Blikur á lofti fyrir sjávarútveginn Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2015 16:57 Vísir/Pjetur Blikur eru í lofti fyrir sjávarútveginn samkvæmt Samtökum atvinnulífisins. Breytingar á alþjóðavettvangi hafa slæm áhrif á afkomu einnar stærstu útflutningsgreina Íslands. „Viðskiptabann Rússlands, möguleg lokun Nígeríumarkaðar, áhyggjur af lækkandi heimshagvexti ásamt lakari samkeppnisskilyrðum samhliða styrkingu raungengis eru allt þættir sem snerta atvinnugreinina, tekjur hennar og þar með heildarhagsmuni þjóðarbúsins.“ Í nýrri skýrslu SA segir að mikilvægi sjávarútvegs í íslensku efnahagslífi sé óumdeilt. Framlag geirans til landsframleiðslu á síðasta ári hafi verið 8,4 prósent og ríflega níu þúsund manns hafi starfað við fiskveiðar og fiskvinnslu. Það jafngildir um fimm prósent heildarfjölda starfandi á Íslandi. Þrátt fyrir áðurnefndar blikur á alþjóðavettvangi segir að sjávarútvegurinn sé vanur að takast á við ýmis áföll og að fiskveiðistjórnunarkerfið geri fyrirtækjum auðveldara en ella að takast á við ytri áföll.Viðskipti Íslands og Rússlands nánast hverfa SA metur að áhrif viðskiptabanns Rússa gætu verið frá ellefu til sautján milljarðar króna. Þar sem bannið snúi aðeins að matvælum komi það einstaklega illa fyrir Íslendinga þar sem þau eru um 40 prósent af vöruútflutningi okkar. Það er langhæsta hlutfallið meðal landa innan evrópska efnahagssvæðisins, þar sem meðaltalið er ellefu prósent. „Viðskipti Íslands og Rússlands munu þar með nánast hverfa þar sem ríflega 80% af útflutningi okkar til landsins eru matvæli. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands fluttu Íslendingar út sjávarafurðir fyrir tæpa 24 ma.kr. til Rússlands árið 2014.“Markaðir í Nígeríu í hættu Sjávarafurðir fyrir um fimmtán milljarða voru fluttar til Nígeríu í fyrra. Mikill gjaldeyrisskortur er nú þar í landi og stefnt er á að landið verði sjálfu sér nægt um sjávarafurðir. Um er að ræða þurrkaðar afurðir sem erfitt er að koma í verð annarsstaðar og því líklegt að stór hluti þeirra færi í bræðslu. SA metur áhrif vegna lokunar markaða þar um sex milljarða króna. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og OECD gera ráð fyrir 3-4 prósenta heimsvexti á þessu og næsta ári en hætt er að dregið verði úr þeim spám vegna vandræða kínverska hagkerfisins. Þá gætu lækkanir olíuverðs leitt til minnkandi kaupgetu nokkurra viðskiptaríkja Íslands. Í skýrslu SA segir einnig að líklegt sé að eftirspurn eftir íslenskum fiski gæti dregist saman ef til áfalla kæmi í heimsbúskapnum. Hver prósentulækkun fiskverðs lækkar útflutningsverðmæti íslenskra sjávarafurða um 2,5 milljarða, sé miðað við árið í fyrra. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Blikur eru í lofti fyrir sjávarútveginn samkvæmt Samtökum atvinnulífisins. Breytingar á alþjóðavettvangi hafa slæm áhrif á afkomu einnar stærstu útflutningsgreina Íslands. „Viðskiptabann Rússlands, möguleg lokun Nígeríumarkaðar, áhyggjur af lækkandi heimshagvexti ásamt lakari samkeppnisskilyrðum samhliða styrkingu raungengis eru allt þættir sem snerta atvinnugreinina, tekjur hennar og þar með heildarhagsmuni þjóðarbúsins.“ Í nýrri skýrslu SA segir að mikilvægi sjávarútvegs í íslensku efnahagslífi sé óumdeilt. Framlag geirans til landsframleiðslu á síðasta ári hafi verið 8,4 prósent og ríflega níu þúsund manns hafi starfað við fiskveiðar og fiskvinnslu. Það jafngildir um fimm prósent heildarfjölda starfandi á Íslandi. Þrátt fyrir áðurnefndar blikur á alþjóðavettvangi segir að sjávarútvegurinn sé vanur að takast á við ýmis áföll og að fiskveiðistjórnunarkerfið geri fyrirtækjum auðveldara en ella að takast á við ytri áföll.Viðskipti Íslands og Rússlands nánast hverfa SA metur að áhrif viðskiptabanns Rússa gætu verið frá ellefu til sautján milljarðar króna. Þar sem bannið snúi aðeins að matvælum komi það einstaklega illa fyrir Íslendinga þar sem þau eru um 40 prósent af vöruútflutningi okkar. Það er langhæsta hlutfallið meðal landa innan evrópska efnahagssvæðisins, þar sem meðaltalið er ellefu prósent. „Viðskipti Íslands og Rússlands munu þar með nánast hverfa þar sem ríflega 80% af útflutningi okkar til landsins eru matvæli. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands fluttu Íslendingar út sjávarafurðir fyrir tæpa 24 ma.kr. til Rússlands árið 2014.“Markaðir í Nígeríu í hættu Sjávarafurðir fyrir um fimmtán milljarða voru fluttar til Nígeríu í fyrra. Mikill gjaldeyrisskortur er nú þar í landi og stefnt er á að landið verði sjálfu sér nægt um sjávarafurðir. Um er að ræða þurrkaðar afurðir sem erfitt er að koma í verð annarsstaðar og því líklegt að stór hluti þeirra færi í bræðslu. SA metur áhrif vegna lokunar markaða þar um sex milljarða króna. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og OECD gera ráð fyrir 3-4 prósenta heimsvexti á þessu og næsta ári en hætt er að dregið verði úr þeim spám vegna vandræða kínverska hagkerfisins. Þá gætu lækkanir olíuverðs leitt til minnkandi kaupgetu nokkurra viðskiptaríkja Íslands. Í skýrslu SA segir einnig að líklegt sé að eftirspurn eftir íslenskum fiski gæti dregist saman ef til áfalla kæmi í heimsbúskapnum. Hver prósentulækkun fiskverðs lækkar útflutningsverðmæti íslenskra sjávarafurða um 2,5 milljarða, sé miðað við árið í fyrra.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira