Stjórnenda- og skipulagsbreytingar hjá Valitor Stefán Árni Pálsson skrifar 30. mars 2015 11:49 Ingibjörg, Birkir og Kristján. Nýtt skipurit hefur tekið gildi hjá Valitor. Í tilkynningu frá Valitor kemur fram að markmið breytinganna sé að styrkja samþættingu innan Valitor og dótturfyrirtækja félagsins í Bretlandi og Danmörku, ásamt samvirkni samstæðunnar. Krefjandi verkefni séu framundan og stefnt er að áframhaldandi vexti erlendis. Stjórnun og mannauður er nýtt svið innan Valitor. Helstu verkefni þess snúa að samþættingu sviða og dótturfyrirtækja Valitor ásamt mannauðsmálum, uppgjörum, áætlunargerð, kostnaðargreiningu, bókhaldi og öryggismálum. Framkvæmdastjóri nýja sviðsins er Ingibjörg Arnarsdóttir. Hún gegndi áður stöðu framkvæmdastjóra Áhættustýringar, fjármála og mannauðs hjá Valitor frá árinu 2008. Ingibjörg er viðskiptafræðingur, Cand.oecon, frá endurskoðunarsviði Háskóla Íslands og hefur M.Sc. Finance próf frá Cass Business School í London. Fram kemur í tilkynningunni að Birkir Jóhannsson sé nýr framkvæmdastjóri Fjármálasviðs. Helstu verkefni sviðsins eru stefnumótun fjármála Valitor og dótturfélaga, fjárstýring og fjárhagsleg greining. Birkir starfaði áður við fyrirtækjaráðgjöf á Fjárfestingarbankasviði Arion banka árin 2010-2015. Þar áður starfaði hann hjá Lögmönnum Höfðabakka og Landsbanka Íslands. Birkir er með MCF gráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík og próf í verðbréfaviðskiptum. Hann er jafnframt lögfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur réttindi sem héraðsdómslögmaður. Kristján Þór Harðarson hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Alþjóðasviðs. Meginverkefni sviðsins eru stjórnun á viðskiptum fyrirtækisins á alþjóðlegum mörkuðum, bæði varðandi færsluhirðingu fyrir erlenda kaupmenn og útgáfu á greiðslukortum til erlendra korthafa. Alþjóðasvið starfrækir söluskrifstofu í London. Kristján Þór Harðarson hóf störf hjá félaginu árið 2008 og gegndi áður stöðu framkvæmdastjórna Markaðs- og viðskiptaþróunar. Hann lauk B.Sc. prófi í markaðsfræðum og M.A. prófi í alþjóðamarkaðsfræðum frá University of Alabama í Bandaríkjunum. Framkvæmdastjórn Valitor skipa nú auk ofangreindra: Viðar Þorkelsson, forstjóri, Sigurhans Vignir, framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs, Bergsveinn Sampsted, framkvæmdastjóri Kortaútgáfusviðs, Steinunn Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Þjónustu og rekstrar og Sigurður Ingvar Ámundason, framkvæmdastjóri Vöruþróunar og nýsköpunar. Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Nýtt skipurit hefur tekið gildi hjá Valitor. Í tilkynningu frá Valitor kemur fram að markmið breytinganna sé að styrkja samþættingu innan Valitor og dótturfyrirtækja félagsins í Bretlandi og Danmörku, ásamt samvirkni samstæðunnar. Krefjandi verkefni séu framundan og stefnt er að áframhaldandi vexti erlendis. Stjórnun og mannauður er nýtt svið innan Valitor. Helstu verkefni þess snúa að samþættingu sviða og dótturfyrirtækja Valitor ásamt mannauðsmálum, uppgjörum, áætlunargerð, kostnaðargreiningu, bókhaldi og öryggismálum. Framkvæmdastjóri nýja sviðsins er Ingibjörg Arnarsdóttir. Hún gegndi áður stöðu framkvæmdastjóra Áhættustýringar, fjármála og mannauðs hjá Valitor frá árinu 2008. Ingibjörg er viðskiptafræðingur, Cand.oecon, frá endurskoðunarsviði Háskóla Íslands og hefur M.Sc. Finance próf frá Cass Business School í London. Fram kemur í tilkynningunni að Birkir Jóhannsson sé nýr framkvæmdastjóri Fjármálasviðs. Helstu verkefni sviðsins eru stefnumótun fjármála Valitor og dótturfélaga, fjárstýring og fjárhagsleg greining. Birkir starfaði áður við fyrirtækjaráðgjöf á Fjárfestingarbankasviði Arion banka árin 2010-2015. Þar áður starfaði hann hjá Lögmönnum Höfðabakka og Landsbanka Íslands. Birkir er með MCF gráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík og próf í verðbréfaviðskiptum. Hann er jafnframt lögfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur réttindi sem héraðsdómslögmaður. Kristján Þór Harðarson hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Alþjóðasviðs. Meginverkefni sviðsins eru stjórnun á viðskiptum fyrirtækisins á alþjóðlegum mörkuðum, bæði varðandi færsluhirðingu fyrir erlenda kaupmenn og útgáfu á greiðslukortum til erlendra korthafa. Alþjóðasvið starfrækir söluskrifstofu í London. Kristján Þór Harðarson hóf störf hjá félaginu árið 2008 og gegndi áður stöðu framkvæmdastjórna Markaðs- og viðskiptaþróunar. Hann lauk B.Sc. prófi í markaðsfræðum og M.A. prófi í alþjóðamarkaðsfræðum frá University of Alabama í Bandaríkjunum. Framkvæmdastjórn Valitor skipa nú auk ofangreindra: Viðar Þorkelsson, forstjóri, Sigurhans Vignir, framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs, Bergsveinn Sampsted, framkvæmdastjóri Kortaútgáfusviðs, Steinunn Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Þjónustu og rekstrar og Sigurður Ingvar Ámundason, framkvæmdastjóri Vöruþróunar og nýsköpunar.
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira