Blikur á lofti fyrir sjávarútveginn Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2015 16:57 Vísir/Pjetur Blikur eru í lofti fyrir sjávarútveginn samkvæmt Samtökum atvinnulífisins. Breytingar á alþjóðavettvangi hafa slæm áhrif á afkomu einnar stærstu útflutningsgreina Íslands. „Viðskiptabann Rússlands, möguleg lokun Nígeríumarkaðar, áhyggjur af lækkandi heimshagvexti ásamt lakari samkeppnisskilyrðum samhliða styrkingu raungengis eru allt þættir sem snerta atvinnugreinina, tekjur hennar og þar með heildarhagsmuni þjóðarbúsins.“ Í nýrri skýrslu SA segir að mikilvægi sjávarútvegs í íslensku efnahagslífi sé óumdeilt. Framlag geirans til landsframleiðslu á síðasta ári hafi verið 8,4 prósent og ríflega níu þúsund manns hafi starfað við fiskveiðar og fiskvinnslu. Það jafngildir um fimm prósent heildarfjölda starfandi á Íslandi. Þrátt fyrir áðurnefndar blikur á alþjóðavettvangi segir að sjávarútvegurinn sé vanur að takast á við ýmis áföll og að fiskveiðistjórnunarkerfið geri fyrirtækjum auðveldara en ella að takast á við ytri áföll.Viðskipti Íslands og Rússlands nánast hverfa SA metur að áhrif viðskiptabanns Rússa gætu verið frá ellefu til sautján milljarðar króna. Þar sem bannið snúi aðeins að matvælum komi það einstaklega illa fyrir Íslendinga þar sem þau eru um 40 prósent af vöruútflutningi okkar. Það er langhæsta hlutfallið meðal landa innan evrópska efnahagssvæðisins, þar sem meðaltalið er ellefu prósent. „Viðskipti Íslands og Rússlands munu þar með nánast hverfa þar sem ríflega 80% af útflutningi okkar til landsins eru matvæli. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands fluttu Íslendingar út sjávarafurðir fyrir tæpa 24 ma.kr. til Rússlands árið 2014.“Markaðir í Nígeríu í hættu Sjávarafurðir fyrir um fimmtán milljarða voru fluttar til Nígeríu í fyrra. Mikill gjaldeyrisskortur er nú þar í landi og stefnt er á að landið verði sjálfu sér nægt um sjávarafurðir. Um er að ræða þurrkaðar afurðir sem erfitt er að koma í verð annarsstaðar og því líklegt að stór hluti þeirra færi í bræðslu. SA metur áhrif vegna lokunar markaða þar um sex milljarða króna. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og OECD gera ráð fyrir 3-4 prósenta heimsvexti á þessu og næsta ári en hætt er að dregið verði úr þeim spám vegna vandræða kínverska hagkerfisins. Þá gætu lækkanir olíuverðs leitt til minnkandi kaupgetu nokkurra viðskiptaríkja Íslands. Í skýrslu SA segir einnig að líklegt sé að eftirspurn eftir íslenskum fiski gæti dregist saman ef til áfalla kæmi í heimsbúskapnum. Hver prósentulækkun fiskverðs lækkar útflutningsverðmæti íslenskra sjávarafurða um 2,5 milljarða, sé miðað við árið í fyrra. Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Blikur eru í lofti fyrir sjávarútveginn samkvæmt Samtökum atvinnulífisins. Breytingar á alþjóðavettvangi hafa slæm áhrif á afkomu einnar stærstu útflutningsgreina Íslands. „Viðskiptabann Rússlands, möguleg lokun Nígeríumarkaðar, áhyggjur af lækkandi heimshagvexti ásamt lakari samkeppnisskilyrðum samhliða styrkingu raungengis eru allt þættir sem snerta atvinnugreinina, tekjur hennar og þar með heildarhagsmuni þjóðarbúsins.“ Í nýrri skýrslu SA segir að mikilvægi sjávarútvegs í íslensku efnahagslífi sé óumdeilt. Framlag geirans til landsframleiðslu á síðasta ári hafi verið 8,4 prósent og ríflega níu þúsund manns hafi starfað við fiskveiðar og fiskvinnslu. Það jafngildir um fimm prósent heildarfjölda starfandi á Íslandi. Þrátt fyrir áðurnefndar blikur á alþjóðavettvangi segir að sjávarútvegurinn sé vanur að takast á við ýmis áföll og að fiskveiðistjórnunarkerfið geri fyrirtækjum auðveldara en ella að takast á við ytri áföll.Viðskipti Íslands og Rússlands nánast hverfa SA metur að áhrif viðskiptabanns Rússa gætu verið frá ellefu til sautján milljarðar króna. Þar sem bannið snúi aðeins að matvælum komi það einstaklega illa fyrir Íslendinga þar sem þau eru um 40 prósent af vöruútflutningi okkar. Það er langhæsta hlutfallið meðal landa innan evrópska efnahagssvæðisins, þar sem meðaltalið er ellefu prósent. „Viðskipti Íslands og Rússlands munu þar með nánast hverfa þar sem ríflega 80% af útflutningi okkar til landsins eru matvæli. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands fluttu Íslendingar út sjávarafurðir fyrir tæpa 24 ma.kr. til Rússlands árið 2014.“Markaðir í Nígeríu í hættu Sjávarafurðir fyrir um fimmtán milljarða voru fluttar til Nígeríu í fyrra. Mikill gjaldeyrisskortur er nú þar í landi og stefnt er á að landið verði sjálfu sér nægt um sjávarafurðir. Um er að ræða þurrkaðar afurðir sem erfitt er að koma í verð annarsstaðar og því líklegt að stór hluti þeirra færi í bræðslu. SA metur áhrif vegna lokunar markaða þar um sex milljarða króna. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og OECD gera ráð fyrir 3-4 prósenta heimsvexti á þessu og næsta ári en hætt er að dregið verði úr þeim spám vegna vandræða kínverska hagkerfisins. Þá gætu lækkanir olíuverðs leitt til minnkandi kaupgetu nokkurra viðskiptaríkja Íslands. Í skýrslu SA segir einnig að líklegt sé að eftirspurn eftir íslenskum fiski gæti dregist saman ef til áfalla kæmi í heimsbúskapnum. Hver prósentulækkun fiskverðs lækkar útflutningsverðmæti íslenskra sjávarafurða um 2,5 milljarða, sé miðað við árið í fyrra.
Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira