Viðskipti innlent

Fiskaflinn tvöfaldast milli ára

ingvar haraldsson skrifar
Meira var veitt í mars í ár en í fyrra.
Meira var veitt í mars í ár en í fyrra. vísir/gva
Heildarafli íslenskra fiskiskipa tvöfaldaðist milli mars á þessu ári og mars 2014. Í mars síðastliðnum var heildaraflinn 192 þúsund tonn sem er nærri 96 þúsund tonnum meira en í mars 2014 samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands.

Mestu munar um aukinn loðnuafla, en 128 þúsund tonn veiddust af loðnu í mars samanborið við 36 þúsund tonn í mars 2014. Botnfiskaflinn jókst um 3 þúsund tonn í marsmánuði eða um 6,5% miðað við sama mánuð 2014.

Á föstu verði er aflinn í mars 32,9% meiri en í marsmánuði 2014. Á síðustu 12 mánuðum hefur aflinn minnkað um 2,6%, sé hann metinn á föstu verði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×