Blikur á lofti fyrir sjávarútveginn Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2015 16:57 Vísir/Pjetur Blikur eru í lofti fyrir sjávarútveginn samkvæmt Samtökum atvinnulífisins. Breytingar á alþjóðavettvangi hafa slæm áhrif á afkomu einnar stærstu útflutningsgreina Íslands. „Viðskiptabann Rússlands, möguleg lokun Nígeríumarkaðar, áhyggjur af lækkandi heimshagvexti ásamt lakari samkeppnisskilyrðum samhliða styrkingu raungengis eru allt þættir sem snerta atvinnugreinina, tekjur hennar og þar með heildarhagsmuni þjóðarbúsins.“ Í nýrri skýrslu SA segir að mikilvægi sjávarútvegs í íslensku efnahagslífi sé óumdeilt. Framlag geirans til landsframleiðslu á síðasta ári hafi verið 8,4 prósent og ríflega níu þúsund manns hafi starfað við fiskveiðar og fiskvinnslu. Það jafngildir um fimm prósent heildarfjölda starfandi á Íslandi. Þrátt fyrir áðurnefndar blikur á alþjóðavettvangi segir að sjávarútvegurinn sé vanur að takast á við ýmis áföll og að fiskveiðistjórnunarkerfið geri fyrirtækjum auðveldara en ella að takast á við ytri áföll.Viðskipti Íslands og Rússlands nánast hverfa SA metur að áhrif viðskiptabanns Rússa gætu verið frá ellefu til sautján milljarðar króna. Þar sem bannið snúi aðeins að matvælum komi það einstaklega illa fyrir Íslendinga þar sem þau eru um 40 prósent af vöruútflutningi okkar. Það er langhæsta hlutfallið meðal landa innan evrópska efnahagssvæðisins, þar sem meðaltalið er ellefu prósent. „Viðskipti Íslands og Rússlands munu þar með nánast hverfa þar sem ríflega 80% af útflutningi okkar til landsins eru matvæli. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands fluttu Íslendingar út sjávarafurðir fyrir tæpa 24 ma.kr. til Rússlands árið 2014.“Markaðir í Nígeríu í hættu Sjávarafurðir fyrir um fimmtán milljarða voru fluttar til Nígeríu í fyrra. Mikill gjaldeyrisskortur er nú þar í landi og stefnt er á að landið verði sjálfu sér nægt um sjávarafurðir. Um er að ræða þurrkaðar afurðir sem erfitt er að koma í verð annarsstaðar og því líklegt að stór hluti þeirra færi í bræðslu. SA metur áhrif vegna lokunar markaða þar um sex milljarða króna. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og OECD gera ráð fyrir 3-4 prósenta heimsvexti á þessu og næsta ári en hætt er að dregið verði úr þeim spám vegna vandræða kínverska hagkerfisins. Þá gætu lækkanir olíuverðs leitt til minnkandi kaupgetu nokkurra viðskiptaríkja Íslands. Í skýrslu SA segir einnig að líklegt sé að eftirspurn eftir íslenskum fiski gæti dregist saman ef til áfalla kæmi í heimsbúskapnum. Hver prósentulækkun fiskverðs lækkar útflutningsverðmæti íslenskra sjávarafurða um 2,5 milljarða, sé miðað við árið í fyrra. Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Blikur eru í lofti fyrir sjávarútveginn samkvæmt Samtökum atvinnulífisins. Breytingar á alþjóðavettvangi hafa slæm áhrif á afkomu einnar stærstu útflutningsgreina Íslands. „Viðskiptabann Rússlands, möguleg lokun Nígeríumarkaðar, áhyggjur af lækkandi heimshagvexti ásamt lakari samkeppnisskilyrðum samhliða styrkingu raungengis eru allt þættir sem snerta atvinnugreinina, tekjur hennar og þar með heildarhagsmuni þjóðarbúsins.“ Í nýrri skýrslu SA segir að mikilvægi sjávarútvegs í íslensku efnahagslífi sé óumdeilt. Framlag geirans til landsframleiðslu á síðasta ári hafi verið 8,4 prósent og ríflega níu þúsund manns hafi starfað við fiskveiðar og fiskvinnslu. Það jafngildir um fimm prósent heildarfjölda starfandi á Íslandi. Þrátt fyrir áðurnefndar blikur á alþjóðavettvangi segir að sjávarútvegurinn sé vanur að takast á við ýmis áföll og að fiskveiðistjórnunarkerfið geri fyrirtækjum auðveldara en ella að takast á við ytri áföll.Viðskipti Íslands og Rússlands nánast hverfa SA metur að áhrif viðskiptabanns Rússa gætu verið frá ellefu til sautján milljarðar króna. Þar sem bannið snúi aðeins að matvælum komi það einstaklega illa fyrir Íslendinga þar sem þau eru um 40 prósent af vöruútflutningi okkar. Það er langhæsta hlutfallið meðal landa innan evrópska efnahagssvæðisins, þar sem meðaltalið er ellefu prósent. „Viðskipti Íslands og Rússlands munu þar með nánast hverfa þar sem ríflega 80% af útflutningi okkar til landsins eru matvæli. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands fluttu Íslendingar út sjávarafurðir fyrir tæpa 24 ma.kr. til Rússlands árið 2014.“Markaðir í Nígeríu í hættu Sjávarafurðir fyrir um fimmtán milljarða voru fluttar til Nígeríu í fyrra. Mikill gjaldeyrisskortur er nú þar í landi og stefnt er á að landið verði sjálfu sér nægt um sjávarafurðir. Um er að ræða þurrkaðar afurðir sem erfitt er að koma í verð annarsstaðar og því líklegt að stór hluti þeirra færi í bræðslu. SA metur áhrif vegna lokunar markaða þar um sex milljarða króna. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og OECD gera ráð fyrir 3-4 prósenta heimsvexti á þessu og næsta ári en hætt er að dregið verði úr þeim spám vegna vandræða kínverska hagkerfisins. Þá gætu lækkanir olíuverðs leitt til minnkandi kaupgetu nokkurra viðskiptaríkja Íslands. Í skýrslu SA segir einnig að líklegt sé að eftirspurn eftir íslenskum fiski gæti dregist saman ef til áfalla kæmi í heimsbúskapnum. Hver prósentulækkun fiskverðs lækkar útflutningsverðmæti íslenskra sjávarafurða um 2,5 milljarða, sé miðað við árið í fyrra.
Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira