Viðskipti innlent

Hafnarfjörður ætlar að greiða upp nær öll erlend lán fyrir árslok

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Bærinn fékk nýtt lán frá Lánasjóði sveitarfélaga.
Bærinn fékk nýtt lán frá Lánasjóði sveitarfélaga. Vísir/Daníel
Hafnarfjarðarbær stefnir að því að greiða upp erlendar skuldir að mestu fyrir árslok. Verða peningar sem fengnir eru að láni frá Lánasjóði sveitarfélaga nýttir til þess.

Þá segir í tilkynningu frá bænum að líklegt sé að sjóðurinn komi að frekari endurfjármögnun bæjarins á næstu mánuðum. Lán sjóðsins hljóðar upp á allt að sex milljarða króna.

„Hagræðing sem fæst vegna lántöku hjá Lánasjóði nemur tugum milljónum króna miðað við heilt ár samanborið við þá fjármögnun sem gert var ráð fyrir“ segir Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×