Kringlan tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna Stefán Árni Pálsson skrifar 30. mars 2015 09:16 Alls voru 232 þátttakendur frá 25 löndum í en keppt er í átta flokkum. Vísir/GVA Verslunarmiðstöðin Kringlan hefur verið tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna frá ICSC, sem eru alþjóðleg samtök verslunarmiðstöðva en þetta kemur fram í tilkynningu frá Kringlunni. Kringlan hlaut tilnefningu í flokknum samfélagsleg ábyrgð, fyrir markaðsaðgerðir vegna pakkasöfnunar fyrir jólin en þá var nýtt leikja-app, Kringlujól, kynnt sem viðbót við pakkasöfnun með stuðningi verslana í Kringlunni. Með pakkasöfnuninni voru gestir Kringlunnar hvattir til að kaupa eina aukajólagjöf og gefa hana í söfnun fyrir Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands. Að auki var hægt að safna pökkum í gegnum leikja-appið Kringlujól og gáfu verslanir í Kringlunni pakka sem leikmenn söfnuðu. Leikurinn efldi söfnunina til muna og um 5.000 gjafir söfnuðust sem var metárangur. Að sögn Baldvinu Snælaugsdóttur, markaðsstjóra Kringlunnar, er þessi tilnefning mikill heiður „Við erum himinlifandi með tilnefninguna enda gríðarleg viðurkenning fyrir okkur og þá fjölmörgu kaupmenn i Kringlunni sem að verkefninu komu og efldu það til muna. Viðbrögð Íslendinga við söfnuninni voru ótrúlega góð og hafa nú vakið athygli út fyrir landsteinana.“ Baldvina bætir því við að verðlaun frá ICSC (International Council of Shopping Centers) séu mjög eftirsótt meðal annars vegna þess að samtökin eru alþjóðlegt fagráð verslunarmiðstöðva með yfir 55 þúsund meðlimi í 90 löndum. Alls voru 232 þátttakendur frá 25 löndum í en keppt er í átta flokkum. Verkefnin sem eru tilnefnd í sama flokki og Kringlan koma frá öllum heimshornum, allt frá Tyrklandi til Suður-Afríku. „Tilnefningarnar eru mikil viðurkenning fyrir markaðsstarf Kringlunnar sem sýnir að starfsemin er í fararbroddi og stenst fyllilega samanburð á alþjóðlegum vettvangi,“ segir Baldvina. Kringlan hlaut verðlaun árið 2014 fyrir leikinn Kringlukröss. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á ráðstefnu ICSC í Kaupmannahöfn í byrjun júní. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Verslunarmiðstöðin Kringlan hefur verið tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna frá ICSC, sem eru alþjóðleg samtök verslunarmiðstöðva en þetta kemur fram í tilkynningu frá Kringlunni. Kringlan hlaut tilnefningu í flokknum samfélagsleg ábyrgð, fyrir markaðsaðgerðir vegna pakkasöfnunar fyrir jólin en þá var nýtt leikja-app, Kringlujól, kynnt sem viðbót við pakkasöfnun með stuðningi verslana í Kringlunni. Með pakkasöfnuninni voru gestir Kringlunnar hvattir til að kaupa eina aukajólagjöf og gefa hana í söfnun fyrir Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands. Að auki var hægt að safna pökkum í gegnum leikja-appið Kringlujól og gáfu verslanir í Kringlunni pakka sem leikmenn söfnuðu. Leikurinn efldi söfnunina til muna og um 5.000 gjafir söfnuðust sem var metárangur. Að sögn Baldvinu Snælaugsdóttur, markaðsstjóra Kringlunnar, er þessi tilnefning mikill heiður „Við erum himinlifandi með tilnefninguna enda gríðarleg viðurkenning fyrir okkur og þá fjölmörgu kaupmenn i Kringlunni sem að verkefninu komu og efldu það til muna. Viðbrögð Íslendinga við söfnuninni voru ótrúlega góð og hafa nú vakið athygli út fyrir landsteinana.“ Baldvina bætir því við að verðlaun frá ICSC (International Council of Shopping Centers) séu mjög eftirsótt meðal annars vegna þess að samtökin eru alþjóðlegt fagráð verslunarmiðstöðva með yfir 55 þúsund meðlimi í 90 löndum. Alls voru 232 þátttakendur frá 25 löndum í en keppt er í átta flokkum. Verkefnin sem eru tilnefnd í sama flokki og Kringlan koma frá öllum heimshornum, allt frá Tyrklandi til Suður-Afríku. „Tilnefningarnar eru mikil viðurkenning fyrir markaðsstarf Kringlunnar sem sýnir að starfsemin er í fararbroddi og stenst fyllilega samanburð á alþjóðlegum vettvangi,“ segir Baldvina. Kringlan hlaut verðlaun árið 2014 fyrir leikinn Kringlukröss. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á ráðstefnu ICSC í Kaupmannahöfn í byrjun júní.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira