Viðskipti innlent

Pekingönd innkölluð vegna salmonellu

Öndin kemur frá fyrirtækinu Cherry Valley á Bretlandi. Orðið duckling stendur stórum stöfum á öndinni.
Öndin kemur frá fyrirtækinu Cherry Valley á Bretlandi. Orðið duckling stendur stórum stöfum á öndinni. vísir/vilhelm
Innkalla þarf Pekingönd frá Cherry Valley sem flutt er inn af Íslenskum matvörum ehf. þar sem salmonella hefur greinst í vörunni.

Salmonellan fannst við reglubundið eftirlit og sýnatöku. Öndin kemur frá Bretlandi og er seld í verslunum Samkaupa, Nettó, Krónunnar, Þinnar Verslunar og í Fjarðarkaupum.

Tekið er fram í tilkynningu frá Íslenskum matvörum ehf. að varan sé hættulaus sé farið að  leiðbeiningum um eldun alifuglakjöts, kjötið sé steikt í gegn og passað að blóðvökvi fari ekki í aðra vöru.

Íslenskar matvörur ehf. biðja þá sem eiga vöruna að neyta hennar ekki og skila henni til verslunar þar sem varan var keypt, hafa samband við innflutningsaðila eða farga vörunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×