvikerfið og tölvusalina. Eitt af markmiðunum var að fækka skjám í brú en bæta jafnframt yfirsýn skipsstjórans með öllum kerfum skipsins, passa að allar viðvaranir komi skýrt fram og auka rekstraröryggi skipsins. Skipstjórinn fær myndir á skjáina sem gera honum kleift að stjórna og velja hagstæðustu og bestu lausnina við rekstur á skipinu.“ segir Guðrún.Skipstjórinn velur hagstæðustu lausninaÍ vöktunarkerfinu sér skipstjórinn legu skipsins myndrænt, halla þess og hversu djúpt það ristir. Olíueyðsla og raforkunotkun sést einnig í rauntíma, allar upplýsingar og viðvaranir skráðar, ásamt því að siglingaljósum og ljósum á dekki er stjórnað frá skjánum. Undirmyndir í vöktunarkerfinu sýna olíubyrgðir, raforkuframleiðslu og raforkunotkun svo eitthvað sé nefnt. Búnaður verður til þess að útgerðirnar hagræða með sparnaði í olíu auk þess sem mengun verður minni. Einnig er haldið utan um allar viðvaranir í skipinu, þær skráðar á aðgengilegan máta og á einfaldan máta er hægt að draga upplýsingar frá helstu kerfum skipsins til þess að ná niður kostnaði og gera störf skipsstjórnarmanna og vélstjórnarmanna öruggari og þægilegri,“ segir í tilkynningunni.Mynd/Nortek
Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Sjá meira