Evrópubankinn hefur ákveðið að stoppa tímabundið kaup á skuldabréfum Volkswagen. Bankinn mun ekki lengur kaupa lánin sem fjármagna sölu Volkswagen bíla. Þessu greinir Sunday Times frá.
VW býður upp á fjármálaþjónustu, sem hagar sér að miklu leyti eins og banki, sem auðveldar viðskiptavinum að kaupa og leigja nýja bíla. Á föstudaginn setti Evrópubankinn bann á að kaupa eignavarinn verðbréf Volkswagen sem bílalán þess fjármagna. Evrópubankinn kaupir því ekki lengur skuldabréf Volkswagen.
Þetta þýðir að lánakostnaður Volkswagen kemur til með að hækka á tíma þar sem það stendur frammi fyrir háum sektum og stefnum.
Evrópubankinn hættur að kaupa skuldabréf Volkswagen

Tengdar fréttir

Volkswagen gæti ógnað allri Evrópu
Hneykslið sem skekur Volkswagen-verksmiðjurnar gæti orðið mesta aðsteðjandi hættan að þýska hagkerfinu.

Wolfsburg gæti lent í fjárhagsvandræðum vegna skandalsins hjá Volkswagen
Bílaframleiðandinn á þýska 1. deildar liðið sem Manchester United mætir í Meistaradeildinni á morgun.

Volkswagen hafði oft verið varað við að nota svindlhugbúnaðinn
Íhlutaframleiðandinn Bosch og tæknimenn innan raða Volkswagen vöruðu við notkun hans.

Svona svindlaði Volkswagen: Málið útskýrt
Slökktu á mengunarvarnarbúnaði til að fá meira út úr vélinni og minni eyðslu.