Nýtt hótel á 10 til 15 milljarða króna Óli Kristján Ármannsson skrifar 15. apríl 2015 07:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Richard L. Friedman, forstjóri Carpenter & Company, og Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, sem leiðir fjármögnun hótelbyggingarinnar, skoða líkan af hótelinu og næsta umhverfi. Fréttablaðið/Valli Bygging nýs hótels við Austurhöfn í Reykjavík hefst í haust gangi áætlanir eftir. Hótelið rís vestan við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu, líkt og gert hefur verið ráð fyrir í skipulagi svæðisins. Gert er ráð fyrir að bygging hótelsins taki tvö ár, að því er fram kom í máli Richards L. Friedman, forstjóra bandaríska fasteignafélagsins Carpenter & Company, sem annast byggingu hótelsins, á blaðamannafundi í Hörpu í gær, þar sem upplýst var um áformin. Þá kom fram í máli Friedmans að fyrirtækið hefði og myndi hafa samstarf við innlenda verktaka, hönnuði og fleiri við verkið, en þegar hefur verið samið við verkfræðistofuna Mannvit og T.ark-arkitekta um hönnun og stjórnun framkvæmda.Afstöðumynd úr lofti af Hörpu, efst í hægra horninu, og hótelinu þar fyrir vestan.Mynd/T.arkFriedman sagði hins vegar ekki tímabært að upplýsa um hvaða hótelkeðja fengi inni í byggingunni, því enn væri verið að leggja lokahönd á samninga. Greina ætti frá því eftir þrjár til fjórar vikur. Í spjalli við blaðamann upplýsti Friedman að kostnaður við byggingu hótelsins yrði í grennd við hundrað milljónir Bandaríkjadala, eða 10 til 15 milljarðar íslenskra króna. „Í verkefni af þessari stærðargráðu og með þann árangur í huga sem á að ná dugar ekki að hafa neitt annars flokks,“ segir Friedman. Það eigi jafnt við um bygginguna sjálfa og innanstokksmuni. Allt verði fyrsta flokks. „Staðsetning sem þessi á ekkert skilið nema það besta. Við ætlum að gera hlutina rétt í fyrstu tilraun.“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, sagði í ræðu sinni fagnaðarefni að óvissunni væri eytt um framtíðaruppbyggingu við Hörpu. „Þetta er mikið fagnaðarefni fyrir alla sem hafa komið að þessu húsi, þetta er fagnaðarefni fyrir Reykjavíkurborg og þetta er í raun ný vídd fyrir ferðaþjónustuna hjá okkur að fá hingað fimm stjörnu hótel.“ Það segir Dagur styrkja Reykjavík sem ráðstefnu- og fundaborg. Hótelið nýja stendur heldur lægra en Harpa sem er fremst á myndinni. Úti fyrir, í gegn um gluggann á bak við, glyttir svo í opinn grunn hótelbyggingarinnar.Fréttablaðið/Valli„En síðast en ekki síst var orðið mjög tímabært að fara að fylla upp í holuna, því það var svona alveg á mörkunum að menn færu að aldursfriða hana,“ gantaðist Dagur í ræðu sinni. Létt var yfir gestum í Hörpu í gær, enda útlit fyrir að loksins komi bygging í húsgrunninn sem staðið hefur tómur við hlið hússins. Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, kvaðst ekki hafa miklar áhyggjur af því að nýtt hótel skyggði á Hörpu. „Og þótt svo væri, þá vildi ég frekar að skyggði á húsið úr þessari áttinni en að hafa þess holu áfram hér við hliðina.“Festu kaup á byggingarrétti hótelsinsFasteignafélagið Carpenter og Company er alþjóðlegt fasteignafélag sem er sérhæft í uppbyggingu hótela.Félagið hefur fest kaup á byggingarrétti fyrir hótel á Austurbakka 2 við Reykjavíkurhöfn (Hörpureitur) af fyrri eigendum og verður leiðandi fjárfestir í verkefninu.Carpenter reisir á lóðinni 250 herbergja fimm stjörnu hótel, en í framhaldinu tekur leiðandi alþjóðleg hótelkeðja við rekstri þess. Hótelið hýsir líka veislu- og fundarsali, fjölda veitingastaða auk heilsulindar. Nýja hótelið á Hörpureitnum er fyrsta hótelverkefni Carpenter utan Bandaríkjanna, en þar hefur félagið starfað með hótelkeðjum á borð við St. Regis, Four Seasons, Marriott, Hyatt og Starwood. Kolufell ehf., seljandi byggingarréttarins, þróar áfram íbúða- og verslunarbyggð á suðurhluta lóðarinnar. Tengdar fréttir 1.500 ný hótelherbergi í Reykjavík Borgarstjóri segir að í ár og næsta vetur verði 700 ný hótelherbergi til í borginni. Átta hundruð herbergi bætist svo við í fyrirsjáanlegri framtíð. Til skoðunar er að opna þurrkvíar fyrir slippastarfsemi á Grundartanga. 15. apríl 2015 07:00 Mest lesið Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Bygging nýs hótels við Austurhöfn í Reykjavík hefst í haust gangi áætlanir eftir. Hótelið rís vestan við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu, líkt og gert hefur verið ráð fyrir í skipulagi svæðisins. Gert er ráð fyrir að bygging hótelsins taki tvö ár, að því er fram kom í máli Richards L. Friedman, forstjóra bandaríska fasteignafélagsins Carpenter & Company, sem annast byggingu hótelsins, á blaðamannafundi í Hörpu í gær, þar sem upplýst var um áformin. Þá kom fram í máli Friedmans að fyrirtækið hefði og myndi hafa samstarf við innlenda verktaka, hönnuði og fleiri við verkið, en þegar hefur verið samið við verkfræðistofuna Mannvit og T.ark-arkitekta um hönnun og stjórnun framkvæmda.Afstöðumynd úr lofti af Hörpu, efst í hægra horninu, og hótelinu þar fyrir vestan.Mynd/T.arkFriedman sagði hins vegar ekki tímabært að upplýsa um hvaða hótelkeðja fengi inni í byggingunni, því enn væri verið að leggja lokahönd á samninga. Greina ætti frá því eftir þrjár til fjórar vikur. Í spjalli við blaðamann upplýsti Friedman að kostnaður við byggingu hótelsins yrði í grennd við hundrað milljónir Bandaríkjadala, eða 10 til 15 milljarðar íslenskra króna. „Í verkefni af þessari stærðargráðu og með þann árangur í huga sem á að ná dugar ekki að hafa neitt annars flokks,“ segir Friedman. Það eigi jafnt við um bygginguna sjálfa og innanstokksmuni. Allt verði fyrsta flokks. „Staðsetning sem þessi á ekkert skilið nema það besta. Við ætlum að gera hlutina rétt í fyrstu tilraun.“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, sagði í ræðu sinni fagnaðarefni að óvissunni væri eytt um framtíðaruppbyggingu við Hörpu. „Þetta er mikið fagnaðarefni fyrir alla sem hafa komið að þessu húsi, þetta er fagnaðarefni fyrir Reykjavíkurborg og þetta er í raun ný vídd fyrir ferðaþjónustuna hjá okkur að fá hingað fimm stjörnu hótel.“ Það segir Dagur styrkja Reykjavík sem ráðstefnu- og fundaborg. Hótelið nýja stendur heldur lægra en Harpa sem er fremst á myndinni. Úti fyrir, í gegn um gluggann á bak við, glyttir svo í opinn grunn hótelbyggingarinnar.Fréttablaðið/Valli„En síðast en ekki síst var orðið mjög tímabært að fara að fylla upp í holuna, því það var svona alveg á mörkunum að menn færu að aldursfriða hana,“ gantaðist Dagur í ræðu sinni. Létt var yfir gestum í Hörpu í gær, enda útlit fyrir að loksins komi bygging í húsgrunninn sem staðið hefur tómur við hlið hússins. Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, kvaðst ekki hafa miklar áhyggjur af því að nýtt hótel skyggði á Hörpu. „Og þótt svo væri, þá vildi ég frekar að skyggði á húsið úr þessari áttinni en að hafa þess holu áfram hér við hliðina.“Festu kaup á byggingarrétti hótelsinsFasteignafélagið Carpenter og Company er alþjóðlegt fasteignafélag sem er sérhæft í uppbyggingu hótela.Félagið hefur fest kaup á byggingarrétti fyrir hótel á Austurbakka 2 við Reykjavíkurhöfn (Hörpureitur) af fyrri eigendum og verður leiðandi fjárfestir í verkefninu.Carpenter reisir á lóðinni 250 herbergja fimm stjörnu hótel, en í framhaldinu tekur leiðandi alþjóðleg hótelkeðja við rekstri þess. Hótelið hýsir líka veislu- og fundarsali, fjölda veitingastaða auk heilsulindar. Nýja hótelið á Hörpureitnum er fyrsta hótelverkefni Carpenter utan Bandaríkjanna, en þar hefur félagið starfað með hótelkeðjum á borð við St. Regis, Four Seasons, Marriott, Hyatt og Starwood. Kolufell ehf., seljandi byggingarréttarins, þróar áfram íbúða- og verslunarbyggð á suðurhluta lóðarinnar.
Tengdar fréttir 1.500 ný hótelherbergi í Reykjavík Borgarstjóri segir að í ár og næsta vetur verði 700 ný hótelherbergi til í borginni. Átta hundruð herbergi bætist svo við í fyrirsjáanlegri framtíð. Til skoðunar er að opna þurrkvíar fyrir slippastarfsemi á Grundartanga. 15. apríl 2015 07:00 Mest lesið Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
1.500 ný hótelherbergi í Reykjavík Borgarstjóri segir að í ár og næsta vetur verði 700 ný hótelherbergi til í borginni. Átta hundruð herbergi bætist svo við í fyrirsjáanlegri framtíð. Til skoðunar er að opna þurrkvíar fyrir slippastarfsemi á Grundartanga. 15. apríl 2015 07:00