Viðskipti innlent

Stofna fyrirtækið Suðvestur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þær Birna Anna Björnsdóttir, Lára Björg Björnsdóttir og Silja Hauksdóttir hafa stofnað fyrirtækið Suðvestur ehf. Það er nýtt fyrirtæki sem veitir ráðgjöf til fyrirtækja, stofnana og einstaklinga og sér um skipulagningu og framkvæmd viðburða.

Auk meðeigandanna þriggja hefur Suðvestur á sínum snærum breiðan hóp sérfræðinga á sviði viðburðastjórnunar, almannatengsla, fyrirtækjaráðgjafar, kvikmyndaframleiðslu, hönnunar, leikstjórnar, leikmyndagerðar og ritstarfa. 

Suðvestur er með skrifstofur sínar í Bankastræti 5 og einnig á Manhattan.

Eigendur hafa margvíslega reynslu úr atvinnulífinu. Birna Anna Björnsdóttir hefur tveggja áratuga reynslu af ritstörfum og fréttaskrifum. Hún var blaðamaður á Morgunblaðinu frá 1998-2008 og hefur skrifað skáldsögur.

Lára Björg Björnsdóttir hefur starfað við almanntengsl og skipulagningu viðburða um árabil. Hún hefur að auki áralanga reynslu af blaðamennsku og fréttaskrifum, meðal annars fyrir Fréttablaðið, Viðskiptablaðið og Nýtt Líf. Lára Björg skrifaði bókina Takk Útrásarvíkingar og hefur vakið athygli sem pistlahöfundur.

Silja Hauksdóttir hefur starfað við skriftir, leikstjórn og kvikmyndaframleiðslu í tvo áratugi. Meðal kvikmynda og sjónvarpsþátta sem Silja hefur leikstýrt eru Dís, Ástríður, Ríkið, Stelpurnar og tvö Áramótaskaup Sjónvarpsins. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×