Samherji hagnaðist um ellefu milljarða í fyrra Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2015 14:23 Arðgreiðsla til hluthafa verður 1,4 milljarðar króna eða 12,4 prósent hagnaðar. Vísir/Pjetur Afkoma Samherja hf. og dótturfélaga er sögð hafa verið góð á síðasta ári. Hagnaður félagsins var rúmir ellefu milljarðar króna. Þá voru tekjur rúmlega 78 milljarðar. Félagið greiðir 2,6 milljarða króna í tekjuskatt og 900 milljónir í veiðileyfagjald. Arðgreiðsla til hluthafa verður 1,4 milljarðar króna eða 12,4 prósent hagnaðar. Í tilkynningu frá félaginu segir að tæpur helmingur af starfsemi samstæðunnar sé erlendis. Félagið seldi afurðir til 60 landa í fyrra og þar af 23 landa í Afríku. Rekstrartekjur Samherja og dótturfélaga þess voru rúmir 78 milljarðar í fyrra og nam hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði 16,4 milljörðum. Árið áður var sá hagnaður 25,4 milljarðar, en þá var söluhagnaður 8,1 milljarður. „Afkoma af reglulegri starfsemi í fyrra var því mjög svipuð og árið á undan. Hagnaður fyrir tekjuskatt nam 13,7 milljörðum og að teknu tilliti til tekjuskatts var hagnaður ársins 11,2 milljarðar króna.“ Eignir samstæðunnar í lok árs 2014 voru 116,2 milljarðar króna. Heildarskuldir og skuldbindingar voru 40,8 milljarðar og eigið fé 75,3 milljarðar.Gjörbreytt landslag á mörkuðum „Innflutningsbann er til Nígeríu og gjaldeyrisskortur en þangað höfum við flutt mikið af uppsjávarafurðum og allar okkar þurrkuðu afurðir. Ekki sér fyrir endann á innflutningsbanni Rússa á íslenskar afurðir, þangað sem við fluttum afurðir fyrir vel á fimmta milljarð á síðasta ári. Við trúum því að þau mál muni leysast og höldum áfram að rækta okkar tryggu viðskiptasambönd þar í landi sem hafa byggst upp á löngum tíma og gagnkvæmu trausti. Þriðji stóri markaður okkar fyrir uppsjávarafurðir hefur verið í Úkraínu. Þar eru aðstæður mjög erfiðar og mikill samdráttur hefur verið í innflutningi. Það eru því ærin verkefni framundan að leita leiða til að hámarka verðmæti uppsjávarafla okkar á næstu misserum. Verkefnin eru til að leysa og það er af nógu að taka en við erum vel í stakk búin að takast á við síbreytilegar aðstæður. Við höfum mikið af hæfu starfsfólki sem hefur tekist á við fjölmargt með okkur. Við munum þétta raðirnar til að klára þessar fjárfestingar og mæta áskorunum sem framundan eru,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í tilkynningunni. Í tilkynningu Samherja kemur fram að Samherji hf. sé eignarhaldsfélag um eignarhluti í dóttur- og hlutdeildarfélögum sem flest tengist sjávarútvegi og vinnslu afurða hérlendis og erlendis. „Rekstur útgerðar og fiskvinnslu á Íslandi er í félögunum Samherji Ísland ehf. og Útgerðarfélag Akureyringa ehf. og rekstur fiskeldis er í Íslandsbleikju ehf. Félög samstæðunnar starfa í ellefu löndum og gera upp í níu mismunandi gjaldmiðlum.“ Mest lesið Kröfur í þrotabú WOW air nema 138 milljörðum króna Viðskipti innlent Undirmálslánakreppan aðeins toppurinn á ísjakanum Viðskipti erlent Íslenskar útgerðir bíða átekta meðan tugir erlendra skipa moka upp loðnu Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Microsoft lætur undan þrýstingi Viðskipti erlent Þessar fjórar ástæður geta gert fólk örmagna á fjarfundum Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Svana og Davíð til Datera Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Afkoma Samherja hf. og dótturfélaga er sögð hafa verið góð á síðasta ári. Hagnaður félagsins var rúmir ellefu milljarðar króna. Þá voru tekjur rúmlega 78 milljarðar. Félagið greiðir 2,6 milljarða króna í tekjuskatt og 900 milljónir í veiðileyfagjald. Arðgreiðsla til hluthafa verður 1,4 milljarðar króna eða 12,4 prósent hagnaðar. Í tilkynningu frá félaginu segir að tæpur helmingur af starfsemi samstæðunnar sé erlendis. Félagið seldi afurðir til 60 landa í fyrra og þar af 23 landa í Afríku. Rekstrartekjur Samherja og dótturfélaga þess voru rúmir 78 milljarðar í fyrra og nam hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði 16,4 milljörðum. Árið áður var sá hagnaður 25,4 milljarðar, en þá var söluhagnaður 8,1 milljarður. „Afkoma af reglulegri starfsemi í fyrra var því mjög svipuð og árið á undan. Hagnaður fyrir tekjuskatt nam 13,7 milljörðum og að teknu tilliti til tekjuskatts var hagnaður ársins 11,2 milljarðar króna.“ Eignir samstæðunnar í lok árs 2014 voru 116,2 milljarðar króna. Heildarskuldir og skuldbindingar voru 40,8 milljarðar og eigið fé 75,3 milljarðar.Gjörbreytt landslag á mörkuðum „Innflutningsbann er til Nígeríu og gjaldeyrisskortur en þangað höfum við flutt mikið af uppsjávarafurðum og allar okkar þurrkuðu afurðir. Ekki sér fyrir endann á innflutningsbanni Rússa á íslenskar afurðir, þangað sem við fluttum afurðir fyrir vel á fimmta milljarð á síðasta ári. Við trúum því að þau mál muni leysast og höldum áfram að rækta okkar tryggu viðskiptasambönd þar í landi sem hafa byggst upp á löngum tíma og gagnkvæmu trausti. Þriðji stóri markaður okkar fyrir uppsjávarafurðir hefur verið í Úkraínu. Þar eru aðstæður mjög erfiðar og mikill samdráttur hefur verið í innflutningi. Það eru því ærin verkefni framundan að leita leiða til að hámarka verðmæti uppsjávarafla okkar á næstu misserum. Verkefnin eru til að leysa og það er af nógu að taka en við erum vel í stakk búin að takast á við síbreytilegar aðstæður. Við höfum mikið af hæfu starfsfólki sem hefur tekist á við fjölmargt með okkur. Við munum þétta raðirnar til að klára þessar fjárfestingar og mæta áskorunum sem framundan eru,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í tilkynningunni. Í tilkynningu Samherja kemur fram að Samherji hf. sé eignarhaldsfélag um eignarhluti í dóttur- og hlutdeildarfélögum sem flest tengist sjávarútvegi og vinnslu afurða hérlendis og erlendis. „Rekstur útgerðar og fiskvinnslu á Íslandi er í félögunum Samherji Ísland ehf. og Útgerðarfélag Akureyringa ehf. og rekstur fiskeldis er í Íslandsbleikju ehf. Félög samstæðunnar starfa í ellefu löndum og gera upp í níu mismunandi gjaldmiðlum.“
Mest lesið Kröfur í þrotabú WOW air nema 138 milljörðum króna Viðskipti innlent Undirmálslánakreppan aðeins toppurinn á ísjakanum Viðskipti erlent Íslenskar útgerðir bíða átekta meðan tugir erlendra skipa moka upp loðnu Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Microsoft lætur undan þrýstingi Viðskipti erlent Þessar fjórar ástæður geta gert fólk örmagna á fjarfundum Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Svana og Davíð til Datera Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira